Harmonikublaðið - 01.05.2013, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Síða 6
flestir fóru þangað. En síðan þá hefégspilað víða á dansleikjum, með ýmsum góðum spilafélögum. Fyrr á árum voru dansleikir yfirleitt fram undir morgun, eða bara eins lengi og fólk hafði úthald til að dansa. Það var ekki spurt um úthald hljóðfæraleikar- anna. Einu sinni fór ég til að spila á dansleik á Ingjatdssandi seinni part sumars sennilega upp úr 1980. Við vorum þrír spilafélagarnir, ég, Jón Benediktsson og Ragnar Ingi Aðal- steinsson. Um langan og hrjóstrugan veg var að fara, en merkilegt nokk þá komumst við þangað á Fiat Uno allir þrfr og öll hljóð- færin. Það eru meðmæli með Fiat Uno. í annað sinn var ég beðinn að spila á balli að Reykhólum. Færðin var leiðinleg, mikill lausasnjór. Ég fékk Lárus Jensen til að keyra mig, hann átti góðan bfl. Á bakaleið höfðu fallið amk. tvö snjóflóð í Gilsfirðinum, þannig að færðin var ekki glæsileg. Lárus var laginn og náði að láta bflinn mala sig hægt og rólega f gegn um höftin og heim komst ég um ellefuleytið um morguninn og fór beint f fjárhúsin að sinna gegningum. Hins vegar hafði Ólaffa kona mfn skroppið á kvenfélagsfund að Orrahóli í sömu sveit kvöldið áður og var ennþá veðurteppt þar, þó innansveitar væri! Hverja telur þú framtíð harmonikunnar? Ég er bjartsýnn á framtíðina. Það er fullt af góðum hljóðfæraleikurum í Dölum og frá- bært ungt fólk að koma upp um allt land sem mun auka vegsemd og virðingu hljóð- færisins. Það erframtíðin. Að lokum? Þetta hefur verið mikið og gefandi starf í gegn um tíðina og margar skemmtilegar minningar tengjast tónlistinni. Ég vona að tónlistarstarf í Dölum og landinu blómgist áfram um ókomin ár. Það var svo hérna um árið þegar Nikkólína var að koma sér fyrir á tónleikasviðinu á landsmótinu í Reykjanesbæ, taugar margra voru þandar, stress og allir töluðu í einu. Þá sagði Pétur Bjarnason, sem var kynnir, við mig að hér ættu við orð Nóbelsskálds- ins: Þetta endar allt einhvern veginn, þótt sumir efist um það á tímabili. Við kveðjum Halldór og þökkum fyrir spjallið. Lokaorðin gefa ástæðu til bjart- sýni. FH FRÁ HARMONIKUFÉLAGISELFOSS Hljómsveit HFS Af starfsemi Harmonikufélags Selfoss er helst að nefna að haldnir voru haust- og vordansleikir, nú síðast 20. apríl. Var sá dansleikur vel sóttur. Einnig hafa félagsmenn heimsótt flestalla leikskóla sem fyrirfinnast á Selfossi og nágrenni. Einnig hefur verið farið á elliheimili og hjúkrunarstofnanir og spilað fyrir vistmenn. Alls staðar var gerður góður rómur að og allir skemmtu sér konunglega, börn og fullorðnir. Nýlega er kominn út geisladiskur frá félaginu. Diskurinn heitir Vangaveltur eftir samnefndu lagi Þorsteins Guðmundssonar (Steina Spil). Á diskinum er mjög fjölbreytt efni, fslenskt og erlent, flutt af hljómsveit félagsins og nokkrum einleikurum. Birgir Hartmannsson leikur eigið lag, Kvöld við Úlfljótsvatn. Frfmann Helgason leikur Horft í eldinn, en það lag samdi Helgi Eyjólfsson faðir Frímanns. Guðmundur ÆgirTheodórsson leikur Tarantella France. Útsetningar velflestra laganna á diskinum gerði Helgi E. Kristjánsson, sem einnig annaðist upptökur, hljóðblöndun og frágang disksins. Næsti viðburður félagsins verður svo útileguhátíð í Básnum í Ölfusi helgina 7.-9. júní næstkomandi. Birgir Hartmannsson Frímann Helgason Guðmundur Theodórsson 6

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.