Harmonikublaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 2
Ávarp formanns
Kæri harmonikuunnandi
Frá sídustu grein sem ég skrifaöi í bladið
hafa komið jól og áramót og ég þakka
ykkuröllum fyrirgottsamstarf á árinu 2010
og vonast til að við gerum enn betur á því
ári sem hafið er.
Að þvíégbestveit hafa harmonikufélögin
verið að undirbúa sig undir landsmót SÍHU
sem haldiðverðurá Hellu dagana 30. júni
til 3. júlí 2011 og ég vona að landsmótið
okkar verði vel sótt og að öll dagskrá verði
þaröllumtilsóma.
Sérstaklega minni ég á að á aðalfundi var
það rætt að ungir harmonikuleikarar
fengju pláss á landsmótinu og ég hvet
félögin til að gera sitt besta í þeim málum
því að oft hefur verið þörf en nú er nauð-
syn. Ég segi þetta ekki hvað síst vegna
þess að mér finnst ganga illa að yngja upp
í okkar herbúðum, ef svo má segja og tel
að við höfum ekki við aðra að sakast f því
efni en okkur sjálf.
Samkvæmt samtali við mótshaldara
gengur undirbúningur vel hvað varðar
aðstöðu og annað sem til mótsins þarf
þannig að við getum verið þess fullviss að
hlutirnir verða í lagi þegar við mætum á
staðinn með góða skapið, tónlistina og
gleðina í för með okkur.
í blaðinu verður landsmótinu gerð skil
þannig að við lestur þess ættum við öll að
vera þokkalega upplýst um hvað verður
um að vera dagana sem mótið stendur.
Framundan er harmonikudagurinn en hann
verður haldinn samkvæmt venju fyrstu
helgi í maí, nánar tiltekið laugardaginn 7.
maí. Landssambandið mun sjá til þess að
auglýsa harmonikudaginn í útvarpi en
félögin verða að auglýsa hvert á sínu
svæði eins og gert var f fyrra og gaf góða
raun.
Ég hef ekki annað heyrt en að harmon-
ikudagurinn í fyrra hafi verði aðildarfélög-
unum til framdráttar á sínum starfs-
svæðum ogerþaðvel.
Sérstaklega skal tekið fram að ánægja ríkti
þar sem að ungt fólk stóð vaktina og lét til
sín taka. Það vakti sérstaka athygli því að
í hugum margra er harmonika eitthvað
hljóðfæri sem aðeins eldra fólk spilar á og
á því ekki upp á pallborðið hjá þeim yngri
af þeim ástæðum.
Fyrir nokkru voru sendar út til aðildarfélaga
reglugerðir sem stjórn hefur sett um við-
urkenningar og um útnefningu heiðurs-
félaga.
Ég bið formenn og stjórnir aðildarfélaga
að skoða þessar reglugerðir og athuga
hvort að hjá þeim sé einhver sem á slíka
viðurkenningu skilið og koma þeim óskum
á framfæri við stjórn SÍHU sem fyrst.
Á síðasta vori var haldinn dansleikur í
Breiðfirðingabúð þar sem allur ágóði af
dansleiknum rann til SÍHU. Allir hljóðfæra-
leikarar gáfu vinnu sína og erum við
stjórnarfólk vissulega þakklát fyrir þennan
miklvæga stuðning við sambandið.
Þar sem þetta gekkvel í fyrra hefur verið
ákveðið að halda aftur svona dansleik
laugardaginn 7. maí (harmonikudaginn) í
Lóninu á Akureyri og verður það auglýst
nánar þegar nær dregur og Ijóst er hverjir
koma og spila á dansleiknum.
Égveitað nú eru harmonikufélögin f land-
inu að undirbúa sínar sumarhátíðir. Ég
sótti heim 3 slíkar hátfðir á síðastliðnu
sumri og fannst gaman. Það er frábært að
sjá hvað fólk leggur á sig til að gera þessar
samkomurjafn góðarograun bervitni. Ég
vona að svona verði þetta um ókomna tíð
vegna þess að það væri mikill skaði ef
þessar hátíðir legðust af svo ekki sé meira
sagt.
Þegar þetta er skrifað skín sólin inn um
gluggann og mér finnst að vorið sé komið.
Samkvæmt því styttist óðfluga í að við
hittumst öll á landsmóti á Hellu til þess að
sjá og heyra það besta sem er að gerast í
harmonikutónlist á íslandi. Það verður
gaman að sjá ykkur öll þar.
Með sumarkveðjum, jónas Þór
Munið landsmótið 30. júní - 3. júlí á Hellu!
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 456 3485 pg 844 0172.
Netfang: assigu@internet.is Veffang: www.nedsti.is
2