Reykjavík


Reykjavík - 23.02.2013, Side 12

Reykjavík - 23.02.2013, Side 12
23. febrúar 2013 Heil og sæl og gleðilegt heilsu ár 2013 Ég heiti Sigríður Einarsdóttir (Sigga) og er íþróttakennari B.ed. Að auki hef ég sótt mér viðbótarmenntun í næringar- og líf- eðlisfræði. Ég hef sótt fjöldan allan af námskeiðum og ráðstefnum inn- anlands og erlendis til að byggja upp og þróast í þessu skemmtilega starfi sem ég er í. Í mínum huga er það líka fólkið sem hefur komið til mín í tíma og þjálfun sem hefur tekið fullan þátt í að þróa mig og móta í starfinu. Fyrir það er ég þakklát. Ég hef starfað í HRESS síðustu 25 ár og fengist við kennslu og þjálfun ásamt öðrum störfum þar innan dyra. Ég kenni hóptíma og er með einka/ hópþjálfun, ráðgjöf, mæl- ingar, fjarþjálfun, set upp prógröm og matarplön svo fólk nái þeim árangri sem það sækist eftir. Ég hef víðtæka reynslu og þekkingu á mörgu (vil ekki segja öllu, þar sem ég held að það sé ógerlegt að vita allt sem er ) sem við kemur hreyfingu, heilsu og næringafræði. Ég ætla að vera með heilsupistil í blaðinu og fara um víðan völl. Það síðasta sem ég gerði á árinu 2012 var að stofna síðu á Facebook sem heitir fitbody365.is, nafnið á síð- unni á hvetja fólk til að bera ábyrgð á eigin heilsu, vera í góðu formi og hugsa um heilsuna allan ársins hr- ing. Ég ætla að segja mína sögu og annarra. Fjalla um næringu og æf- ingar, hvetja fólk til dáða og fá til mín gesti á síðuna. Ef ég er hreinskilin þá er ég orðin þreytt á ofurfótósjopp- uðum myndum af fólki í ræktinni með killer kviðvöðva og rosa skorna kroppa. Ég vil fjalla um venjulegt fólk og hafa hráar myndir þar sem ekki er búið að laga allt til og búa til væntingar og vonir um óraunveru- legan árangur eða keppn- isárangur í fitness/vaxtar- rækt. Ég hef hjálpað og þjálfað fólk sem vill losna við aukakílóin, koma sér í draumaformið sitt eða keppt í fitness en hef aldrei blastað árangrinum út í al- heiminn. Ég hlakka til að vera með ykkur hér í blaðinu og vonandi láta gott af mér leiða á nýju og frá- bæru ári sem ég hef kosið að kalla ár breytinganna, árið 2013. Bara talan 13 er hvetjandi og kallar á eitthvað meira. Kær kveðja, Sigga. HeiLSuÁRið 2013 Með Siggu í HReSS 12 Fermingartilboðin hafin ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST 1988–2013 ár á Íslandi ÞÝSKA STÁLIÐ wurth.is Höfundur er sigríður Einarsdóttir íþróttakennari B.ed. www.facebook.com/FitBody365.is Spurt um kostnað vegna breytinga á skipuriti Ráðhúss Reykjavíkur Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á skipuriti Ráðhússins sem og á ýmsum sviðum borg- arinnar á kjörtímabilinu. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins vill fá að vita hver heildarkostn- aðurinn sé við þessar breytingar og hefur lagt fram fyrirspurn þar að lút- andi í borgarráði. Í fyrirspurninni er óskað upplýsinga um heildarkostnað- inn vegna allra breytinga sem gerðar hafa verið á skipuriti borgarinnar og skipulagi Ráðhússins, sviða og deilda á þessu kjörtímabili. Óskað er eftir því að teknar verði saman vinnustundir starfsfólks vegna vinnu við skipulags- breytingarnar, tilgreindur verði kostnaður vegna starfslokasamninga og nýrra samninga. Einnig auglýs- ingakostnaður vegna þessa sem og kostnaður við ráðgjöf vegna ráðninga, utanaðkomandi sérfræðikostnaður og annað sem breytingunum tengist. Útivist og strokufangar í Norðlingaholti Febrúarmánuður er útivistar-mánuður í Norðlingaholti, en félagsmiðstöðin Holtið stendur fyrir átakinu. Hugmyndin er í takt við starfsáætlun félagsmiðstöðvarinnar, en í upphafi árs voru skipulagðir nokkrir viðburðir sem fram fara utandyra óháð veðri. Norðhyltsk æska hélt bolludagskaffi í Björnslundi og lék sér í battabolta, en hápunktur mánaðarins eru Hungurleikar og Næturleikar, sem eru krefjandi blanda af hópeflisleikjum og hlutverkaleikjum. Í Næturleikunum etja ungmennin kappi við starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar, þar sem ung- mennin leika strokufanga, en starfs- menn félagsmiðstöðvarinnar fanga- verði. Hægt er að nálgast Vikublaðið Reykjavík á www.fotspor.is v i k u b l a ð

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.