Harmonikublaðið - 01.05.2013, Page 7

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Page 7
HARMONIKAN ILEIKSKOLUM LANDSINS Gudrun Guðjonsdottir, HialmarÞorJóhann inarsdottir Eftir me engy Við óskuðu lísabetH. I 1 lumyið einn frjálsan að $nerta harmon- ir að börnin lærðu aráðuren við kæmum svo allirgætu danssporum og hreyfingum dans og að honui ikuborðið og lögin.textanaog notið sín. Við fengum á annan tugharmonikuleikara frá Félagi harmonikunn- enda f Reykjavík og Harmonikufélagi Reykjavíkur til liðs við okkur og höfum þegar heimsótt u.þ.b. 40 teikskóla, í Garðabæ, Hafnar- firði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi. Petta var mjög ánægjuleg stund fyrir alla og sums staðar voru auglýst harmonikuböll á teikskólunum. Börnin tóku vel undir í söng og dönsuðu með og gleði skein á hverri brá. Mörg þeirra vissu að Samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er með verkefni í gangi sem nefnist „Harmonikan í leikskólum landsins". Þetta byrjaði árið 2009 þegar Harmonikufélag Reykjavíkur gerði samn- ingvið Félagsstarfið í Gerðubergi um þátttöku íverkefninu „Kyn- slóðirnar saman í Breiðholti“ og tóku nokkrir félagar í H.R. þátt f því. Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þ. Jóhannson héldu svo áfram og heimsóttu fleiri leikskóla en sáu fljótt að þetta væri þeim ofviða. Á haustfundi S.Í.H.U. á Laugum í Sælingsdal 2012 kom tillaga frá Guðrúnu Guðjónsdóttur um að S.Í.H.U. tæki að sér að kynna harmonikuna á leikskólum landsins. Sú tillaga var samþykkt samhljóða. Formaður S.Í.H.U. Gunnar Kvaran brást heldur betur vel við enda hafði hann ásamt nemanda sínum, Bergþóru Jóns- dóttur, heimsóttnokkra leikskóla. Gunnarkynntist þvíverkefninu og gerði sér Ijóst gildi þess að kynna harmonikuna á leikskólum því „lengi býr að fyrstu gerð.“ í byrjun janúar bað hann undirritaðar að hafa umsjón með þessu verkefni og hittumst við yfir kaffibolla í janúar og lögðum á ráðin um framkvæmdina. Fyrsta verk okkar var að semja bréf sem við sendum öllum for- mönnum harmonikufélaganna í lok janúar og þar var verkefnið kynnt og sagt frá kveikjunni að því. Við báðum um ábendingar þar sem bréf til leikskólastjóra yrði sent u.þ.b. viku síðar. Engar athugasemdirvoru gerðarsvo við sendum bréftil leikskólastjóra um land allt. Við buðum þessar heimsóknir til leikskólanna að vori og hausti, þeim að kostnaðarlausu og lögðum áherslu á að: Við teljum harmonikuna menningararf sem ekki megi glatast í tölvuheiminum. Samræmd dagskrá var í boði fyrir allt landið: Skósmfðadansinn (Fyrst á réttunni), Óti skans, Karl gekk út um morguntíma (fingrapolki) og Kátir voru karlar, með viðeigandi Leikskolabörn i leikskolanum Vmagerdi hljóðfærið héti harmonika. Þau pössuðu líka velað við spiluðum öll lögin sem þau höfðu æft. Allir harmonikuleikararnir höfðu mikla ánægju af heimsóknunum enda eru börnin og starfsfólkið miklir gleðigjafar og börnin svara eins og þeim einum er lagið. Á nokkrum leikskólum var skipt í tvær deildir og þá spilað fyrir yngri og eldri deild sama dag. Formenn landsbyggðarfélaganna sáu um framkvæmdina úti á landi. Þar óskuðu margir leikskólar eftir heimsóknum og harmon- ikuleikarar víða um land hafa orðið við þeim beiðnum. Þar sem ekki eru starfandi félögvarfundinn harmonikuleikari sem bjarg- aði málum. Við höfum fengið fréttir af góðum undirtektum á landsbyggðinni og almenn ánægja er þar með þetta framtak. Víða má sjá umfjöllun um heimsóknirnar í bæjarblöðum og á sfðum leikskólanna. Áætlað er að verkefnið haldi áfram í haust og þá verður bætt við fleiri lögum. Við viljum nota tækifærið og koma þakkarkveðjum til ykkar allra sem hafa komið að verkefninu. Með harmonikukvedju frá okkur, Elísabet H. Einarsdóttir og Guðrún Guðjónsdóttir. Guðrún Guðjónsd harmonikuna leikskólabarn að athuga 7

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.