Harmonikublaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 26
HARMONIKUDAGURINN í FÉLAGSHEIMILINU Á ÞINGEYRI4. MAÍ 2013
Harmonikudagurinn sem Samband
íslenskra harmonikuunnenda ákvað að
halda árlega, var haldinn í umsjá Dýra-
fjarðardeildar í Harmonikufélagi Vestfjarða
en deildin nefnirsigHarmonikukarlarnirog
Lóa og nú síðar með styrkri aðstoð okkar
góðu söngkonu Eddu Arnholtz og hljóm-
borðsleikarans snjalla Lína Hannesar á
Þingeyri, en Dýrafjarðardeildin hefur séð
um framkvæmd Harmonikudagsins frá upp-
hafi með góðri aðstoð félaga og áhuga-
fólks úr nærliggjandi byggðarlögum.
Harmonikudagurinn 4. maí rann upp og
ekki var veðrið hagstætt til ferðalags,
hífandi rok, rigning og slyddubylur til fjalla
og því læddist að manni ótti um að veðrið
myndi draga úr áhuga fólks til ferðalags,
enda fréttist það síðar að svo hafi verið. En
nú sannaðist máltækið kunna „þegar
neyðin er stærst þá er hjálpin næst“.
Þannig var að 40 manna hópur ferðafólks
frá Reykjavík, sem stundar fjallaferðir, var
staddurá HótelNúpi. Fólkið hafði búiðsig
út og lagði af stað til göngu á Lambadalsfjall
en varð að snúa við vegna veðursins.
Undirritaður var svo heppinn að hitta
nokkra úr ferðahópnum er þau komu að
Núpi rétt fyrir hádegið hálf vonsvikin út af
veðráttunni og sagði ég þá við formann
ferðahópsins að nú væri ekkert annað að
gera en að skella sér á skemmtun Harmon-
ikudagsins sem væri kl. 15:00 nú í dag, í
félagsheimilinu á Þingeyri. Þessu var vel
tekið og þegar komið var að setningu
skemmtunarinnarvarorðinn húsfyllirm.a.
fyrir komu ferðahópsins svo og að sjálf-
sögðu frá heimabyggð og nærliggjandi
byggðarlögum.
Dagskráin hófstáávarpi formannsHarmon-
ikufélags Vestfjarða, Karitasar Pálsdóttur.
Mæltist henni vel að vanda, lýsti starfi
félagsins og hvatti félagsmenn sem og aðra
samkomugesti að standa vörð um áfram-
hald ogvelgengni harmonikutónlistarinnar.
Næst kom fram stóra bandið þ.e. Harmon-
26
ikukarlarnir og Lóa, í bandinu eru vanalega
ellefu harmonikuleikarar, en nú var skarð
fyrir skildi því þrír úr hópnum voru fjar-
verandi þar á meðal sjálfur meistarinn og
stjórnandi hópsins frá upphafi Guðmundur
Ingvarsson, en með góðri og styrkri aðstoð
þeirra Eddu og Lína Hannesar, sem hér áður
ergetið.tókst bandinu ágætlega aðskila
sínu hálftíma prógrammi.
Næst steig á pall Baðstofubandið. Hér er
um að ræða nokkuð sérstætt fyrirbæri sem
þarf skýringarvið. Upphaflega kombandið
fram á Harmonikudeginum sl. ár en var þá
ekki fullskipað sem nú erorðið. Þannigvar
að þrenn hjón úr Harmonikufélagi Vest-
fjarða hafa komið saman nokkrum sinnum
og gripið í tiltæk hljóðfæri sér til skemmt-
unar. Nöfn manna og hljóðfæra eru þannig:
Sigurður Fr. frá Þingeyri ogÁsvaldurá Núpi
leika á diatóniskar harmonikur, Frosti frá
Súðavík leikur á kassat-
rommu, Sigurða kona Sig-
urðar Fr. leikur á þvotta-
bretti, Björg kona Frosta
leikur á skeiðar og Gerða
kona Ásvaldar leikur á
hristur. Var þetta heldur
sjaldheyrð hljóðlist sem
kom frá bandi þessu, en af
viðbrögðum fólks var auð-
heyrt að það hafði gaman
af þessu uppátæki.
Næsta atriði var að Árni
Brynjólfsson bóndi á
Vöðlum í Önundarfirði
steigá svið með
nikkuna á barmi. Sagði
hann á skemmtilegan hátt
í tali og tónum, af glímu sinni við stóru
nikku föður síns allt frá átta ára aldri og
sfðar er hann eignaðist eigin harmoniku.
