Harmonikublaðið - 01.05.2013, Page 18

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Page 18
TÓNLEIKAFERÐ 2012 - JÓN ÞORSTEINN REYNISSON í maí 2012 fór ég í hringferð um landið sem mun verða mér ógleymanleg fyrir margra hluta sakir. Tilefnið var að halda tónleika fyrir landsmenn og safna með því bæði reynslu og örlitlum fjármunum fyrir væntantegt nám í Det Kongelige Danske Musikkonservatorium um haustið. Með í för voru kærastan Raketog Borsini harmonikan en þærgegndu báðarveigamiklu hlutverki í ferðinni. Rakel sem áður hafði hannað atlt sem varðaði auglýsingar, tónleikadagskrá og vefsíðu, gegndi hlut- verki miðasöludömu, bókhaldara og alhliða aðstoðarkonu harmonikuleikarans. Harmonikan sá svo nokkurn veginn um rest. Auglýstir voru 17 tónleikar á 14 dögum og myndi ég byrja og enda hringinn í mínum skagfirsku heimahögum. Miðvikudaginn 2. maí hélt ég upphafstónleika ferðarinnar í Hofsósskirkju. Það var byrjað af krafti, en ég spitaði megnið af prógramminu tvisvarþví um helmingurtónleikagesta mætti hálftíma of seint vegna villu í auglýsingu sem borin var inn á öll heimili í firðinum. Það var þvf gott að fá hvíld daginn eftir. Föstudaginn 4. maí keyrðum við til Siglufjarðar þar sem hin volduga kirkja bæjarins beið í öllu sínu veldi. Einu sinni áður hafði ég spilað í Siglufjarðarkirkju og líkaði það afar vel og ekki varð ég heldur fyrir vonbrigðum f þetta skiptið. Laugardaginn 5. maí hélt ég tónleika ísalnum Hömrum í Menn- ingarhúsinu Hofi kl. 14. Ég hitti þvf miður ekki vel á með tíma- setningu því að á sama tíma var Harmonikufélag Eyjafjarðar með tónteika annars staðar í bænum ítilefni af harmonikudeg- inum. Að tónieikum loknum keyrði ég austur f Breiðumýri þar sem ég spilaði um kvöldið. í húsið mættu áheyrendur sem búnir voru að hlusta á harmonikutónlist allan daginn. Þingeysk þrautseigja. Sunnudaginn 6. maí keyrðum við til Egilsstaða og spitaði ég f Egilsstaðakirkju kl. 14. Eftir tónleika héldum við svo áfram í örlítilli snjókomu til Eskifjarðar þar sem tónleikar í Menningar- miðstöðinni á Eskifirði voru á dagskrá kl. 17. Ég get fullyrt að það hús er eitt af bestu tónleikahúsum á landinu. Mánudaginn 7. maí tókum við daginn snemma og keyrðum af stað áleiðis til Hafnar í góðu veðri enda löng leið framundan og margt fallegt að skoða. Á Höfn hittum við beint inn á nem- endatónleika tónlistarskólans þar sem mér var boðið að taka eitt lag í lokin til að auglýsa tónleikana mína sem ég hélt í Hafnarkirkju um kvöldið. Þriðjudaginn 8. maí tókum við aftur daginn snemma og nýttum hann til að skoða það sem hið faltega Suðausturland hefur upp á að bjóða. Tókum við okkur góðan tíma við jökulsárlón og skelltum okkur í siglingu. Áfram lék veðrið við hvurn sinn fingur. Um kvöldið spilaði ég ÍVfkurkirkju. Miðvikudaginn 9. maí sváfum við út og skelltum okkur svo í smá skokk um staðinn. Það var gott að fá ferskt sjávarloftið í lungun, maður var endurnærður þegar við héldum ferð okkar áfram. Um kvöldið spilaði ég í Safnaðarheimilinu á Hellu og eftir gott eftirtónleikaspjall keyrðum við svo áfram í Reykholt þar sem við gistum yfir nóttina. Fimmtudaginn 10. maí notuðum við að mestu leyti til afslöpp- unar í góðu yfirlæti gestgjafanna. Um kvöldið hélt ég svo tónleika f Skálholtsdómkirkju, sem er ekkert annað en stór- mögnuð upplifun, ótrúlegt tónleikahús. Föstudaginn 11. maí voru áætlaðir tónleikar í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Það er skemmst frá því að segja að tónleikagestir voru 3 talsins. Það hafði nefnilega fyrirfarist auglýsing sem átti að birtast íVíkurfréttum og því fátt um aðrar auglýsingar á svæð- inu, réttara sagt engin. En þessir þrír gestir voru ómetanlegir og ber ég þeim miklar þakkir fyrir að mæta. Laugardaginn 12. maí hélt égtónleika ÍTónbergiáAkranesi kl. 14. Það var alveg ný upplifun fyrir mig að spila í því húsi og frábrugðið öllu því sem ég hef áður prófað, en þar er hægt að stilla hljómburð í gegnum tölvu. Þvínæst var ferðinni aftur haldið til Reykjavíkur og leikið í Fríkirkjunni í Reykjavík um kvöldið. Sunnudaginn 13. maí keyrðum við í bálhvössu veðri yfir f Borgarnes þar sem ég spilaði í Borgarneskirkju kl. 16. Að þeim loknum keyrðum við áfram áleiðis til Búðardals þar sem ég ætlaði að spila í Hjarðarholtskirkju kl. 20:30. Misskilningur hafði orðið með tímasetningu og þvf ekki búið að kveikja upp í kirkjunni fyrr en klukkutíma fyrir tónleika. Hitastig innandyra því lágt. Gestirnir 3 settust á fremsta bekk og var nálægðin slík að þeir hefðu ekki þurft nema að teygja sig fram úr sætinu til þess að snerta harmonikuna. Við vorum því ekki nema 5 í kirkjunni, ég, Rakel og gestirnir. Þetta skapaði hinsvegar ótrú- lega sérstaka og notalega stemningu sem ég mun aldrei gleyma. Mánudaginn 14. maí var komið að næstsíðustu tónleikunum og voru þeir haldnir í Hvammstangakirkju. Eftir tónleika keyrðum við svo áfram norður á Sauðárkrókogvartilfinningin góð að vera komin aftur heim. Þriðjudaginn 15. maí spilaði ég svo lokatónleika þessarar fyrstu tónleikaferðar minnar um landið í Frímúrarasalnum á Sauðár- króki. Tónleikarnir heppnuðust vel og var tilfinningin frábær að þeim loknum að hafa lokið við þetta markmið sem við settum okkur. Kvöldið var svo fullkomnað þegar kom í Ijós að fyrir tilstuðlan Rakelarogmömmu minnarvoru léttarveitingaróvænt f boði fyrir tónleikagesti og mig. Þessi ferð var stórskemmtileg og mögnuð lífsreynsla, en einnig mikill lærdómur. Allur undirbúningur ferðarinnar var eitthvað sem ég var að fást við í fyrsta skipti og mun ég gera margt öðruvísi næst þó svo að margt hafi heppnastvelíþetta skiptið. En mest um verð þykir mér hinsvegar sú reynsla sem ég öðlað- ist sem tónlistarmaður. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem studdu mig og hjálpuðu í þessari ferð. Það fjölmarga fólk sem kom á tónleikana og einnig það sem á annan hátt styrkti mig bæði með orðum og gjörðum. Án þeirrar hjálpar hefði þetta aldrei verið mögulegt. Kærar þakkir til ykkar allra .Jón Þorsteinn Reynisson, harmonikuleikari. 18

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.