Harmonikublaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 21
Allir koma heim.
var rætt á fundinum og fundarmenn
sáttir við fundinn þvf þó hann hafi
verið svotítið langur leiddist engum.
Hverjum fundarmanni voru gefin tvö
glös með merki Félags harmoniku-
unnenda Reykjavík.
Valmundur og Helgi Kristjáns harm-
onikuunnendahirðarhljómflutnings-
tækjamaður komu fyrir tækjunum í
salnum, Hreinn Vilhjálmsson huhhft-
maðurfékkfríað þessu sinni. Hátíð-
arkvöldverður hófst upp úr klukkan
sjö. Þarvarboriðfram: humarsúpa,
hægeldað lambakjöt og heimalag-
aður ís að hætti Hótel Arkar. Var
þetta mjög Ijúffengur matur en
undirritaðri láðist að kalla fram kokk
og þjónustulið en þau fengu þakk-
arkveðjur daginn eftir. SÍHU færði
formanni FHUR fallegan blómvönd
sem þakklætisvott fyrir framkvæmd
þingsins og formaður kallaði Val-
mund gjaldkera og Friðjón skemmti-
nefndarformann á svið en þeir voru
sérlegir aðstoðarmenn formanns.
Brandarar og gamanmál voru flutt
með frjálsum framlögum. Dansinn
byrjaði fyrir klukkan tíu og léku
margir góðir mótsgestir fyrir dansi
sem dunaði til klukkan tvö. Allir fóru
alsælir heim eftir góða helgi með
frábærum félögum. Hafið þökkfyrir
góðar samverustundir.
Virðingarfyllst,
Elísabet H Einarsdóttir
formaður FHUR
Harmonikumessa í Árbæjarkirkju
athöfninni var flutt lag og Ijóð eftir hana
sem heitir Minningarbrot og annað eftir
bróður hennar Jóhann Bjarnason við Ijóð
Sólveigar Sigurðardóttur er nefnist Vöggu-
vísa, en þau systkin Sigrún ogjóhann voru
fædd og uppalin að Árbakka íÁrbæjarsókn.
Jóhann var einn harmonikuleikaranna en
Á fögrum sumardegi
þann 6. júní sl. var
haldin harmoniku-
messa í Árbæjarkirkju
í Holtum. Það voru
nokkrir félagar úr
Harmonikufélagi Rang-
æinga sem sáu um
undirleik og tónlistar-
flutning ásamt kór
kirkjunnar og sóknar-
presturinn sr. Halldóra
J. Þorvarðardóttirþjón-
aði fyrir altari.
Félagarnir höfðu
fengið inni fsafnaðar-
heimili kirkjunnar til
æfinga yfirveturinn og
vildu þakka fyrir sig með einhverju móti og
þá kom upp þessi hugmynd að spila í
messu; - harmonikumessu.
Af því tilefni þótti við hæfi að minnast lát-
ins félaga, Sigrúnar Bjarnadóttur og í
aukhansvoru það þeirHannes
Birgir Hannesson, Grétar
Geirsson og Bragi Gunnarsson
léká gítar.
Athöfnin var gleðileg og gef-
andi í alla staði og það er
ánægjulegt þegar vel tekst til
að flétta saman það fjölbreytta
menningarstarf sem iðkað er
íheimabyggð. Af þvíhafa allir
ávinning og það styrkir og eflir
menningu og trúarlíf héraðs-
ins.
Að aflokinni guðsþjónustu,
kaffisopa og spjatli héldu
kirkjugestir heimleiðis léttir í
lundu og endurnærðir í sál og sinni eftir
góða messuferð.
Halldóra J. Þorvarðardóttir
'L
almonikusatn
ÁSGEIRS S.SIGURÐSSONAR
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði.
Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 *
-------------------------------------- ' 7T. '
21