Harmonikublaðið - 01.05.2013, Qupperneq 2

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Qupperneq 2
AVARP FORMANNS Kæri harmonikuunnandi. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars með von um að það verði okkur öllum farsælt og gjöfult. Veturinn er að baki og þar sem ég veit að vetrarstarfið hjá harmonikufélög- unum um allt land hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt er það von mín að sumarstarfið verði enn fjölbreyttara. Af starfi stjórnar sambandsins er það helst að frétta að stjórnin hefurfundað reglulega ogverið ígóðu sambandi. Þessir fundir okkar hafa verið árangursríkir og ýmis verkefni komið upp sem stjórnin hefur þurft að taka að sér. Fyrst skal nefna æfingabúðir ungmenna okkar er halda átti að Reykjum í Hrútafirði um miðjan september 2012. Því miður gat ekki orðið af því þar sem þátttaka var ekki næg. Það er vissulega áhyggjuefni okkar í stjórninni að það virðist sem að þessi góða hugmynd að gefa unglingunum okkartæki- færi á að hittast, spila saman og njóta kennslu nái ekki til harmonikukennaranna og tónlistarskólanna í landinu. Að vísu er þarna um töluverðan kostnað að ræða fyrir þátttakendur og er það von okkar að þegar betri tímar koma með blóm í haga þá verði hægt að endurvekja þessar samverustundir að Reykjum. Stjórnin lagði á sig töluverða vinnu og gerði sitt besta til að af þessum æfingabúðum gæti orðið. Send voru út boð á alla formenn félaganna, alla harmoniku- kennara og tónlistarskóla um að nýta þetta tækifæri og senda nemendur til þessara æfingabúða en því miður kom allt of lítið út úr þessari vinnu okkar. Stjórnin hefur fylgst vel með vetrarstarfi aðildarfélaganna og er gaman að vita til þess hvað starfið hefur verið öflugt hjá mörgum félögum ívetur. Mörgfélaganna hafastaðið fyrir reglulegu dansleikjahaldi ásamt því að halda tónleika og fleira. Þó verður að segja að það er eitt í starfinu sem staðið hefur upp úr í vetur, en það er framkvæmd á tillögu þeirri er Guðrún Guðjónsdóttir lagði fram á síðasta aðalfundi um að kynna harmonikuna í leikskólum landsins. Þetta verkefni var sett í gang af fullum krafti í byrjun árs og send voru boð til allra félaganna um að taka þátt og tókst ótrúlega vel að fá alla til að vinna að þessu. Ég veit að það hefur verið farið í 50 - 60 leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og má áætla að búið sé að fara í um 100 leik- skólaá landinuöllu. Undirritaður hefur tekið þátt í þessu verkefni og er ótrúlegt hvað börnin skemmta sér við harmonikutónlistina. Þær stöllur Guðrún Guðjónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir, varaformaður sambandsins, hafa stjórnað þessu verkefni af mikilli alúð og áhuga og eiga þær mikinn heiður skilið. Sérstaklega ber að þakka Guðrúnu fyrir þessa frábæru hugmynd og að koma henni í framkvæmd. Ákveðið var á stjórnarfundi að verða við ósk Jóns Þorsteins Reynissonar um að veita honum námsstyrk, en hann stundar nám í harmonikuleikíKaupmannahöfn.Viðvonum að sú upphæð er honum var veitt komi honum að góðum notum. Harmonikukeppni S.Í.H.U. var haldin laugar- daginn 13. apríl 2013 íTónlistarskólanum í Garðabæ. Stjórn sambandsins fékk Friðjón Hallgrímsson til að sjá um framkvæmd keppninnar ogfórst honum það vel úr hendi. Ákveðið var að keppa í þremur aldurshópum, 12 ára ogyngri, 13 til 16 ára og 17 ára og eldri. Þátttaka í tveimur yngri flokkunum var góð en því miður verður að segja að einhver undarleg sjónarmið kennara er kennt hefur okkar bestu ungmennum í elsta flokki urðu til þess að enginn af þessum góðu spilurum skráði sig til keppninnar. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir alla er stóðu að keppninni og verður að segja að þessi afstaða þessa annars ágæta kennara verður honum ævar- andi til vansa. Hvers eiga þessir frábæru nemendur hans að gjalda? Þeirri spurningu getur enginn svarað nema hann sjálfur. Eitt er víst að með þessari framkomu leggur hann ekki sitt af mörkum til að kynna harm- onikuna. Keppnin tókst með ágætum ogvoru keppendur íyngri flokkunum til mikils sóma með góðum ogvönduðum harmonikuleik. Harmonikudagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 4. maíoger þaðvon okkar að félögin sjái sér fært að spila sem víðast og að hljóðfærið okkar fái sem besta kynn- ingu. Sumarhátíðarnar fara í gang ein af annarri og án nokkurs vafa verður glatt á hjalla á þessu hátíðum. Það er von mín að allir harmonikuunnendur komi til með að eiga gleðilegt harmoniku- sumar og að tónar nikkunnar fái að hljóma sem víðast. Gleðilegt sumar. Gunnar Ó. Kvaran, formadur Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 og 844 0172. Netfang: assigu@internet.is Veffang: www.nedsti.is 2

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.