Reykjavík


Reykjavík - 05.01.2013, Page 6

Reykjavík - 05.01.2013, Page 6
5. janúar 20136 · Nautakjöt í ostrusósu · Núðlur með grænmeti · Kjúklingur í karrýsósu · Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu 25 ÁR Heimsent: 1.590 kr. + 900 kr. heimsendingargjald MatuR Andrea Guðmundsdóttir mat­ gæðingur í Listaháskóla Íslands býður lesendum Reykjavíkur upp á forvitnilegar uppskriftir frá öllum heimshornum. Myndir: Ylfa Eysteinsdóttitr Spánn Gleðilegt nýtt ár! Hér kemur öðru- vísi uppskrift af humarsúpu. Við fjölskyldan erum á Spáni yfir jól og áramót, eins og svo oft áður og þetta var áramótasúpan okkar. Þetta er humarsúpa med hrísgrjónum og kryddpylsu, sem er harla óvenju- legt, en er sérstaklega gott. Ég geri mér grein fyrir því að hér er hráefnið miklu ódýrara en heima,og þess vegna gat ég leyft mér ad kaupa inn miklu meira magn af humri. Skeljarnar og reyndar allt á humr- inum lét ég síðan sjóða niður, lengi lengi. Jæja hér kemur uppskriftin. Fyrir fjóra Olía og smjör, til ad steikja uppúr 5 gulrætur, gróft saxaðar 3 stórir sellerístilkar 3 vænir laukar, gróft saxaðir 2 msk. tómapúrra 5 hvítlauksrif, röspuð rúmlega 1 l. fiskikraftur (ten- ingar og vatn) hálf tsk. saffran hálf tsk. karrí hálf til ein tsk. chili duft, eftir smekk þrír bollar hvítvín 2 pelar rjómi fullt, fullt af steinselju hálf sítróna salt og pipar hálfur bolli hrísgrjón (Basmati) sítrónubörkur kryddpylsa, eftir smekk, skorin í litla bita Jæja, gulrætur, sellerí, laukur og tómatpúrra eru steikt í olíunni og smjörinu í smástund, ca. tíu mín. Þá er hvítlaukurinn settur út í, hvítvínið og fiskikraftslögurinn. Þetta er látið malla og malla, ca. klukkutíma. Skeljarnar eru steiktar fyrst á pönnu og síðan fer vatnið, steinseljan og jafnvel meira hvítvín og sítrónan (skorin í tvennt) út í. Leyfið þessu að malla jafnlengi og súpugrunnurinn. Í lokin eru grænmetið og skeljarnar sigtað frá, krafturinn af skeljunum fer saman við súpugrunninn. Hrísgrjónin og kryddpylsan fara þá út í og eftir ca. tíu mínútur fer rjóminn út í. Saltið og piprið ef þarf. Humarinn fer allra síðast út í. Súpan er borin fram með ferskri steinselju og sítrónuberki. Góða skemmtun í eldhúsinu! Áramóta- súpan mín!

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.