Harmonikublaðið - 01.05.2013, Side 8

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Side 8
FRETTIR OG HUGLEIÐINGAR UR HUNAÞINGI Nú líður óðum að hinum árlegu sumarhá- tíðum hjá okkur harmonikuunnendum um land allt. Við Húnvetningar og Dalamenn hófum atvöru undirbúning með fundi í byrjun aprílmán- aðar, vegna fjölskylduhátíðinnar f Ásbyrgi. Pessi fundur var með allra skemmtilegasta móti, því Nikkólína bauðst til að koma til okkar Húnvetninga á fund í Ósbæ og leika síðan fyrir dansi á eftir. Við í H.U.H. eigum nefnilega húsnæðið Ósbæ, að Þverbraut 1 á Blönduósi, en Nikkólína hefur hreint frábæra hljómsveit að bjóða. Það er skemmst frá því að segja að úr þessu varð hin besta skemmtun, fundur hófst um klukkan sex, síðan borðuðum við saman að loknum fundi klukkan sjö og fórum að dansa klukkan átta og var dansað af miklum móð til klukkan ellefu. Gestir okkar þetta ágæta kvöld voru ásamt stórsveit Nikkólínu, félagar úr dans- klúbbnum Hvelli f Skagafirði og tryggir dans- félagar úr Húnaþingi. Þökkuðum við öllum þessum góðu gestum fyrir komuna með kaffihlaðborði á eftir. Dagskráin íÁsbyrgi verðurmeð hefðbundnu sniði 14.-16. júnf, það er stórsveit Nikkólínu sem leikur fyrir dansi á föstudagskvöld. Kaffi og skemmtidagskrá verður á laugardag og hljómsveit Sveins Sigurjónssonar og ef til vill einhverjir fleiri leika fyrir dansi á laugardags- kvöldið. Aðstaðan í Ásbyrgi er mjög góð, sturtur, heitur pottur o.fl. Annars er það að frétta af okkar litla félagi H.U.H. að helsta starfsemin er rekstur Ósbæjar, húsi H.U.H., sem byggist eingöngu á sjálfboðavinnu og eljusemi örfárra félaga. Við tókum einnig þátt í verkefninu Harmon- ikan íleikskólum landsins, þar sem Jóhann Viðar Aðalbjörnsson heimsótti leikskólana á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd. Jóhann Viðar hafði einnig með sér litlu nikk- una sína og hjálpaði börnunum að spila á hana. Heimsókn þessi tókst íalla staði mjög vel, og kunnum við þeim er að henni stóðu bestu þakkir fyrir. En nú er sumarið loksins að birtast okkur, eftir kaldan og langan vetur og væntum við þess nú að fá gott sumar ekki aðeins veður- farslega, heldur einnig hvað varðar okkar frábæru harmonikuhátíðir um land allt. Þessar hátfðir eru svo sérstakar, þar sem allir þekkja alla og eru vinir, jafnvel áður en þeir vita hvað fólkið heitir. Það eina sem okkur vantar er að.unga fólkið komi til okkar og kynnist því af eigin raun, hversu gefandi og skemmtilegur félagsskapur þetta er. Af því að því trúir enginn, nema sá sem kynnst hefur því af eigin raun. Þess vegna finnst mér eiga svo vel við þennan félagsskap Ijóð Einars Kolbeinssonar, sem ég læt fljóta hér með. Ljóðið heitir Vinir. í garði lífsins gróa blóm, sem glæða vorsins enduróm, og göfga andans hlýja hljóm. Hjartans efla rætur. -Og blómstra síðan bæði daga og nætur!- Þó að myrkrið sæki svart, sölna blöðin þeirra vart, áfram verða okkar skart. Öllu böli hafna. -í garði lífsins góðir vinir dafna!- En blómin þurfa besta skjól, þá brosa þau á móti sól. öll sem þarna áður kól, aldrei lifna aftur. -Að eilífu er þrotinn þeirra kraftur!- Því skal beðið vökva vel, með virðingu ég albest tel. Hlýlegt sýna hugarþel, hjartans gleði fanga. -í garðinum þá góðu blómin anga!- Þannig getur lífsins leið, lengst af verið okkur greið. Eilfflega beðin breið, birtu hjartað fylla. -í kærleikshljóminn strengi okkar stilla!- Einar Kolbeinsson, ortí desember 2001. Sólveig Inga Friðriksdóttir AF EYFIRÐINGUM Frá því að vetrarstarfið byrjaði síðastliðið haust hafa þríralmennirfélagsfundirverið haldnir í húsinu okkar við Laxagötu. Á þeim hafa félagar og gestir þeirra mætt til að hlusta á harmonikutónlist, ræða saman og gæða sér á kaffi og kökum. Félagarnir skiptust á um að leika á hljóðfærin. Leikfélag Akureyrar óskaði eftir samstarfi við harmonikufélagið í október. í framhaldi af því tóku sex félagar okkar þátt í leikritinu Leigumorðingjanum, sem L.A. sýndi íleik- húsinu í nóvember. í því var mikið leikið á harmonikur og var aðsókn góð. Fyrir ára- mót spiluðu nokkrir félagar þrjá laugardaga í desember á Glerártorgi, eins og venja hefurverið undanfarin ár. Öðru hvoru í allan vetur hefur félagið staðið fyrir heimsóknum í leikskóla bæjarins, þar sem félagsmenn hafa skipst á um að kynna harmonikuna og leikið fyrir börnin. Börnin hafa fagnað þessum heimsóknum vel og bæði sungið og dansað af krafti eftir hljóð- fallinu. Á vordögum fóru átta félagar að æfa kirkju- tónlist, og tóku í framhaldi af því þátt í harmonikumessu sem haldin var í Akur- eyrarkirkju undir stjórn séra Svavars Jóns- sonar. Við messuna var leikið undir sálma- söng safnaðarins sem Petra Björk Pálsdóttir stjórnaði. Harmonikufélagar léku einnig fyrirdansi sem þjóðdansafélagiðVefararnir stóðu fyrir undir messunni, en þeir fengu söfnuðinn til að hreyfa sig í takt við tónlist- ina. Góður rómur var gerður að þessari nýbreytni og eru því líkur á að hún muni verða endurtekin síðar. Auk alls þessa hafa átta dansleikir verið haldnir fvetur f Lóni við Hrísalund. Þeirhafa að jafnaði verið vel sóttir. Síðasti dans- leikurinn var á harmonikudaginn sem hófst með tónleikum og kaffihlaðborði. Þar komu fram þrjú ungmenni úrtónlistarskóla Akur- eyrar ásamt kennara sínum, Ingva Vaclav. í framhaldi af því léku nokkrir af félags- mönnum okkar. Filippía Sigurjónsdóttir 8

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.