Harmonikublaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 16
Landsmót S.Í.H.U.
Hellu á Rangárvöllum
30. júní - 3. júlí 2011
Landsmót harmonikufélaga verður haldið á Hellu dagana 30. júní til 3. júlí nk.
í boði Harmonikufélags Rangæinga, sannkölluð fjölskylduhátíð.
íþróttahúsið á Hellu verður vettvangur landsmótsins, en þar er mjög góð aðstaða.
Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga með ykkur góða helgi.
Harmonikufélag Rangæinga mun taka á móti ykkur með útbreiddan faðminn
og sól í hjarta á landsmótinu komandi sumar.
Landsmótið verður sett á fimmtudags-
kvöldið og síðan er samfelld tónlistar-
veisla alla helgina
Sérlegur gestur landsmótsins er Öivind
Farmen, norskur harmonikusnillingur.
Einnig koma góðir gestir frá Noregi, frá Vestfold
trekkspillklubb í tilefni 30 ára starfsafmælis. Þeir
spila á tvöfaldar harmonikur og munu spila bæði á
tónleikum og fyrir dansi.
Unglingatónleikar verða á laugardag og stefnt að
unglingadansleik á Hvolsvelli á föstudagskvöld. Svo
verður auðvitað spilað og dansað víðs vegar á Hellu
á föstudagskvöld og stórdansleikur í íþróttahúsinu
á laugardagskvöldið.
Dagskráin verður nánar auglýst síðar, á vef S.Í.H.U.
og eins verður hún send formönnum allra aðildar-
félaga sambandsins.
Helstu gististaðir:
Gistihúsið Mosfell (Fosshótel) - 35 herbergi með baði
og 18 herbergi án baðs, sími:487-5828. Munið að
taka fram að þetta ervegna harmonikumóts, vegna
þess að samið hefur verið um 25% afslátt um lands-
mótshelgina.
Hellirinn Ægissíðu - gisting ífjórum fullbúnum heils-
árshúsum, sími: 487-5171 eða 868-3677. Árhús
- 28 smáhýsi, stórt tjaldstæði og góð aðstaða fyrir
húsbíla, sími: 487-5577.
Guesthouse Nonni - Jón Ragnar Björnsson
sími:894-9953.
Einnig er mikið af bændagistingu í nágrenni Hellu.
Ef um allt þrýtur þá hafa samband við Jóa Bjarna
í síma: 695-5370.
Húsbíla- ogtjaldsvæði ávegum Harmonikufélagsins
eru í nágrenni íþróttahúss, á meðan að pláss leyfir,
einnig á Árbakkanum.
Hittumst heil
Jóhann Bjarnason formaður, sími: 695-5370
16