Reykjavík


Reykjavík - 23.02.2013, Side 1

Reykjavík - 23.02.2013, Side 1
Ágætu viðskiptavinir. Bjóðum Öryrkjum og ellilífeyrisþegum 20% afslátt af öllum akstri. Miðað við staðgreiðslu DEBIT BORGARBÍLASTÖÐIN Efnalaugin Björg Gæðahreinsun Góð þjónusta Þekking Opið: mán-fim 8:00 - 18:00 föst 8:00 - 19:00 laugardaga 10:00 - 13:00 GÆÐI ÞEKKING ÞJÓNUSTA GÆÐI - ÞEKKING - ÞJÓNUSTA 23. febrúar 2013 8. tölublað 4. árgangur v i k u b l a ð Borgarstjóri nefnir hasssölustaði sem dæmi um skapandi borg Segist þó ekki leggja til að Reykjavíkurborg fari út á þessa braut, en vitnar í umfjöllun 60 minutes um tækifæri sem slíkt hafi skapað í Denver. Jón Gnarr borgarstjóri fjallaði um sköpun og skapandi borg í umræðum um aðalskipulag Reykjavíkur á borgar- stjórnarfundi í vikunni. Hann sagði lykilinn að farsælli og blómlegri borg og blómlegu landi liggja í skapandi hugsuns og að líklega hafi aldrei verið jafn mikilvægt og núna að vera opin fyrir skapandi hugsun og að vera tilbúinn að skapa aðstæður fyrir skapandi hugsun. Niðurlag ræðu borgarstjóra hefur vakið athygli, en þar sagði hann orðrétt: „Síðan varðandi að láta sér detta eitt- hvað í hug, af því að við erum að tala um skapandi borg, þá langar mig til dæmis bara til að minnast á vini okkar í Denver sem komu nú hér að heimsækja okkur í fyrra og það er beint flug milli Reykja- víkur og Denver. Þeir tóku upp á því í fyrra að lögleiða hass á einhverjum svona læknisfræðilegum forsendum. Ef þú ert með einhverja slæmsku, ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar, en semsagt, það gerðist bara á nokkrum mánuðum að það voru komnir fleiri svona hasssölustaðir heldur en eru Starbucks. Og þó er mjög mikið af Starbucks í Bandaríkjunum; fyrir alla þá sem hafa ferðast þar eitthvað um, þeir vita það. En það eru komnir fleiri og ég sá umfjöllun um þetta í 60 minutes, það var mjög athyglisvert, og ég er ekki að segja að við ættum að gera það sama en sko, það sem hefur gerst fyrir borgina með þessu er að þetta hefur skapað gríðarlega mikil atvinnutækifæri sem voru ekki til staðar áður. Fyrir ótrúlegasta fólk. Garðyrkju- menn, píparar, smiðir og læknar og bara allt þversnið af samfélaginu er farið að hafa mjög mikla vinnu af þessu. Og mér skilst eða skildist það á 60 minutes að þetta væri þvílík lyftistöng fyrir borgina að bandarísk stjórnvöld eru hikandi við eða þora ekki að skipta sér eitthvað af þessu vegna þess að það eru allir svo gríðarlega ánægðir með þetta. Þarna hefur bara verið tekin einhver hugrökk ákvörðun og bara látið slag standa. Hvort sem það er rétt eða rangt, menn mega síðan deila um það, en ég tek þetta bara sem dæmi.“ ÍLAÞJÓNUSTA JARKA ehfbb alhliða bílaviðgerðir Tímapantanir s: 445 4540/697 4540 bilathjonustabjarka@gmail.com http//www.facebook.com/bilathjonustabjarka viðarhöfði 2 110 reykjavík sími 445 4540 / 697 4540

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.