Reykjavík - 05.04.2014, Side 4
4 5. apríl 2014REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Skilvirkar samgöngur
Í mikilvægum borgum í fjölmörgum löndum, sér í lagi höfuðborgum, eru reknar samgöngumiðstöðvar
sem tryggja að fólk nái þangað hratt og
örugglega af ýmsum ástæðum. Nægir
að nefna erindi vegna stjórnsýslu, við-
skipta, heilsu fólksog menningarstarfa.
Járnbrautarstöðvar gegna mikilvægu
hlutverki og mikið land fer undir marg-
spora brautarlagnir þvert um borgirnar,
miðbæ jafnt sem úthverfi. Algengt er að
flugvellir komi líka til sögu, djúpt inni
í sumum borganna eða í jaðri þeirra.
Líta má til Eystrasaltslandanna: Þau
eru öll minni en Ísland og þar búa 1,2
til 3 milljónir manna, fæstir í Eistlandi,
flestir í Litháen. Í þremur höfuðborg-
unum eru flugvellir, raunar alþjóða-
flugvellir, og járnbrautarstöðvar.
Í höfuðborgum þar sem næsti flug-
völlur er í 20 til 50 km fjarlægð hvílir
þungt aukaálag á járnbrautarkerfinu.
Hvergi er þó að finna sérlagðar lestar-
leiðir inn og út úr borgum sem eru af
stærðargráðunni 100 til 200 þúsund
manns (nema þar sem þær eru hluti af
heildstæðu þjóðarneti). Ekki heldur í
samfélögum sem telja alls 200 til 300
þúsund manns. Til þess eru kerfin og
reksturinn allt of dýr.
Erfitt er að reikna ferðatíma fólks til
fjár eða meta umhverfisáhrif af sam-
göngum sem tengjast miðborgum.
Líka er flókið að vega sömu atriði á
móti samgöngumynstri sem gerir
hvorki ráð fyrir nálægum flugvelli né
miðlægri járnbrautarstöð.
Þegar rætt er um staðsetningu
samgöngumiðstöðvar í Reykjavík
eða um staðsetningu borgarflugvallar
eða hraðlest á Reykjanesskaga (með
jarðgöngum á höfuðborgarsvæðinu)
er hjakkað í sama fari árum saman.
Landleysi og dreifð borgarinnar, ásamt
verðmæti byggingarlands í Vatnsmýri
og styttri ferðatíma ætlaðra íbúa þar,
er alfa og omega eins hóps. Aðrir ætla
að leysa vandann með hraðlest og
Keflavíkurflugvelli. Enn aðrir leita með
logandi ljósi að dýrum eða vandnot-
uðum flugvallarstæðum og enn aðrir
leggja til að breyta eigi að nokkru
legu núverandi flugbrauta, stytta þær
og endurskoða um leið varaflugvelli
landsins. Ofan í sama farið stökkva
svo sumir borgarfulltrúanna og telja
að þeim sé falin siðferðileg skylda til að
sjá um niðurlagningu Reykjavíkurflug-
vallar (en ekki endurgerð hans einhvers
staðar). Samkvæmt skipulagslögum,
sem ekki gera ráð fyrir að ríkisstjórn
geti tekið fram fyrir hendur sveitarfé-
laga í stærstu þjóðþrifamálum, hefur
meirihluti sérhvers kjörtímabils vissu-
lega úrslitavald um samgöngur við höf-
uðborgina. Það er samt sem áður ekki
skynsamlegt verklag.
Inn í þetta undarlega landslag um-
ræðu og stjórnmála þarf bætt verklag
og einfalda hugmyndafræði. Grunn-
skylda jafnt borgarfulltrúa sem ríkis-
valdins er að tryggja að beinu og stutt-
aralegu samgöngurnar við Reykjavík
séu til staðar og ekki dýrari en svo að
þær sé hægt að reka og almenningur
geti ekki aðeins nýtt þær, heldur líka
borgað fyrir þær sanngjarna upphæð.
Enn fremur að þær séu með eins litlu,
neikvæðu umhverfisspori og unnt er
miðað við tækni og stærð samfélagsins.
Dreifð Reykjavíkur er staðreynd sem
varð til á árunum 1964 til 2008 og þeim
mistökum verður ekki bjargað með því
að svipta borgina hlutverki sínu sem
einn helsti miðpunktur viðráðanlegra
samgangna í landinu.
„Líta þessir aðilar í Grindavík á þetta fólk sem hefur byggt upp þessi fyr-irtæki sem einhverja þræla í vinnubúðum sem þeir geta tekið með sér á þann stað sem þeir kjósa hverju sinni?“ spurði Lilja Rafney Magnúsdóttir,
þingkona Vinstri grænna á Alþingi.
