Reykjavík - 23.02.2013, Blaðsíða 6
23. febrúar 2013
Marineraðar ólívur og hummus
ásamt pítubrauði er ein af hinum
heilögu þrenningum. Gott mál er
að marinera ólívurnar og geyma
þær í ísskáp í lokuðu íláti í tvo til
þrjá daga áður en á að nota þær.
Önnur marineringin sem kölluð er
chermoula á einnig mjög vel við
fisk, rækjur og kjúkling.
Þetta eru uppskriftir frá Mið-
Austurlöndum og Norður-Afríku,
löndum eins og Marokkó, Túnis og
fleirum.
Hummusinn læt ég fylgja með
svona í gamni, því hummus er svo
góður með ólívum og pítubrauði.
Ólívur, hummus, pítubrauð skorið
í bita og ískaldur bjór.....og allir
glaðir!
Chermoula marinering
1/2 „preserved lemon“ (fæst í
betri búðum)
3 hvítlauksgeirar
5 msk. steinselja
5 msk. kóríander
1/4 tsk. saffran þræðir
1 tsk paprikuduft
1/4 tsk. cayenne pipar
1/4 tsk. chiliduft
1/2 tsk. cumin
2-3 msk. sítrónusafi
1 1/2 dl. ólívuolía
Byrjið á því að taka kjötið úr sítrón-
unni, við notum það ekki, skolið
börkinn og þerrið og setjið í mat-
vinnsluvél eða notið töfrasprota.
Setjið síðan restina út í, olíuna
síðast.
Harissa marinering
3 msk. paprikur, eldaðar (fást
tilbúnar í krukku)
2 tsk. harissa mauk (fæst einnig
tilbúið)
3 hvítlauksrif, röspuð
1 1/2 dl. ólívuolía
Setið paprikumaukið í skál ásamt
harissa og röspuðum hvítlauk og
að síðustu olíuna og hrærið vel.
Marineringarnar passa fyrir 500 gr.
af ólívum.
Hummus
2 dósir kjúklingabaunir (skola
þær vel)
1 msk. ljóst Tahini
maldon salt
pipar
1 lime (safinn)
1/2 hnefi ferskt kóríander
7 hvítlauksrif (eða eftir smekk)
1 1/2 msk. cumin
2 tsk. cayenne pipar
olía
Allt sett í matvinnsluvél. Hellið
olíunni út í á meðan þetta er að
hrærast og hættið þegar orðið
er passlega þykkt. Smakkið, mér
finnst stundum þurfa meira salt.
Góða skemmtun!
6
· Kjúklingur í sataysósu
· Núðlur með grænmeti
· Djúpsteiktar rækjur með
súr/sætri sósu
· Svínakjöt í ostrusósu
25 ÁR
Heimsent:
1.590 kr. + 900 kr. heimsendingargjald
MatuR
Andrea Guðmundsdóttir mat
gæðingur í Listaháskóla Íslands
býður lesendum Reykjavíkur
upp á forvitnilegar uppskriftir
frá öllum heimshornum.
Myndir: Ylfa Eysteinsdóttitr
túnis
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00
Hreinlega frábær
fyrir þvottahúsið
Þvottavél og þurrkari tilvalin fyrir húsfélög og minni ferðaþjónustur
Þvottavél og þurrkari
• Ryðfrítt stál
• Stærra hurðarop - 45cm þvermál
• Sparnaðarkerfi fyrir vatn og orkunýtingu
• Notendavæn og þægileg þvottakerfi
• Þvottavél og þurrkari staflanleg til að nýta pláss betur
• Margar góðar viðbætur fáanlegar, m.a. myntraufFAS
TU
S
_E
_0
6.
02
.1
3
Ólívur og
hummus!