Harmonikublaðið - 01.05.2013, Page 10

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Page 10
HARMONIKUMEISTARINN 2013 Keppnin um Harmonikumeistarann 20i3fórfram íTónlistarskóla Garðabæjar laugardaginn 13. apríl. Til keppninnar hafði verið boðað með dágóðum fyrirvara, en þrátt fyrir það var þátttakan minni en vonast hafði verið til. Til keppninnar mættu níu keppendur. Fimm íyngsta flokknum og fjórir í miðflokki. Að þessu sinni skráðu sig engir í efsta flokki og olli það miklum vonbrigðum. Fyrir þremur árum voru þrettán þátttakendur í þremur flokkum. Kynjaskipting var nokkuð jöfn núna, fimm piltar og fjórar stúlkur. Sú breyting var frá þeirri keppni að nú sáu keppendur alfarið um lagavalið, en engin skyldulög komu frá keppnisstjórninni. Þetta var gert til að auka á fjöl- breytnina í lögunum, en það getur verið þreytandi að hlusta á sama lagið íannað hvert skipti, heila keppni. Til að dæma keppn- ina voru fengnir þeir Einar Guðmundsson, Reynir Jónasson og Sigurður Alfonsson, Sigurður forfallaðist á síðustu stundu og hljóp þá Reynir Sigurðsson í skarðið. Allt eru þetta valinkunnir heiðursmenn. Sigurvegari varð 15 ára gamall Reykvíkingur, Bergmann Óli Aðal- steinsson, eftir jafna keppni. Bergmann Óli lékfyrst Ungverskan dans nr. 5 eftir Brahms og síðan Czardas eftir Monti. í yngri flokknum sigraði 11 ára gamall Suðurnesjamaður, Sigmar Frið- riksson, nemandi German Khlopin í Keflavík. Sigmar lék ítalska þjóðlagið Santa Lucia og Oh Susanna eftir Foster. Var sigur hans nokkuð öruggur. Milli sextíu og sjötíu áhorfendur mættu og skemmtu sérvel við að fylgjast með þessum ungu harmoniku- leikurum spreyta sigá sviði í alvöru keppni.Sigurvegararnirfengu áletraðan skjöld auk viðurkenningarskjals fyrir þátttökuna, sem allir keppendur fengu. Það var skemmtilegt að fylgjast með kepp- endunum ungu. Þeir tóku þessu af mismikilli alvöru, en ekki fór á milli mála að allir gerðu sitt besta. Verður fróðlegt að fylgjast með þeim í framtíðinni. Eins og áður sagði kepptu fjórir í miðflokknum þ.e. 13-16 ára. Þrír af þeim voru með íyngsta flokknum 2010. Þá voru tveir kepp- endur í miðflokki og þrfr í elsta flokknum. Sú breyting sem orðið hefur á þessum þremur árum er hins vegar alvarlegt mál, sem þarfnast skoðunar. í keppninni 2010 sendu átta kennarar þrettán nemendur. Nú sendu tveir kennarar níu nemendur, þar af annar þeirra Helga Kristbjörg Guð- mundsdóttir átta. German Khlopin sendi einn. Keppendum hafði sem sagt fækkað um fjóra, en kennurum, sem sendu kepp- endur, um sex. Þarna er á ferðinni þróun, sem ekki lítur allt of vel út. Það er þó örlítil huggun að samkvæmt upplýsingum kenn- ara, eru margir nemendur í tónlistar- skólum, sem vonast má eftir í næstu keppni. Harmonikumeistarinn 2013, Bergmann Óli Aðalsteinsson tekur vid sigurlaununum. Sigurvegarinn íyngri en tólfára flokknum Sigmar Fridriksson tekur við sínum sigur- launum. Myndir: Sigurður Harðarson Hér fylgir listi yfir alla keppendur og keppnislög þeirra. 12 ára ogyngri Lög Höfundar Breki Halldórsson Bachmann James Bond Monty Norman Fram í heiðanna ró Þjóðlag Freyja Þórisdóttir Krummavísur The Can Can íslenskt þjóðlag Tinna Chloé Kjartansdóttir Stóra Skrúðgangan Palmer-Hughes Vieni sul mar ítalskt þjóðlag Katla Steinþórsdóttir The caissons go rolling along Vive l’amour. E.C.Gruber Sigmar Friðriksson Santa Lucia ítalskt þjóðlag Oh Susanna Steven Foster 13-16 ára Lög Höfundar Iðunn Pálsdóttir Stef úr Ungverskri Rapsodíu nr. 2 F. Lizt Pachelbel canon Johann Pachelbel Runólfur Bjarki Arnarsson Indifference E. Murena Czardas Mont Ingimarjónsson La Cucaracha Þjóðlag Bergmann Óli Aðalsteinsson Comedians’ dance G. Kabalevsky Ungverskur dans nr. 5 J. Brahms Czardas Monti 10

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.