Spurningin er skiljanleg en tilefnið var sú fyrirvaralausa ákvörðun útgerðar-
félagsins Vísis í Grindavík að segja upp öllu starfsfólki á Þingeyri, Djúpavogi
og Húsavík. Fimmtíu á hverjum stað, segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.
„Markmiðið með ofangreindum hugmyndum er að styrkja fyrirtækið, gera
það samkeppnishæfara og tryggja sem best að starfsfólk Vísis og fjölskyldur
þeirra geti treyst á fyrirtækið til langframa sem öruggan og traustan vinnu-
stað,“ segir í yfirlýsingu Vísis.
Spyrja má hvort þetta sé trúverðugt.
Vísir hefur rekið starfsemi á þessum stöðum árum saman. Fólk sem þarna
hefur starfað hefur margt hvert búið þarna lengi, komið sér fyrir, keypt sér
hús. Börnin hafa verið í skóla í litlu bæjunum og útsvarið sem fólkið hefur
borgað, hefur farið í að greiða fyrir innviðina og þjónustuna í heimabænum.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir 150 fjölskyldur í þremur litlum bæjum úti á
landi. Enda þótt Vísir vilji flytja fólk suður til Grindavíkur og bjóða fólkinu
áframhaldandi vinnu þar, þá má spyrja hvort það sé í alvörunni raunhæft.
Enda þótt fasteignaverð í Grindavík sé langt í frá á pari við það sem tíðkast í
101 Skuggahverfi, þá má ætla að húsnæðið kosti meira en á Djúpavogi. Svo
má horfa til þess að maki þess sem nú missir vinnuna er ef til vill í vinnu
annars staðar í plássinu. Börnin eru í skóla. Allir hafa fest rætur.
Og í litlum bæ munar um hverja manneskju. Það er gríðarlegt högg fyrir
samfélag að fimmtíu störf séu þurrkuð út á einu bretti.
Ekki verður séð að Páll J. Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem
sjálfur á fimm prósenta hlut í Vísi hafi séð ástæðu til að leggja orð í belg í
þessu máli, ekki einu sinni á Facebook. Það nýjasta sem þar er að finna er
mynd af honum á skíðum í útlöndum.
Vísir er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem nýta okkar sameiginlegu auðlind.
Fyrirtækið hefur fengið yfir fjögur prósent af heildarkvótanum við landið í
sinn hlut. Og ekki aðeins það, heldur einnig fengið byggðakvóta á þeim stöðum
þar sem það hefur haft starfsemi. Þessu fylgir mikil samfélagsleg ábyrgð. Ekki
verður séð að stjórnendur og eigendur Vísis standi undir þessari ábyrgð.
Ingimar Karl Helgason
Leiðari
Samfélagsleg
ábyrgð
Reykjavík vikublað
13. Tbl. 5. áRganguR 2014
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími
578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími:
659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@
thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Hildur Björgvinsdóttir. Netfang: hildurbjorgvins@gmail.com.
Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is,
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 50.000 eintök. dreifing:
Fríblaðinu er dreiFt í 50.000 e intökum
í allar íbúðir í reykjavík.
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN
Lært af
reynslunni
Stjórnarformaður óskabarns þjóðar-
innar, Richard Winston Mark d’Abo,
segir að horft sé til þess að Eimskipa-
félagið muni ráðast í stærri yfirtökur.
Haft var eftir honum í fjölmiðlum í
vikunni að markaðurinn umbuni
félögum sem vaxi og skili auknum
hagnaði. Þetta hljómar ekki ósvipað
og formúlan sem fylgt var fyrir Hrun.
Félagið óx og óx með yfirtökum um
allan heim en síðan kom hrunið og í
framhaldinu var haldið upp á aldaraf-
mæli félags með mun yngri kennitölu.
Meiri reynsla
Nú stendur
til að hjálpa
b a n k a -
mönnum að hækka kaupið sitt, en í
nýju frumvarpi segir að greiða megi
bónusa sem geta numið heilum
árslaunum. Í Rannsóknarskýrslu
Alþingis er bent á að hrun fjármála-
kerfisins megi að hluta til rekja til upp-
byggingar kaupauka- og hvatakerfa
innan fjármálafyrirtækjanna sem fóru
á hausinn með afleiðingum fyrir allt
samfélagið. Sjálfsagt má finna leiðir
til þess að koma í veg fyrir að menn
verði græðginni að bráð. En spyrja
má hvaða þjóðhagsleg nauðsyn sé
fyrir því að greiða fyrir launahækkun
þeirra sem hæst launin hafa fyrir í
samfélaginu.
