Harmonikublaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 3
Harmonikublaðið ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Friðjón Hallgrímsson Espigerði 2 108 Reykjavík Sími568 6422, fridjonoggudny@internet.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is Netfang: print@heradsprent.is Forsíða: Keppendur í Harmonikumeistaranum 2013. Meðal efnis: - Viðtalvið Halldór Þ Þórðarson - Frá Harmonikufélagi Selfoss - Harmonikan í leikskólum landsins - Fréttir og hugleiðingar úr Húnaþingi - Af Eyfirðingum - Nikkólína enn ung í anda - Harmonikumeistarinn 2013 - Um tónlistarferil Páls á Krossi - Minning - Rafn Jónsson - Norsk heimsókn á „Nú er lag“ - Frá Harmonikufélagi Héraðsbúa - Harmonikudagurinn á Breiðumýri ■ Tónleikaferð 2012 -Vetrarstarf F.H.U.R. -Jólaskemmtun Harmonikufélags Þingeyinga - Frostpinnar að vestan Vals úr Breiðfirðingabúð - Harmonikudagurinn á Þingeyri Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 23.000 i/2síða kr. 15.000 Innsíður 1/1 síða kr. 18.400 1/2 síða kr. 11.500 1/4 síða kr. 6.700 1/8 síða kr. 4.600 Smáauglýsingar kr. 2.500 RITSTJÚRASPJALL Önnur harmonikukeppni Sambands íslenskra harmonikuunnenda fór fram 13. apríl síðastliðinn í sal Tónlistarskólans í Garðabæ. Áður en keppnin fór fyrst fram fyrir þremur árum, höfðu farið fram umræður á aðalfundum sambandsins og sýndist sitt hverjum. Undirritaður hélt fram þeirri skoðun að mótið þyrfti að fara fram áriega, þannig að hefð gæti skapast. Hann var þar f minnihluta og meirihlutinn sam- þykkti síðan að halda mótið á þriggja ára fresti. ítengslum við þetta kemurýmislegt upp í hugann þegar síðasta keppni er skoðuð. Þegar keppnin 2010 var haldin sendu átta kennarar keppendur. Þeir störfuðu víða um landið. Einn kennari var á Akureyri, Húsavík, Hellu og Flúðum. Fimm kennarar voru á höfuðborgarsvæð- inu. Þessir átta kennarar sendu þrettán keppendur. Þróunin sem menn þóttust sjá hér fyrir þremur árum hefur kannski ekki orðið nákvæmlega sú sem vonast var eftir. í ár tóku níu keppendur þátt, þar af átta frá einum og sama kennaranum. Þetta eru ótrúlegar tölur. í vetur var haft samband við sömu kennara og síðast, en samkvæmt þeirra upplýsingum voru aðstæður núna allt aðrar. Nemendur ýmist hættir eða önnum kafnir við annað. Það liggur sem sé Ijóst fyrir að án nemenda Helgu Krist- bjargar hefði „Harmonikumeist- arinn“ 2013 ekki verið haldinn. Það ersmá huggun að eftir þrjú ár gæti Hetga verið að kenna, svo fremi sem hún verður ekki komin í fram- haldsnám erlendis. Þá gætu fleiri ungir kennarar hafa bæst í hópinn, en nokkrir eru vel á leið komnir í námi. Á síðastliðnum árum hafa nokkrir menntaðir harmonikukennarar starfað hér á tandi, en eftir að Fjodorov bræðurnir hurfu á braut ásamt Hrólfi Vagnssyni hefur þessi hópurþynnstverulega. Efsvotilvið- bótar verður erfiðleikum háð að tengja tónlistarskólana betur við harmoniku- félögin er sannarlega vá fyrir dyrum. Þó áhugi einhvers kennara hafi horfið með keppninni 2010 á það ekki að verða til þess að keppni sé alfarið hætt. Hafi áhugi fólks á keppninni dvínað þarf að skoða hvað gera þarf til að vekja áhugann og jafnvel skoða hvort of langt sé á milli keppna. Friðjón Hallgrímsson IFRETTUM VAR ÞETTA HELST Skitafrestur efnis fyrir næsta blað eri. sept. 2013. Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Gunnar Kvaran alf7@mi.is Álfalandi 7, 108 Reykjavík S: 568-3670 / 824-7610 Varaformaður: Elísabet Halldóra Einarsdóttir elisabete@heima.is Suðurhúsum 6,112 Reykjavík S: 587-3179 / 864-8539 Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sbh@talnet.is Breiðabólstað, 371 Búðardalur S: 434-1207 / 861-5998 Gjaldkeri: Sigurður Eymundsson koltrod21@simnet.is Koltröð 21, 700 Egilsstaðir S: 471-1333 / 893-3639 Meðstjórnandi: Frosti Gunnarsson hansdottir@simnet.is Vallargötu 3, 420 Súðavík S: 456-4928 / 895-1119 Varamaður: Aðalsteinn ísfjörð unnas@simnet.is Forsæti íob, 550 Sauðárkrókur S: 464-15AI / 894-1541 Varamaður: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 600 Akureyri S: 462-5534 / 820-8834 Aðalfundur SÍHU verður haldinn að Hótel Hamri íBorgarfirði helgina 20.-22. septem- ber í haust. Það eru Harmonikuunnendur Vesturlands sem bjóða til fundarins. Á Hótel Hamri er dágóður salur, þar sem vel er hægt að slá upp balli að hætti harmonikuunn- enda. Þetta verður sfðasti aðalfundurinn fyrir næsta Landsmót sem haldið verður á Laugum í Reykjadal sumarið 2014. Harmonikuunnendur Vesturlands sem sfð- ustu ár hafa haldið sitt sumarmót í Fannahlíð verða að færa sig í ár. Þeir verða í félags- heimilinu Miðgarði, sem er nánast í göngu- færi frá Akranesi. Þar mun aðstaða vera ekki síðri en í Fannahlíð. Þrjátíu Norðmenn frá Brpnnpy Trekkspill- klubb hafa boðað komu sína til íslands. Hér er um að ræða 15-20 spilara með ásamt fylgifiskum, sem ætla að dvelja á íslandi í eina viku. Hluta tímans dvelja þeir í Hótel Borgarnesi og taka þátt í„Nú er lag á Varma- landi“, um verslunarmannahelgina. Þar munu þeir leika á dansleikjum ogtónleikum ásamt harmonikuunnendum úr Reykjavík og víðar. Héraðsbúar sem undanfarin ár hafa haldið sitt sumarmót í Svartaskógi hafa nú ákveðið að söðla um og færa sig nær þéttbýlinu. Þeir verða í Fellabæ um verslunarmannahelgina. Þar er dansstaðurinn í göngufæri ogfleira aðeins í armlengd frá gestunum. Harmonikumót það sem stjórn SÍHU hafði jafnvel hugsað sér að halda í sumar ÍÁrbliki í Miðdölum, eins og f fyrra verður látið bíða. Ekki þótti ástæða til að halda mótið, þar sem talið var að það gæti jafnvel orðið til að skaða harmonikumót félaganna á svæð- inu. Miðað við þær hugmyndir hefðu þá verið harmonikumót fjórar helgar í röð á vesturhluta landsins. Sigurður Harðarson f Félagi harmonikuunn- enda í Reykjavík hefur sett saman mynda- síðu, sem er öllum aðgengileg. Þar er að finna Ijósmyndir, sem Sigurður, sem er mjög góður Ijósmyndari, hefur tekið í gegnum árin og kennir þar margra grasa. Hann og kona hans Harpa Ágústsdóttir eru miklir dansarar og útilegufólk, samkvæmisljón í bestu merk- ingu orðsins. Sigurður hefur þó alltaf tíma til að taka myndir. Þarna má sjá ríflega tíu ár af skemmtunum FHUR og fleiri félaga. Tengingin er www.harmoniku-unnendur. com. Bergmann Óli Aðalsteinsson sem sigraði Harmonikumeistarann 2013 verður tekinn tali í haustblaðinu. 3

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.