Reykjavík


Reykjavík - 11.01.2014, Side 8

Reykjavík - 11.01.2014, Side 8
11. janúar 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð8 Reykjavík – vikublað hefur fengið stóran hóp valinkunnra kvenna og karla til að spá í málefni líðandi stundar með lesendum. Fólk víða að úr samfélaginu mun setjast við Hringborðið og svara einni spurningu frá ritstjórn. Í þessu fyrsta tölublaði ársins reynum við að horfa fram á veginn og spyrjum einfaldlega: Hvað sérð þú fyrir þér að muni bera hæst á árinu sem var að hefjast? Hildur Knútsdóttir, rithöfundur Samstaða um stærsta málið „Það fer náttúrulega eftir því hver horfir hvað ber hæst, en ég held að loftslagsbreytingar af mannavöldum sé málefni sem mun réttilega krefjast sífellt meiri athygli, enda er þörfin fyrir aðgerðir brýn og verður bara brýnni. Og það fer að koma að því að við neyðumst öll til að horfast í augu við þetta erfiða málefni og margir spá því að árin 2014 og 2015 verði helguð baráttunni um alþjóðlega samstöðu um loftslagsmál.“ Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði Verkföll og verðbólga „Það sem ég held muni bera hæst á árinu 2014 eru kjara- og vinnumál. Nú í vor verða lausir kjarasamningar hjá ýmsum stéttum, t.d. kennurum, og vegna áframhaldandi niðurskurðar hins opinbera sem bitnar á starfi ým- issa stétta býst ég jafnvel við að sumar þeirra nýti verkfallsleiðina til þess að fá kröfur sínar uppfylltar. Þá óttast ég að skuldaniðurfellingin muni skila sér í aukinni verðbólgu, sem þýðir að ávinningur kjarasamninganna verður enginn. Þá hef ég áhyggjur af því að aðhaldsleiðin sem ríkisstjórnin hefur valið muni valda auknu atvinnuleysi en einnig verður minna gert fyrir þá atvinnulausu, því vinnumarkaðsúr- ræðum fækkar mjög á árinu.“ Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands Misskipting áberandi „Það þarf ekki að vera mjög spá- konulega vaxin til að segja fyrir um sveitastjórnarkosningar á næsta ári en ég tel ekki að úrslit þeirra boði tímamótabreytingar á daglegu lífi fólks. Hins vegar eru kjarasamningar á hinum opinbera markaði lausir í upp- hafi árs og þar gæti dregið til tíðinda og verið hart barist. Aukin misskipt- ing verður meira áberandi og sífellt meira í umræðunni, bæði í tengslum við kjarasamninga og næstu fjárlög. Þá er ég ansi hrædd um að vandi heil- brigðiskerfisins og húsnæðisvandi fólks verði fyrirferðamiklir póstar í fjölmiðlum.“ Pétur Örn Guðmundsson, tónlistarmaður Ábyrgð fylgi gjörðum „Það sem ég held að muni bera hæst á næsta ári er hugsanlega tvennt. Annars vegar umræða um heiðar- leika og þar með trúverðugleika og ábyrgð stjórnmálamanna og kvenna. Að það líðist ekki lengur að stjórnmála- menneskjur geti lofað og sagt hluti án þess að ábyrgð fylgi þeim gjörðum. Hitt er ofsafengin netumræða á lágu plani og hvernig ómálefnaleg umræða knýr ummælakerfi fjölmiðlanna áfram. Ábyrgð fjölmiðla hlýtur að tengjast því. Og í kjölfarið á því að fólk reyni að hugsa sinn gang og láta ekki aðeins eina hlið á einhverju máli móta sína skoðun á því, heldur kynna sér báðar hliðar og láta vera að dæma í dómstóli götunnar.“ Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og sirkuslistakona ESB heit kartafla „Ég held að fyrirhuguð skuldaniður- felling og velferð heimilanna verði áfram aðalmálið árið 2014. Reyndar er auðvelt að sjá fyrir sér að áherslu- breytingar og uppstokkanir í kjölfar nýlegra ríkisstjórnarskipta muni geta af sér heitar umræður hvað ýmis þjóð- mál varðar, sérstaklega velferðar- og umhverfismál. Svo má ekki gleyma hinni síheitu kartöflu sem er um- ræðan um Evrópubandalagið og ólíka sýn landsmanna á því í hverju sjálf- stæði Íslands sé falið. Persónulega get ég þó auðvitað ekki vonað annað en að mál málanna verði Stóra Sirkus- sumarið. Ég starfa með Sirkus Íslands og við erum nýbúin að kaupa fyrsta sirkustjald Íslandssögunnar. Í sumar stefnum við á að ferðast með tjaldið hringinn í kringum Ísland og gleðja börn og fullorðna með frábærum sýn- ingum og sirkusnámskeiðum í eigin heimabyggð. Þeir töfrar sem leynast undir tjaldhimninum geta lyft hverri brún og hafið andann upp og út fyrir hversdaginn!“ Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Norðurlandi vestra Átök um Reykjavík „Það er fyrirsjáanlegt að Sveitarstjórn- arkosningar munu halda Íslendingum við efnið fram á vor og að baráttan um Reykjavík verður átakamikil. Fyrri hluti sumars verður undirlagður af fót- boltanum í Brasilíu, hvort sem manni líkar betur eða ver. Í ágúst kemur svo í ljós hvort Skotar kjósi sér sjálfstæði og eftir því sem líður á árið verður grannt fylgst með því sem gerist í Afganistan. Annars verða umræður um útfærslur á tilboði um skuldbreytingar fyrir al- menning, Evrópusambandið og sér- stakan saksóknara umræðuefni út árið. Hvort Ríkisútvarpið verður í stóru hlutverki ræðst af því hvaða stefnu nýr útvarpsstjóri tekur.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves: Ríkisstjórnin siglir í strand „Við erum auðvitað að sigla á mjög kunnuglegar slóðir. Virkjun, stemm- ing, uppgrip, djamm og gleði. Held reyndar að gamanið verði heldur stutt - enda staða þjóðarbúsins með þeim hætti að sukkið getur ekki staðið lengi yfir. Ástandið er eins og á langt gengnum alka - getur eiginlega ekki drukkið og virðist heldur ekki geta verið edrú. Sveitarstjórnarkosningarnar verða auðvitað spennandi - spái því reyndar að framsókn missi verulegt fylgi - þó svo að hafa ekki mikið fylgi miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Sjálf- stæðisflokkurinn réttir úr kútnum en þó ekki í Reyjavík. Flokkurinn nýtur þess að samstarfsflokkurinn ríkis- stjórn er jafn illa mannaður og raun ber vitni. Þeir sem tjá sig fyrir flokk- inn hljóma eins og mestu óratorar miðað við dreggjarnar sem tjá sig fyrir Framsóknarflokkinn. En það er líka von. Fólk mun átta sig og ríkisstjórnin siglir í strand á árinu. Og við tekur stjórn fólks sem lætur sig hag þorra almennings varða í stað örfárra. Það verða miklar breytingar og kyrrð kemst á hina mjög svo tættu þjóðarsál. Mikið hlakka ég til.“ hringborðið Verkföll og vinnudeilur kynnu að vera framundan. Mikil óánægja er með nýgerða kjarasamninga Sa og aSÍ. Hlýnun jarðar hefur í för með sér bráðnun íss við pólana. Hildur Knúts- dóttir vonar að málið komist fyrir alvöru á dagskrá. „Við erum á leið á kunnuglegar slóðir,“ segir Grímur atlason. norð- lingaölduveita myndi þurrka upp fossinn Dynk. Kennarar eru óánægðir með kjör sín. Þeir eru ákveðnir í kröfugerð sinni, en kjarasamningar þeirra losna á árinu.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.