Geislavirkni
Deilur Ís-
lendinga og
Bandaríkja-
manna vegna
hvalveiða á sér áhugaverða hlið, því
nú siglir frystiskip héðan með farm
af hvalkjöti til Japans. Siglingaleiðin
er áhugaverð, segir Anna Kristjáns-
dóttir vélfræðingur, en skipið fari
ekki um Súezskurðinn, heldur suður
fyrir Afríku. „Það lítur út fyrir að
farmurinn sé stórhættulegur, geisla-
virkur eða eitthvað enn verra. Það er
þó ekki svo. Farmurinn er hvalkjöt.
Þarf virkilega að flytja hvalkjöt fleiri
þúsund aukalega kílómetra til að koma
því á markað í Japan? Skipið er látið
sigla í gegnum hitabeltið, yfir miðbaug
og suður fyrir Góðrarvonarhöfða og
síðan aftur yfir miðbaug á leiðinni
yfir Indlandshafið. Það er engum að
treysta og þar eru spönsk og egypsk
yfirvöld meðtalin. Eins gott að ekkert
bili í frystikerfum skipsins á þessari
sjóðheitu siglingaleið.“
Í fréttum
Milljón eða þrjár
Forsætisráðherrann lenti í miklum
vandræðum í viðtali við Lóu Pind Al-
dísardóttur í þættinum stóru málin í
upphafi vikunnar. Hann var til dæmis
spurður um forsendur útreikninga á
millifærslu stjórnvalda, en lítið varð
um svör. Þannig gat hann ekki skýrt
hvers vegna fjölskylda með 22 millj-
óna króna lán var í nóvember sögð fá
3 milljónir króna í „leiðréttingu“ en
á blaðamannafundi í síðustu viku var
kynnt að sama fjölskylda fengi ekki
nema milljón. Mál manna er að fáir
pizzustaðir myndu endast í brans-
anum með svo örum breytingum á
verðskrá.
Björt fortíð
„Alþingi ályktar að fela forseta Al-
þingis að móta stefnu fyrir Alþingi
um notkun samfélagsmiðla til að
auka sýnileika Alþingis með það að
leiðarljósi að auka upplýsingaflæði til
borgaranna og bæta ímynd Alþingis.“
Þannig hljóðar þingsályktunartillaga
þingmanna Bjartrar framtíðar sem
nú er í nefnd. Málið er bara að skrif-
stofa Alþingis var farin af stað nokkuð
löngu áður en ályktun þessi var lögð
fram. Lesa má um þetta í umsögn
skrifstofustjóra Alþingis um málið,
sem „er því þegar í ákveðnum farvegi“
segir þar. Auk þess sem skrifstofu-
stjórinn upplýsir þingmenn um að
Alþingi hafi haldið úti Twitter síðu
frá 2010, en tengill á hana er á forsíðu
á heimasíðu Alþingis og hefur þingið
þegar birt hátt í þrjú þúsund „tíst“.
Undir beltisstað
Glöggir lesendur tóku eftir því að
meinleg villa var í yfirfyrirsögn á
forsíðu síðasta tölublaðs Reykjavíkur
vikublaðs. Þar sagði að fólk væri óá-
nægt með kröfur um „styttingu sam-
fara“ í tengslum við kjaraviðræður
framhaldsskólakennara. Þarna átti
vitaskuld að standa „styttingu náms“
og biðst blaðið afsökunar á mistök-
unum.
héðan og þaðan …
Ummæli með erindi:
„Það sem sló mig þegar ég sá við-mælendalistann, var hrópandi
kvenmannsleysi í þessari umfjöllun.
Einhverra hluta vegna virðist þetta vera
málaflokkur þar sem Ríkisútvarpinu
virðist vera algjörlega ómögulegt að
finna viðmælanda af kvenkyni, sem
ég undra mig mjög á, vegna þess að
nóg er af þeim. Konur hafa ekki síst
gert sig gildandi í þessari umræðu og
mér finnst þess vegna mjög skrítið ef
Ríkisútvarpið okkar
allra finnur ekki kven-
viðmælendur í meira
mæli en þessi saman-
tekt ber vitni.“
- Katrín Júlí-
usdóttir, í umræðum
um fréttaflutning
Ríkisútvarpsins af málum tengdum
Evrópusambandinu á Alþingi í
vikunni.
Höfundur er
Ari Trausti Guðmundsson
Þessi mynd frá Jafnréttisstofu sýnir hlutfall karla og kvenna í ýmsum áhrifa-
stöðum í samfélaginu.