Þess má geta að Brynjólfur faðir Árna var
vinsæll og þekktur harmonikuleikari á
dansleikjum hérí nærsveitum íyfirfjörutíu
árum miðbiksíðustu aldar. Ennfremurvar
hann kirkjuorganisti við góðan orðstír í
heimabyggð og víðar um langt árabil.
Árni fetaði í fótspor föður síns hvað dans-
músikina varðar, stofnaði ásamt félaga
sínum Birki Þór frá Hrauni á Ingjaldssandi
danshljómsveit er þeir nefndu Rokkbændur
og stóðu þeir félagar fyrir dansleikjahaldi
í heimabyggð og víðar um árabil við
almennar vinsældir.
Árni stofnaði síðan, ásamt konu sinni Ernu,
danshljómsveiterþau nefndu Hjónabandið
og hafa þau skemmt fólki á dansleikjum í
heimabyggð ogvíða um land með Ijúfum
söng og spili um langt árabil, notið mikilla
vinsælda og eru enn að.
En núvarkomiðað næstaatriði. Árni kall-
aði fram hóp ungmenna sem kalla sig
Vaðlabandið, en það samanstendur af
Baðstofubandið. Mynd: Karítas Pálsdóttir
nánasta ætt-og venslafólki hans og er
hann stjórnandi þess. í bandinu eru sex
manns, tvær stúlkur syngja, hljóðfærin eru
harmonika tromma, gítar, banjó og fiðla.
Sérstaka athygli vakti fiðluleikarinn, korn-
ungstúlka systurdóttirÁrna semlék undra-
vel á fiðluna og það sem meira er, fiðlan
er smíðuð af fósturföður hennar, Jóni Sig-
urðssyni á Þingeyri, sem er listilega flinkur
hljóðfærasmiður.
Vaðlabandið gerði stormandi lukku og
greinilegt að áheyrendur kunnu vel að meta
þessa Ijómandi vel frambornu músikveislu.
Nú var komin stóra stundin, stórspila-
meistararnir frá ísafirði stigu á sviðið en
þeir eru, eins ogvið félagar þeirra f H. Vest.
köllum þá, nefndir B.M.V. tríóið eða bandið
og eru þeir Baldur Geirmunds, Magnús
Reynir, Villi Valli og Hólmgeir Baldursson.
Allir eru þessir menn bráðflinkir músik-
meistarar og töfruðu þeir nú fram danslög
af öllum gerðum, enda þusti fólk á dans-
gólfið og var dansað af fullum krafti þrátt
fyrir lítið gólfpláss.
Fór nú saman gæði, gleði og góður andi og
að lokinni þriggja kortera spila- og danslotu
og marguppldappaða beiðni um meira spil
brast á lokalagið og hljómsveitinni þakkað
fyrir frábæra skemmtun með þéttu og
sterku lófaklappi.
Síðasta atriði á þessari ágætu skemmtun
var að allir hljóðfæraleikarar er fram komu
á samkomunni stigu á svið og léku uppá-
haldslag okkar í Dýrafjarðardeild Harmon-
ikufélags Vestfjarða, „Nú blika við sólar-
lag“ og þannig lauk þessari prýðisgóðu
samkomu.
Að lokum vil ég fyrir hönd Harmonikufélags-
Vestfjarða og Dýrafjarðardeild H.V. þakka
öllum samkomugestum kærlega fyrir kom-
una sömuleiðis kærar þakkirtil allra þeirra
fjölmörgu sem komu á svið og skemmtu
bæði með söng og spili. Sérstakar þakkir
til þeirra sem sáu um undirbúning fyrir
samkomuna, þeirra Sigurðar Fr.Jónssonar
og Bernharðar Guðmundssonar svo og til
Jóns Sigurðssonar húsvarðar sem lánaði
magnara og hátalarakerfi og sá um stillingu
þess meðan á hljómflutningi stóð af sinni
alkunnu smekkvísi.
Síðast og ekki síst er konunum í kvenfé-
laginu Von á Þingeyri færðar kærar þakkir
fyrir kaffiveitingar ásamt þeirra rómaða
meðlæti, vöfflum með rjóma og sultu, sem
samkomugestir kunnuvelað metaognutu
í bland við alla músikveisluna.
Hér með er lokið frásögn af skemmtana-
haldi á Harmonikudeginum á Þingeyri sem
heppnaðist í alla staði vel.
Ásvaldur I. Gudmundsson
ritari Harmonikufélags Vestfjarda
A