Harmonikublaðið - 01.05.2013, Síða 5
medal áfangastaða hafa verið Hof í Öræfum,
Borgarfjörður eystri, Skúlagarður í Keldu-
hverfi, Reykjanes við ísafjarðardjúp, Þórs-
höfn, Hrísey, Grímsey og lengst höfum við
farið til Færeyja árið 2000, en þá var Harm-
onikufélagið Nikkólína og Harmonikufélag
Rangæinga einnig með í för. Þetta hafa verið
afskaplega skemmtileg ferðalög og margir
frábærir tónlistarmenn verið með í hópnum
í gegnum tíðina. Það sem oft er eftirminni-
legast er þó þær einstöku móttökur sem við
sveitafólkið höfum oft fengið eins og t.d. í
Grfmsey þegar okkur var öllum boðið í
siglingu umhverfis eyna í bátum heimamanna
með afar skemmtilegri leiðsögn.
EinnigstjórnaðiégSöngfélaginuVorboðanum
í þónokkur ár og fleiri samkórum og söng-
hópum og núna stjórna ég kór eldri borgara
í Dölum. Svo verður að nefna karlakórinn
Frosta, sem stofnaður var til að syngja á
árshátíð til fjáröflunar fyrir lítið frystihús í
sveitinni. Það þurfti að gera við frystivélarnar
og ekki digur sjóður til að kosta viðhaldið,
en frystihúsið var hið mesta þarfaþing. Því
var ákveðið að halda bara árshátíð og fjár-
hagnum var bjargað það árið. Þannig var
rekstur frystihússins ekki ríkisstyrktur heldur
tónlistarstyrktur.
Harmonikufélagið Nikkólína var stofnað 7.
nóvember 1981, við vorum 10 stofnfélagar. í
dag eru félagarnir held ég rúmlega 50. Ég held
að ég hafi mætt á flest landsmót SÍHU, á þau
fyrstu bara til að njóta dagskrárinnar en svo
tók Nikkólína í fyrsta sinn þátt í tónleikum
harmonikufélaganna á fjórða landsmótinu að
Laugum í Þingeyjarsýslu 1990 og allar götur
síðan. Stundum undir minni stjórn en
stundum annarra. Á meðan ég kenndi á
harmoniku var sérstaklega gaman að geta
fengið nemendurna til að taka þátt í starfi
Nikkólínu og spila með á landsmótum. Því
miðurerenginn nemandi á harmoniku núna
við tónlistardeild Auðarskóla, áður Tónlistar-
skóla Dalasýslu. Það er mjög miður og ósk-
andi að úr því rætist sem fyrst.
Fyrsta hljóðfærið?
Fyrsta hljóðfærið mitt var harmonika sem ég
keypti þegar ég var íTónskóla þjóðkirkjunnar
árið 1953,15 ára. Þetta var Orfeo 120 bassa
og kostaði 3.950 krónur. Ég átti til rúmlega
4.000 krónur inni á sparisjóðsbók þannig að
ekki var mikið eftir af sparnaðinum þegar búið
var að greiða fyrir harmonikuna. Ég spurði
Sigurð Birkis hvort ég mætti æfa mig á
harmonikuna eftir eyranu og hann sagði það
upplagt, þá gæti ég látið kirkjukórinn dansa
þegar ég væri búinn að æfa hann. Ég fór svo
í nokkra harmonikutíma hjá Magnúsi Péturs-
syni píanóleikara 1957, hann kenndi hjá Karli
Jónatanssyni. Svo var ég orðinn svo blankur
að ég fór á vertíð í Grindavík, en harmonikan
fylgdi með þangað. Ég hef bara átt 4 harmon-
ikurum ævina. Núna á égZeroSette harmon-
iku sem er mjög hljómfalleg og skemmtileg.
Fyrsta ballið sem ég spilaði á var á Staðar-
felli 1955, sama kvöld var ball á Laugum og
5
Halldór á fullu í heyskap sumarið 2012
Hversu lengi sinntir þú tónlistarkennslu í
Dölum?
Tónlistarskóli Dalasýslu var stofnaður 1976
og ég var beðinn að taka að mér stunda-
kennslu strax á fyrsta starfsárinu, þá kenndi
ég á Laugum þar sem var heimavistarskóli
fyrir sveitirnar. Fljótlega fór ég einnig að
kenna eldri nemendum í félagsheimilinu
að Staðarfelli, það voru nokkrir góðbændur
úr sveitinni sem höfðu áhuga á að auka
tónlistarkunnáttu sína. Það var mjög
skemmtilegur tími, en auðvitað var þetta
mjög tímafrekt vegna þess að vetrarsam-
göngurvoru ofterfiðará þessum árum. Ég
var svo fastráðinn tónlistarkennari frá 1984
önnur tónlistariðkun?
Á nýársdag 1957, tæplega 19 ára gamall,
spilaði ég f fyrstu messu sem organisti í
Staðarfellskirkju, þetta eru þá núna orðin
rúmlega 56 ár í starfi þar. Spilaði reyndar
stopult fyrstu árin vegna annarra starfa,
meðal þeirra sem leystu mig af við orgelið
þá var Guðbjörg Helga systir mín og Sigríður
Halldórsdóttir á Orrahóli. Svo bættist
Hvammskirkja við um 1962, þá Dagverðar-
neskirkja og á tímabili spilaði ég einnig í
Skarðskirkju. í dag er ég organisti í öllum 7
kirkjum Dalaprestakalls.
Kirkjukórinn varfyrsti kórinn sem égstjórn-
aði, en í gegnum tíðina hafa þeir verið
Spilað með Nikkólínu á Jörvagleði
og kenndi þá bæði íBúðardalogá Laugum
og síðan skólastjóri tónlistarskólans frá
1994-2008, en þá varð ég sjötugur og hætti
vegna aldurs. Að vísu kenndi ég stunda-
kennslu áfram í þrjá vetur í viðbót. Mín
aðalkennsluhljóðfæri voru harmonika,
píanó, orgel og trommur, en svo var ég líka
með hópa í blokkflaututímum seinni árin,
það var frumraun mín í blásturshljóðfæra-
leik.
margir. Má nefna Þorrakórinn, honum hef
ég stjórnað frá stofnun hans 1962 og er enn
að. Kórinn var upphaflega stofnaður til að
skemmta á þorrablóti Fellsstrendinga, en
síðan varstarfsemin aukin ogi982 varfarið
í fyrstu söngferðina af mörgum, eftir sauð-
burð var haldið norður íÁrnes ÍTrékyllisvík
á Ströndum þar sem haldin var kvöld-
skemmtun með kórsöng og gamanmálum
og á eftir var svo harmonikudansleikur.
Þessi ferð tókst svo vel að síðan hefur kór-
inn og hljómsveit ferðast víða um land,