Reykjavík - 05.04.2014, Qupperneq 14
14 5. apríl 2014REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Færri bílar gætu sparað samfélaginu 8 milljarða á ári
Verði spornað við fjölgun bíla, samfara fólksfjölgun á höfuðborgarsvæð-
inu, og áhersla lögð á fjölbreyttari samgöngur en einkabíla, mætti spara
samfélaginu allt að 195 milljarða króna á tímabilinu 2015-2040. Þetta
kemur fram í spá um þróun byggðar- og samgangna á höfðborgarsvæðinu,
í tengslum við nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Unnið er að nýju svæðisskipulagi fyrir
höfuðborgarsvæðið til ársins 2014 á
vettvangi Sambands sveitarfélaga.
Drög að skipulagi fyrir svæðið eru
nú í kynningu en hugmyndin er að
sveitarfélögin á svæðinu leggi fram
sameiginlega áætlun um náið sam-
starf í skipulagsmálum og um vöxt á
höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi.
„Sýn Höfuðborgarsvæðisins 2040 er
sú að svæðið sé eitt búsetusvæði, einn
atvinnu- og húsnæðismarkaður með
sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði,
auðlindir og náttúru,“ segir meðal
annars um framtakið á vef Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil fólksfjölgun
Áætlað er að íbúum höfuðborgar-
svæðisins geti fjölgað um 70 þúsund
fram til ársins 2040. Samgöngur eru
meðal þess sem sérstaklega er fjallað
um í skipulaginu, en spurt er: „Hvernig
munu 275 þúsund íbúar og gestir þeirra
ferðast á hverjum degi um höfuð-
borgarsvæðið?“
Gert er ráð fyrir því í núgildandi
svæðisskipulagi að bílaumferð muni
aukast langt umfram fjölgun íbúa. Í
þeim plönum er lögð áhersla á að auka
afkastagetu gatnakerfisins; að ráðist
verði í umfangsmiklar fjárfestingar í
umferðarkerfinu til að taka við allri
umferð, án þess að umferðartafir auk-
ist.
Neikvæð reynsla erlendis
Hins vegar hefur reynsla af slíkri stefnu
ekki þótt jákvæð. Í flestum borgarsam-
félögum af svipaðri stærð hafi sú stefna
verið tekin að efla aðra ferðamáta en
einkabílinn; að íbúum fjölgi án þess að
bílaumferð aukist.
Fram kemur í samantekt sem birt
er á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu að þróun bílaumferðar
í 85 borgum í Bandaríkjunum, yfir 20
ára tímabil, hafi sýnt að meðaltafir í
umferð á annatíma hafi tvöfaldast,
enda þótt umtalsvert hefði verið fjár-
fest í gatnakerfinu. Hvergi hafi tekist
að auka afkastagetu gatnakerfisins
nægilega hratt til að mæta aukinni
bílaumferð.
Meiri tími í umferðinni
Í samantektinni segir að umferðarspár
bendi til þess að erfitt verði að uppfylla
ferðaþarfir fólks með góðu móti, ein-
göngu með því að bæta við umferðar-
mannvirkjun. Vaxi höfuðborgarsvæðið
út á við að mestu og val fólks á far-
kostum óbreytt miðað við núverandi
stöðu, muni bílaumferð aukast langt
umfram íbúafjölgun. Þá myndi sá tími
sem hver og einn eyðir að jafnaði í um-
ferðinni aukast um fjórðung. Þá myndu
tafir í umferðinni aukast verulega, enda
þótt miklu fé hefði verið varið í um-
ferðarmannvirki.
Þéttari byggð
Þar segir einnig að verði vöxturinn á
höfuðborgarsvæðinu inn á við, byggð
þéttist, auk þess sem fé verði bundið
í góðu kerfi almenningssamgangna,
verði staðan árið 2040 töluvert öðru-
vísi. Þá er miðað við að val fólks á ferða-
máta verði í takt við það sem tíðkast í
norrænum borgum af sambærilegri
stærð; enda þótt margir fari áfram um
á einkabílnum. Spár gefi til kynna að
við slíkar aðstæður verði minna um
tafir í umferðinni.
