Harmonikublaðið - 01.05.2013, Qupperneq 9
NIKKÓLÍNA ENN UNG í ANDA
Þó Nikkólína sé komin vel á fertugsaldurinn er hún ung í anda og
heldursínu striki.
Haldið var upp á Harmonikudaginn með því að spila fyrir heim-
ilismenn á Silfurtúni í Búðardal 9. maí á degi aldraðra.
Starfsemin ívetur hefurverið með hefðbundnum hætti, æfingar
á 2ja vikna fresti þegar því var við komið. Félagið hefur aðstöðu
tilæfinga íhúsnæðiTónlistardeildarAuðarskóla ogá æfingunum
er bæði spilað og spjallað og alltaf eru bornar fram veitingar.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður hélt upp á 30 ára afmæli sitt
20. okt sl. í Dalabúð og fékk Nikkólínufélaga til að halda uppi fjöri
á dansleik eftir hefðbundin afmælisatriði og var þar mikið fjör og
dansað af krafti. í veislunni var m.a. boðið upp á eiturgrænan
drykk og tilgangurinn eflaust sá að snúa sem flestum til réttrar
trúar. Sagan segir að sumir hafi pissað grænu í marga daga á eftir,
allt upp ívikul!
Nikkólína fer öðru hverju og spilar fyrir heimilisfólk á dvalar-
heimilunum, en þau eru 3 á svæðinu: Hjúkrunarheimilið Fellsendi
í Miðdölum, Silfurtún í Búðardal og Barmahlíð á Reykhólum.
Nikkólínufélögum er ákaflega vel fagnað í þessum heimsóknum
og er oft bæði dansað og sungið með.
Jörvagleði, menningarhátíð Dalamannavarhaldin um sumarmálin
með fjölbreyttri dagskrá ítali ogtónum ogmargskonarsýningum.
Þar kom Nikkólína fram á kosningagleði í Dalabúð laugardaginn
27. apríl ásamt fjölda tónlistarfólks úr Dölum og ungu fólki úr
Ólafsvík að ógleymdum Páli Óskari sem tók nokkur lög á kosn-
ingagleðinni oghéltsíðan dansleiksíðar um kvöldið. Að lokinni
setningu Jörvagleði á Sumardaginn fyrsta fóru nokkrir félagar úr
Nikkólínu og spiluðu í Barmahlíð á Reykhólum, en þar var haldið
upp á 25 ára afmæli dvalarheimilisins.
Nú stendur yfir sauðburður í sveitum í Dölunum eins og um allt
land. Á meðan liggja æfingar niðri því flestir spilarar tengjast
sveitabúskapnum á einn eða annan hátt. En ekki má taka langt
hlé því 14. - 16. júnf halda Nikkólína og Harmonikuunnendur í
Húnavatnssýslum Harmonikuhátíd fjölskyldunnará Laugarbakka
íMiðfirði. Af þvítilefni buðu Húnvetningarokkurá undirbúnings-
fund í Ósbæ á Blönduósi 6. apríl og tóku þar höfðinglega á móti
okkur með kaffiveitingum og síðar kvöldmat eftir fundinn. Nik-
kólfna spilaði síðan fyrir dansi í 3 tíma og mættu þar félagar úr
dansklúbbnum Hvelli og fólk frá Blönduósi og sveitunum f kring.
Að loknu dansiballi buðu Húnvetningar síðan öllum viðstöddum
í kaffi og meðlæti svo allir fóru saddir og sælir heim. Nikkólínu-
félagar hlakka til að eiga góða helgi með vinum sínum Húnvetn-
Nikkólína spilar fyrir heimilisfólk og gesti ítilefni Harmonikudagsins
Gestir njóta veitinga á Silfurtúni í boði kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur
Ríkarður, Halldðr, Jón, Melkorka og Jóhann. Á myndina vantarÁsgerðiJónsdóttur
ingum og vona að sem flestir harmoniku- og dansunnendur sjái
sér fært að mæta og skemmta sér með þessum góðu nágranna-
félögum.
Ásgerður og Melkorka.
Gód stemning var á Silfurtúni á degi aldradra
9