Reykjavík


Reykjavík - 23.02.2013, Blaðsíða 9

Reykjavík - 23.02.2013, Blaðsíða 9
923. febrúar 2013 Ingólfstorg tekið út úr breytingum á deiliskipulagi Reykjavíkurborg hættir við að byggja menningarhús við Ingólfstorg. Nasa salurinn verður rifinn, en fjölnota samkomusalur í götuhæð kemur í staðinn Breytt deiliskipulag Land-símareitsins var kynnt opin-berlega í vikunni í Tjarnarsal Ráðhússins. Miðað við þá miklu um- ræðu sem orðið hefur í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á svæðinu, ekki síst í tengslum við Nasa, hefði mátt búast við fullum sal, en svo var ekki. Engu að síður var nokkur fjöldi mættur. Helstu breytingar á deiliskipulaginu eru þær að það tekur ekki til Ing- ólfstorgs, eins og áður var ráð fyrir gert. Reykjavíkurborg hefur ekki í hyggju að reisa þar menningarhús eins og gert var ráð fyrir í vinnings- tillögu ASK arkitekta sem kynnt var síðastliðið vor. Samkvæmt breyttu skipulagi sem unnið var af ASK arkitektum eru nýbyggingar við Vallarstræti lækk- aðar, Nasa salurinn verður rifinn og byggður nýr fjölnota samkomusalur sem verður í götuhæð. Ný hús verða byggð við Vallarstræti og þau hönnuð með það fyrir augum að falla að þeim húsum sem fyrir eru í nágrenninu. Landsímahúsið verður hækkað og sett á það svokallað mansard þak með kvistum og yngra Landsíma- húsið sem er við Thorvaldsenstræti verður hækkað úr fimm hæðum í sex að hluta. Þá er gert ráð fyrir að gömlu húsin á reitnum fái að halda sér, en í gildandi deiliskipulagi, sem er frá árinu 1987, er gert ráð fyrir því að þau verði rifin. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg voru eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi: • Að stuðla að góðu samspili almenn- ingsrýma í Kvosinni, bygginga og nærumhverfis. • Lögð áhersla á umhverfisleg og samfélagsleg gæði hins manngerða umhverfis. • Borin virðing fyrir sögulegri arf- leifð, staðaranda og menningarlegu hlutverki. • Hugað að aðgengi fyrir alla og að flæði gangandi, hjólandi og akandi umferðar sé gott. • Að nýbyggingar og frágangur þeirra verði í hæsta byggingarlistalegum gæðaflokki, sem eflir virkni og nota- gildi svæðisins. Þá kom fram á fundinum að gömul og virðuleg tré, þeirra á meðal elsta tré Reykjavíkur, sem standa í Fógeta- garðinum muni standa þar áfram óhreyfð. Einnig kom fram sú hug- mynd að bílaumferð um Kirkjustræti, sem liggur milli Pósthússtrætis og Að- alstrætis, verði takmörkuð verulega. Á fundinum var fullyrt að skuggavarp myndi lítið aukast verði þessar tillögur að veruleika. Í tillögunum er lögð áhersla á tengslum á milli Ingólfstorgs, Austur- vallar og Fógetagarðsins og að auðvelt aðgengi verði þar á milli. Fundargestir fengu tækifæri til að spyrja arkitekta og embættismenn á fundinum. Áhyggjum var lýst yfir því að hótel á þessum stað kallaði á meiri bílaumferð um svæðið, ekki síst umferð stórra rúta. Sem tillögu að lausn á þeim vanda var nefnt að rútur ækju ekki um allar götur á svæð- inu, heldur væru ákveðnir staðir þar sem þær stoppuðu til að taka upp og setja af farþega. Tillögurnar má sjá hér á síðunni, en hægt er að skoða þær nánar í Ráðhúsi Reykjavíkur og einnig í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14 sem og á heimasíðu borgarinnar. Kynning á tillögunum stendur til 6. mars næstkomandi og er á þeim tíma hægt að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri. Sam- kvæmt upplýsingum frá Reykja- víkurborg verður þeim ekki svarað skriflega, heldur notaðar sem innlegg í áframhaldandi vinnu. Athugasemdir og ábendingar er hægt að senda á skipulag@reykjavik.is. færri mættu en ætla hefði mátt á kynninguna, miðað við umræðuna sem átt hefur sér stað. arkitektar og embættismenn sátu