Reykjavík


Reykjavík - 23.02.2013, Side 8

Reykjavík - 23.02.2013, Side 8
8 23. febrúar 2013 Keilan er íþrótt mikilla pælinga Margir efnilegir spilarar sem gætu orðið atvinnumenn. Keiluhöllin í Egilshöll var opnuð í byrjun september með kaffi-húsi og sportbar, en í nóvem- ber bættist við veitingastaður. „Við höfum fengið mjög góðar mót- tökur og það er klárt mál að það var mikil þörf fyrir þetta í hverfinu“, segir Rúnar Fjeldsted framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar. Hann bendir á að í kringum Egilshöll, séu Mosfellsbær og Árbær teknir með, búi um 45 þúsund manns og engin afþreying á borð við þetta sé á þessu svæði. „Þannig að þessu hafa Grafarvogsbúar og Mosfellingar og fleiri tekið með fögnuði.“ Gestirnir koma víða að Rúnar segir kannað hafi verið hvaðan gestirnir komi og það hafi sýnt sig að þeir komi víða að, til dæmis úr Hafnarfirði, svo dæmi sé tekið. Oft sé það þannig að gestirnir noti ferðina og fari í bíó og keilu og snæði svo á veitingastöðunum á eftir. Aðeins hálft ár er síðan að starfsemin hófst og núna, þegar búið er að fínstilla allan búnað, sé markaðsstarfið að fara í gang. Sömu eigendur eru að Keiluhöllinni í Egilshöll og Keiluhöllinni í Öskju- hlíð og jafnmargar brautir eru á báðum stöðum eða 22. Og hafi menn haldið að keila væri íþrótt sem byggðist á einföldum búnaði eins og kúlu, keilum og lítilli vél sem raðar upp keilunum, þá vaða menn í villu, því eins og Reykjavík-vikublað komst að þá má eiginlega segja að keila sé hátækniíþrótt. Sprenging í áhuga á keilu Rúnar segir áhugann á keilu hafa snar- aukist. „Það má segja að það hafi orðið sprenging í því og iðkendahópurinn stækkað.“ Íþróttafélögin halda utan um iðkendurna og Keilhöllin sinnir síðan íþróttafélögunum. „Í samstarfi við ÍR höfum við undanfarin sex ár boðið krökkum í 5. og 6. bekkjum á stór-höfuðborgarsvæðinu í keilu, sótt þau skólana verið með þau í klukku- tíma í keilu undir leiðsögn viðurkennds keilukennara sem kennir þeim grunn- reglurnar og sýnir þeim út á hvað þetta gengur. Þetta hefur gert það að verkum að aðsóknin í sportið hefur orðið meiri.“ Rúnar segir að áður en salurinn í Egilshöll var opnaður, hafi verið um 250 virkir iðkendur í keilu, það er að segja þeir sem skráðir eru í íþróttafélög. „Við sjáum fram á að á næstu þremur árum muni sá fjöldi þrefaldast.“ Íslenskur atvinnumaður og margir sem gætu orðið það Íslenskir keiluspilarar þykja að sögn nokkuð góðir og sem dæmi um það þá nefnir Rúnar keiluspilarann Haf- þór Harðarson sem spilað hefur sem atvinnumaður í keilu í fimm ár í út- löndum og segir hann marga mjög efnilega sem ættu að geta fetað í fót- spor Hafþórs. Aðstaðan hér á landi sé í heimsklassa, segir Rúnar, sem þó spilar ekki sjálfur. „Nei, ég er mjög lélegur,“ segir hann og hlær. Keilan þjappar fjölskyld- um og vinnustöðum saman Fyrir utan keppendur í íþróttinni er afar vinsælt að fjölskyldur og vinnu- staðir skelli sér í keilu. Rúnar segir íþróttina þjappa fólki saman sem hópefli og svo spjalli spilararnir saman á meðan á leik stendur. „Ég held að við séum með stærsta hluta fyrirtækja á stór-Reykjavíkursvæðinu í viðskiptum hjá okkur. Þessir hópar koma gjarnan á föstudags- og laugardagskvöldum í keilu og mat.“ Þá er unnið að því að koma upp prívataðstöðu, þannig að gestir geti leigt sér fjórar brautir með bar eða átta brautir. Heilmiklar pælingar Sumir tengja íþróttina oft við banda- ríska karla með bjórvömb, en Rúnar segir það ekki vera tilfellið í dag og minnir á að keila sé ein alvinsælasta íþrótt Bandaríkjanna. Hún hafi stundum verið tengd við keppendur sem eru fertugir eða eldri. „En undan- farin ár hefur orðið algjör kúvending í því. Það er komnir krakkar 10 til 11 ára og alveg niður í 7 til 8 ára og þeim fjölgar sífellt.“ Heilmiklar pælingar eru á bak við íþróttina og er hún flóknari en bara það að henda kúlunni eftir brautinni. Mikil speki er í tengslum við hvort menn eru rétt- eða örvhentir, hvernig kúlan er boruð og hvernig snúning spilar- inn er með. Og eins eru alþjóðlegir staðlar yfir það hvernig og hvar olía er borin á brautirnar og fer það eftir því um hvernig mót er að ræða. Og kúlur notaðar í samræmi við það. Þá segir Rúnar mikla sérvisku hjá spilurunum. „Já mikil, þetta er alveg sérstakur þjóð- flokkur. Þetta er eins í öðru, það hafi allir sínar sérþarfir og sinn stíl og allir með sína takta.“ Eins og fram kom hér að framan rekur Keiluhöllin samanlagt 44 brautir og segir Rúnar það anna markaðnum eins og er, enda komi keppendurnir á öðrum tímum en þeir sem koma og spila stöku sinnum sér til gamans. Þrír veitingastaðir Þrír veitingastaðir eru reknir í Keilu- höllinni. Þar er Bugatti sem er kaffihús þar sem pláss er fyrir 50 manns, Grand Prix sportbar þar sem um 80 manns geta tyllt sér í einu og svo Fellini sem er veitingastaður með ítölsku ívafi rúmar um 160 manns. Afþreyingarmiðstöð í Grafarvogi Egilshöll er í raun allsherjar afþreyingarmiðstöð. Eins og sjá má hér á opnunni eru þar keiluhöll með fjölbreyttri veitingaað- stöðu og skautasvell með löglegum keppnisvelli. En þar fyrir utan er þar kvikmynda- hús með fjórum sölum sem taka um þúsund manns, tveir knattpspyrnu- vellir, annar inni og hinn úti, tveir tennisvellir, Skotfélag Reykjavíkur er þar með löglega keppnisaðstöðu sem lærðir sem leiknir geta nýtt sér. Þá er frjálsíþróttaaðstaða í húsinu sem og að- staða fyrir karate og aðrar sjálfsvarnar- íþróttir, líkamsræktarstöð og verslanir. rúnar fjeldsted framkvæmdastjóri segist sjálfur lélegur í keilu Þrír veitingastaðir eru í Keiluhöllinni Keppendur eru á öllum aldri

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.