Reykjavík


Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 6

Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 6
Einstök gæði á góðu verði og vaxtalaus greiðsludreifing í 12 mánuði Eldhúsinnréttingar Þín veröld XE IN N IX 1 3 02 0 02 Innréttingar Skrifstofuhúsgögn BoConcept 6 10. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Borgarstjórnarkosningar 2014 Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com Misskildi ekki Laxness „Ég gekk til liðs við Framsóknarflokkinn haustið 2012,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, aðspurð hvað hafi dregið hana í stjórnmálin. „Það er eiginlega bara ein ástæða fyrir því að ég vel Framsóknarflokk- inn. Þegar ég bjó úti í Lúxemborg þá var hrunið og ég fór eiginlega bara í netbindindi. Ég felldi tár við að sjá hvern draum Íslendinga á eftir öðrum hrynja í október 2008. Ég upplifiði sjálf úti að horft var á kreditkortið mitt og sagt: „You are a daughter, we don't accept the card.“ Þetta var allt rosalega erfitt,“ segir Sveinbjörg. Það eru semsagt skuldamálin sem draga þig í pólitík? „Það eru skuldamálin og Icesave sem draga mig fyrst og fremst að Framsóknarflokknum.“ Öfgalausi flokkurinn „Þegar maður kynnist starfinu í Fram- sókn þá sér maður að Framsóknar- flokkurinn er ekki öfgaflokkur til hægri eða vinstri. Ég vil leggja málin þannig upp og vinna þau að skynsemi og röksemd. Framsókn er rökhyggju- flokkur og við vitum hvernig þjóðfélög fara sem reka sig alveg til hægri eða vinstri.“ - Þú segir þetta: Að Framsókn sé ekki öfgaflokkur en það er sannarlega upp- lifun margra að Framsókn sé einmitt öfgaflokkur. Séu nefnd dæmi þá má nefna að þingkona flokksins hefur kallað eftir að hælisleitendur gangi með öklaband og það finnst mörgum mjög öfgafullt. Utanríkisráðherra hefur gert tilraun til að ritskoða ríkisfjölmið- ilinn og forsætisráðherra keyrir á mjög harðri stéttaorðræðu þar sem fólk er sakað um að ganga erinda elítunnar. Ertu viss um að Framsókn sé öfgalaus rökhyggjuflokkur en ekki rómantískur öfgaflokkur sem hoppaði yfir upplýs- inguna? „Já ég er rosalega rómantísk. Ég get ekki svarað fyrir afstöðu þessa þing- manna og ráðherra flokksins sem þú ert búinn að nefna hér. Það get ég ekki en ég get aftur móti sagt að stefna Framsóknarflokksins eins og hún birtist og er samþykkt af grasrótinni er eitthvað sem ég vil vinna eftir. Ég hef ekki verið í þeirri stöðu sem þessir aðilar eru í og get ekki svarað fyrir það. Sumum finnst það sem þú nefnir öfgar og ég get alveg skilið það en ég get skilið að sumum finnist það ekki. Við eigum öll rétt á okkar skoðunum.“ Samábyrgð - Þú sem oddviti getur ekki borið ábyrgð á öllu sem flokkurinn gerir. Hins vegar erum við með flokkakerfi vegna þess að flokkar eiga að tryggja samá- byrgð á verkum flokksins og fulltrúa. Þess vegna er mikilvægt að lesendur viti hvernig þú sérð þessa samábyrgð þína og ykkar í Framsókn á gjörðum eigin fulltrúa? „Ég get ekki svarað fyrir það, ég átta mig ekki almennilega á því.“ - Ef við tökum dæmi; nú er nokkuð ljóst, og raunar bara framsóknarmenn sem deila nokkuð um það, að stóra kosningaloforðið um skuldaniðurfell- ingu verður svikið. Hver er þín ábyrgð á þessum verkum flokksins og hvernig stendur þú undir eigin ábyrgð? „Ég er að koma heim úr fjögurra vikna fríi og þegar ég fór út þá var ekki búið að leggja fram þetta frumvarp. Ég er ekki búin að sjá þetta frumvarp. Ég hef ekki kynnt mér þetta nákvæm- lega.“ - Ég er ekki að reyna að klekkja á þér en þú ert formaður framsóknarkvenna og oddviti í Reykjavík. Hversu ánægð ertu með niðurstöðuna? „Ég er ekki búin að kynna mér frum- varpið og ekki búin að sjá drögin en ég fór vel yfir tillögurnar sem komum fram og þær voru ekki í samræmi við mínar væntingar. Ég trúi því aftur á móti að þeir sem stóðu að þessu hafi verið að reyna að gera eins vel og þeir geta.