Reykjavík


Reykjavík - 05.04.2014, Page 6

Reykjavík - 05.04.2014, Page 6
6 5. apríl 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð SveitarStjórnarkoSningar 2014 Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com Pírötum treystandi til aðhalds Halldór Auðar Svansson er kapteinn Reykjavíkurdeildar Pírata. Hann er 34 ára og uppalinn í Reykjavík. Halldór starfar við forritun hjá Hagstofu Íslands. Hann tók fyrst þátt í starfi Pírataflokksins skömmu fyrir síðustu þingkosningar og hefur verið afar virkur frá þeim tíma. „Píratar gera mjög skýran greinarmun á því að draga úr opinberum afskiptum annars vegar og að draga úr opinberri þjónustu hins vegar,“ segir Halldór aðspurður um hugmyndafræði Pírata sem hann segir fyrst og fremst vera frjálslyndi. „Í einföldu máli má kalla stefnuna frjálslyndi en í þeim skilningi að lögð er áhersla á að minnka afskipti ríkisvaldsins af persónulegum högum almennings. Það segir samt ekki að við viljum draga úr opinberri þjónustu. Ég sá mjög fljótlega að þetta er í takt við þær hugmyndir sem ég hef verið að færast til.“ Halldór segir að áður hafi hann líklega verið vinstrisinnaðari en finni stundum fyrir forræðishyggju á þeim væng stjórnmálanna. „Ég var líka orðinn frekar afhuga því stjórn- málakerfi sem við búum við.“ Þjónandi vald Píratar aðhyllast vald sem þjónustu- hlutverk útskýrir Halldór. „Hug- myndin er einfaldlega sú að valdið komi frá fólkinu og að þótt skipað sé eitthvert framkvæmdavald þá feli það ekki í sér að fólkið sem sett er í þá stöðu fari að ráðskast með þá sem settu þau á þann stað.“ Hann segir þetta þungamiðjuna í uppbyggingu Pírataflokksins. Grasrótin og fulltrúar hennar séu afar nánir og allir einstak- lingar eigi að standa á jafnréttis- grunndvelli. „Ég held að það sé óhætt að treysta aðhaldi grasrótar Píratanna gagnvart eigin fulltrúum. Það sést til dæmis á samskiptum grasrótarinnar við þingmennina sem eru mjög náin. Auðvitað bera flokksfélagar virðingu fyrir sínum þingmönnum en það þýðir ekki að þetta sé aðdáendahópur. Það hafa komið upp mál þar sem grasrótin hefur verið óhrædd við að gagnrýna eigin fólk.“ Sannfæring „Eitt af því sem heillaði mig strax við Pírata var þegar Helgi Hrafn Gunnars- son þingmaður sagði stuttu áður en hann varð þingmaður að ákvæði stjórnarsrkár um að þingmenn séu aðeins bundnir af sannfæringu sinni væri ekkert sérstakt vandamál fyrir hann. Það væri nefnilega sannfæring hans að hann ætti ekki að ráða öllu.“ Halldór nefnir þetta sem dæmi um að flokknum sé treystandi til að veita sjálfum sér aðhald fyrir hönd kjós- enda. Það muni gilda um hann sem borgarfulltrúa alveg eins og það gildi um þingmenn flokksins. Skólamáltíðir Munu Píratar beita sér fyrir að skóla- máltíðir barna verði gjaldfrjálsar og greiddar af borginni? „Mér finnst það yfirleitt ágætis viðmið að horfa til þess hvaða verkefni eru lögbundin skylda sveitarfélaganna að veita. Í til- felli grunnskólabarna þá er það ekki aðeins lagaleg skylda að veita grunn- skólanám heldur er skylda að þiggja þá þjónustu. Hér á landi er skólaskylda og börnin eru skuldbundin til að vera þarna,“ segir Halldór og bendir á að Ísland sé eftir því sem hann viti best eina Norðurlandið sem rukki fyrir máltíðirnar. „Maður skilur að hlutir kosti og að hart sé í ári en mér finnst eðlilegt að setja þetta í forgang. Gera þetta gjaldfrjálst eða reyna að niður- greiða í meira mæli.