Harmonikublaðið - 01.05.2013, Page 24
ÓlafurTh. Ólafsson
Höfundur Vals íBreiðfirdingabúð er ÓlafurTh. Ólafsson listamaður á Selfossi, sem fædd-
ist í Reykjavík 3. október 1936. Lagið samdi hann árið 1955 en það hefur ekki birst áður
á prenti. Vals íBreiðfirðingabúð hefur náð nokkrum vinsældum og heyrist oft í útvarpi
hins hugsandi manns. Þegar Ijúflingurinn Gfsli Brynjólfsson lék inn á hljómdisk sinn á
Selfossi árið 2008 þótti tilheyra að valsinn eftir góðvin hans yrði með, enda lagið sérlega
fallegt. ÓlafurTh. hefurleikið á harmoniku um árabilogvareinn afstofnendum Harmon-
ikufélags Selfoss árið 1991, en þangað flutti hann 1965. Frægð hans og frami liggja þó í
öðru en tónsmíðum. Hann er myndlistarmaður af bestu gerð og hefur sem slíkur komið
að mörgu sem varðar harmonikuunnendur og félög þeirra. Þá hefur hann haldið ótal
sýningar á verkum sínum. ÓlafurTh. er kvænturSigrúnu Gyðu Sveinbjörnsdótturogeiga
þau þrjár dætur og einn son, en annan son misstu þau fyrir sjö árum.
Ótafur Th. Ólafsson.
24
Ritstjórinn