fyrir svörum. Hér er horft til suðurs yfir Kvosina. Á þessari mynd er horft frá alþingishúsinu yfir austurvöll að nýju byggingunni framan við Landsímahúsið þar sem nú eru bílastæði. Á þessari loftmynd má sjá hvernig breytingarnar fyrirhuguðu passa inn í umhverfið. Á hálum ís í Egilshöll Áhugi á skautaíþróttum hefur snaraukist og nú eru tveir löglegir ísknattleiksvellir í Reykjavík. Skautasvellið í Egilshöll var tekið í notkun árið 2003. Það er 30 metrar sinnum 60 metrar að stærð, eða 1.800 fermetrar og er full- gilt keppnissvell fyrir ísknattleik. Það eru því tveir löglegir ísknattleiksvellir í Reykjavík, því eins og kunnugt er, rekur borgin skautasvell í Laugardal og þriðji völlurinn er svo á Akureyri. Það er hins vegar Reginn, dótturfélag Landsbankans sem rekur svellið í Eg- ilshöll, en félagið á húsið. Heimavöllur Bjarnarins Reykjavíkurborg kaupir tíma á svell- inu fyrir Ísknattleiksfélagið Björninn, sem er með heimavöll í Egilshöll, en Skautafélag Reykjavíkur er með sinn heimavöll í Laugardalnum. Og það er rígur á milli félaganna segja þeir Egill Gómez rekstrarstjóri skautasvellsins og Magnús Örn Ragnarsson starfs- maður. „Já, mjög mikill, það er auð- vitað samkeppni og þannig verður það að vera.“ Stúkan tekur 250 manns í sæti, en einnig er hægt að koma fyrir sætum í veislusal sem er við svellið. „Þannig að við getum boðið um 400 manns í sæti.“ Þeir segja aðsóknina á ísknattleiksleiki góða og aðstaðan dugi, en þegar um stórleiki eins og úrslitaleiki er að ræða sé húsið alveg fullt og hafa verið allt að þúsund manns að fylgjast með því sem gerist á svellinu. Það má reyndar bæta því við að Björninn er kominn í úrslitakeppnina og einmitt í dag fá þeir Skautafélag Akureyrar í heimsókn þar sem keppt verður um heimaleikjaréttinn í úrslita- keppninni. Hann þykir mikilvægur því í úrslitakeppninni þarf að bera sigur úr býtum í þremur leikjum og það lið sem vinnur heimaleikjaréttinn er því öruggt með í það minnsta tvo heimaleiki, en slíkt þykir mikill kostur eins og þeir vita sem fylgjast með íþróttum. Íslenskir ísknattleiksmenn góðir Íslenskir ísknattleiksmenn standa sig mjög vel að sögn þeirra félaga og keppa þrír í Danmörku í nokkurs konar hálfatvinnumennsku. Þá segja þeir framfarir skautafólks, bæði í ísknattleik og listdansi á skautum hafa orðið mjög örar eftir að skautahallirnar komu. Það sem kannski standi listdansinum að- eins fyrir þrifum sé hvað strákar séu áhugalausir um að stunda þá íþrótt. Fyrirtæki og hópar keppa í ísknattleik og krullu Þeir Egill og Magnús segja aðsókn á skautasvellið fara sífellt vaxandi. Það megi ekki síst þakka því að þar á bæ hafa menn verið duglegir við margs konar nýjungar. Þeirra á meðal er hópefli bæði í ísknattleik og krullu eða curling eins og það heitir á ensku. Þeir segja fyrirtæki nýta sér þetta. Ísknattleikskeppendur fá skauta sem og allan hlífðarbúnað fyrir utan auð- vitað kennslu og er leikurinn ljósmynd- aður og verðlaun veitt. Og það sama á við um krulluna, sem er minna þekkt íþrótt hér á landi, en er vaxandi. Þá er ekki óalgengt að eftir leik fari hópurinn svo í veislusalinn við svellið og snæði pizzu. Böll á skautasvellinu Einnig eru böll fyrir yngra skauta- fólk með diskóljósum og reyk og þess háttar. „Fólkið kemur alls staðar að. Við fáum marga úr skólum í Hafnarfirði og fólk ofan af Skaga, Mosfellsbæ og Árbæ.“ Að sögn Egils og Magnúsar eru þeir vel staddir hvað búnað og aðstöðu áhrærir og Egill bendir á að Magnús sé einn helsti sérfræðingurinn í skerp- ingu skauta, enda skautamaður sjálfur. Svellið er löglegur keppnisvöllur. Magnús og egill segja mikinn áhuga á skautaíþróttum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.