“ Útsvar eða gjald- skrárhækkanir Reykjavík vikublað spurði odd- vita Pírata um nálgun flokksins við tekjuöflun borgarinnar. Útsvar er í eðli sínu tekjutengt en gjaldskrár- hækkanir greiðast af þeim sem nýta sér þjónustuna en geta bitnað á lág- launafólki. „Hér komum við aftur að lögbundnum skyldum og þeim sem ekki eru lögbundnar. Útsvar og skattar eru ágæti leið til að sjá til þess að til séu sameiginlegir sjóðir um hlutina. Þegar kemur að þjónustugjöldum þá finnst mér mikilvægt að þau lendi ekki á þeim sem hafa minnstar tekjur. Sér- staklega á það við um þjónustu sem íbúar verða að nýta sér.“ Halldór bendir á að útsvar er þegar í heim- iluðum toppi og því verði það ekki hækkað. Þétting byggðar Píratar segir Halldór almennt taka undir markmið um þéttingu byggðar. „Reykjavík er mjög dreifð borg og það skapar álag fyrir borgina.“ Halldór nefnir mengun og umferð sem dæmi um slíkt álag en líka tímann sem fer í ferðalög innan borgarinnar. Það skapi álag á íbúana. „Tíminn sem fer í að ferð- ast á milli er of mikill fyrir fólk. Í svona dreifðri borg geta útverfin líka einangr- ast bæði menningalega og pólitískt. Það eru mörg rök fyrir þéttingu byggðar og þá sérstaklega í miðbænum en það má auðvitað ekki gleyma úthverfunum.“ Til skýringar bendir Halldór á frægan íbúafund í Grafarvogi. Þá kvartaði Jón Gnarr borgarstjóri yfir einelti. Halldór segist hafa efasemdir um að eðlilegt sé að að afgreiða svona mál sem bara einhvern hóp fólks sem vilji vera með leiðindi. Það hljóti sannarlega að vera að vandamál að gjá sem þessi sé milli hópa borgarinnar. „Nú ræða menn það í gríni og alvöru að Grafarvogurinn ætti bara að vera sjálfstætt sveitarfélag,“ segir hann og bendir á að það hljóti að vera alvarleg staða. Togstreita um jafnréttisstefnu Jafnréttisstefna flokksins hefur valdið togstreitu meðal Pírata. „Það eru mjög skiptar skoðanir um þessa stefnu,“ segir Halldór og bætir við að umræða um jafnréttismál sé mjög örugg leið til að hleypa fólki upp. Hann segist vongóður um að flokkurinn leysi ágreininginn vegna stefnunar. Nýlega var haldinn flokksfundur um deilurnar vegna janfréttisstefnunar. Þann fund segir oddvitinn hafa verið góðan. Tog- streytan sé ekki vegna stefnunar í heild sinni heldur að mestu vegna þess að innan stefnunar hafi birst einsskonar innkaupastefna fyrir RÚV. Það þyki mörgum félagsmönnum umdeilanlegt. Loforð skulu standa Málastarf Pírata fer að miklu leyti fram á netinu. Flokkurinn er ungur og því mótast stefnan enn oft sem viðbrögð við atburðum. Reykjavík vikublað spurði því hvort kjósendur Pírata gætu treyst því að loforð þeirra stæðust en yrðu ekki bara felld úr gildi við næsta tækifæri eða vegna hávaða innan flokksins? „Að mínu mati eiga kjósendur rétt á að öll stefnan sem lögð fram fyrir kosningar standi út kjör- tímabilið. Í einhverjum tilvikum eru kannski skýr rök fyrir a breyta stefn- unni. Það þarf þá að útskýra mjög vel fyrir kjósendum og fara í eðlilegt ferli. Kosningar eru ákveðinn sáttmáli milli kjósenda og fulltrúa. Það er því eðli- leg forsenda að hugsa sem svo að þær upplýsingar sem lagðar eru fram af flokknum séu forsenda kosninganna.“ „í svona dreifðri borg geta úthverfin líka einangrast, bæði menningarlega og pólitískt,“ segir Halldór auðar Svansson. „að mínu mati eiga kjósendur rétt á því að öll stefnan sem lögð er fram fyrir kosningar standi út kjörtímabilið,“ segir Halldór auðar Svansson.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.