Samfélagið sparar
Í yfirliti á vef Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu segir að þegar
borið sé saman við óbreytta samgöngu-
stefnu, geti verulegar fjárhæðir sparast
fyrir samfélagið í heild. Þannig skipti
máli að byggð á höfuðborgarsvæðinu
verði þétt og aðrir samgöngumátar en
einkabíllinn verði efldir. Þetta sé og
í samræmi við stefnu annarra borga.
Sýndar eru þrjár sviðsmyndir. Sú
fyrsta gengur út á óbreyttan vöxt bíla-
umferðar samfara íbúafjölgun, þannig
muni fjöldi bílferða t.a.m. aukast um 45
prósent, samfara íbúafjölgun. Tvær til
viðbótar ganga út frá því að bílaumferð
aukist minna en svo.
Mikill samfélags-
legur ábati
Fjölgi bílferðum um 17 prósent þá er
gert ráð fyrir því að samfélagslegur
ábati muni nema á bilinu 95-115
milljarða króna, fram til ársins 2040
en tvær til viðbótar ganga út frá því
að vöxtur bílaumferðar verði minni;
minna verði varið í stór samgöngu-
mannvirki og frekari áhersla verði lögð
á almenningssamgöngur.
Þá sýnir þriðja svipmyndin að ef bíl-
ferðum fjölgar aðeins um tvö prósent,
að þá verðir samfélagslegur á bilinu
175-195 milljarðar króna á árabilinu
2015-2040. Í þessum sviðsmyndum er
ekki gert ráð fyrir heilsufarskostnaði
og kostnaði við bílastæði.
Átak í almenningssamgöngum
Ríkið hefur samið við Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
um að efla almenningssamgöngur.
Verja á tíu milljörðum króna til verk-
efnisins á einum áratug, fram til ársins
2022. Á móti er hugmyndin að fresta
stórum vegaframkvæmdum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Stórar framkvæmdir
í umræðunni
Kröfur um stórar vegaframkvæmdir
hafa samt sem áður verið í um-
ræðunni. Þannig hefur Sundabraut
komið aftur inn í umræðuna undan-
farið, og nefna má að formaður íbúa-
samtakanna Betra Breiðholt undrast
að mislæg gatnamót á mótum Bú-
staðavegar og Reykjanesbrautar hafi
verið tekin úr af skipulagi, eins og
lesa má í grein hér í blaðinu. Þá er
fyrirhugað að í ár hefjist framkvæmdir
við Arnarnesveg, sem á að liggja frá
Garðabæ, í gegnum Kópavog og yfir
í Breiðholt; en umhverfisáhrif fram-
kvæmdarinnar voru metin árið 2006.
Getið er um framkvæmdina í sam-
gönguáætlun til næstu fjögurra ára
sem innanríkisráðherra lagði fram á
Alþingi í upphafi vikunnar.
Einkarekið Apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
www.eignaumsjon.is
S. 585 4800, Suðurlandbraut 30.
Aðalfundur framundan?
Heildarlausn í
rekstri húsfélaga.
Heildarlausn í
rekstri húsfélaga.
SkipuLagSmáL
Hraðbraut gegnum höfuðborgarsvæðið. Verði fjölgun bíla óheft samhliða
fólksfjölgun mun fólk eyða miklu meiri tíma í umferðinni en nú, en ólíklegt
er að það dragi úr umferðartöfum þótt milljörðum verði varið í ný umferð-
armannvirki.
leið a gengur út frá því að bílum fjölgi í takt við fjölgun íbúa m.v. núverandi
stöðu. leiðir B og C gera ráð fyrir að bílum fjölgi hlutfallslega minna.