“ - Hver er þá þín ábyrgð sem framsóknar- kona? „Ég breyti því ekki sem gerist á Al- þingi. Þar eru 63 þingmenn og nokkrir eru framsóknarmenn en við vinnum svo með öðrum stjórnarflokk.“ Sjálfstætt fólk og Salka Valka Sveinbjörg hefur búið víða og upp- lifað margt. Á unglingsárunum stund- aði hún nám í kaþólskum stúlkna- skóla í Frakklandi. Þá starfaði hún í pílagrímaflugi Atlanta og bjó eins og áður segir í Lúxemborg. Í viðtalinu kom fram að hún les mikið. „Ég segi alltaf við börnin mín að manni endist ekki ævin til að gera öll þau mistök sem hægt er að gera og til þess eru bækur.“ - Hvað með Laxness? „Ég hef lesið Sjálfstætt fólk, Atóm- stöðina og Sölku Völku líka.“ - Ferðast mikið, Lesið Laxness en ert í Framsóknarflokknum. Misskildir þú nokkuð Laxness? „Ég misskildi ekki Laxness,“ svaraði Sveinbjörg hlægjandi en viðurkennir þó að þegar hún las bækur hans í menntaskóla þótti henni skilaboðin nokkuð kommúnísk. „Ég var mjög heit, sérstaklega þegar ég las Sölku Völku í menntaskóla. Þá var ég með kaupfélagshugsjónina í Versló þar sem flestir studdu Sjálfstæðisflokkinn. Ég man að ég hugsaði sem svo að allir íslenskukennararnir okkar væru ör- ugglega kommúnistar. Svo var það auðvitað ekki.“ Alþjóðleg fallkönnun Sveinbjörgu eru menntamálin hug- leikin og vill áherslu á þau í komandi kosningum. „Við erum komin með alþjóðlega fallkönnun um hvernig börnin okkar standa. Það er mjög sárt fyrir foreldra,“ segir hún og spyr hvort of mikil áhersla á steypu og flottar byggingar séu skólakerfinu til trafala. „Sumstaðar í borginni t.d. í Norðlinga- holti eru mjög flottir skólar og fullt af steypu. Ég spur hvort steypan lækni fólk.“ Sveinbjörg nefnir flugvöllinn í þessu samhengi og segist vilja for- gangsraða þeim fjármunum sem kostar að færa flugvöllinn frekar í mennta- kerfi borgarinnar. Borgin byggi Sveinbjörg vill sjá Reykjavík fara með beinum hætti í uppbyggingu húsnæðis. „Núverandi meirhluti segist vera að beita sér fyrir byggingu 3500 íbúða en það eru allt verktakar sem eru að byggja þetta. Mig langar að kalla eftir því hvað Reykjavík ætlar að byggja.“ - Þú vilt þá að Reykjavík komi með beinum hætti að byggingu íbúða? „Já, og fyrir því eru mörg rök. Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig í hundruð ára að fasteignir eru öruggustu fjárfestingar sem til eru. Þeir sem töpuðu á banka- hruninu töpuðu öllum bréfunum sínum. Þeir sem áttu fasteignir…“ - Töpuðu líka ansi miklu? „Já en sjáðu til fasteignaverðið er komið hærra en það stóð fyrir hrun.“ - Rétt en þó aðeins ef þú leiðréttir ekki fyrir því að krónan missti um 40% að virði sínu. „Þessi umræða um gjaldeyrishöftin snýst raunverulega um flugvöllinn. Þetta er ákveðin þrautalending fyrir krónueigendur. Það er þess vegna sem er svona mikill þrýstingur á að flug- völlurinn fari.“ Hræggammarnir á flugvellinum Sveinbjörg vildi ekki skýra þennan þátt í flugvallamálinu þegar gengið var eftir því en sagði þó: „Ég ætla ekki á meðan gjaldeyrishöftin eru að veita fjárfestum það svigrúm að fjárfesta þarna. Þeir geta fjárfest með mér í úthverfum og styrkt Reykjavík.“ - Hvers vegna metið þið málin svo að flugvöllurinn sé kosningamál núna en ekki í næstu kosningum hann verður til 2022? „Það tengist í fyrsta lagi öryggis- sjónarmiðum. Að við séum með ör- yggisbraut þvi ef við höfum hana ekki þá eru 35 dagar á ári sem ekki er hægt að fljúga til Reykjavíkur. Eftir það verður svo auðvelt að segja að hann verði bara að fara því þá er hann kominn undir staðla.“ Slægir stjórnmálamenn „Ég er mjög klár, ég er yfirleitt mjög fljót að átta mig á aðstöðunni og er með gott pólitískt nef. Ég er hins vegar ekki mjög góð í að skíta út og taka einhverja gamla vinkla í pólitík enda ætla ég ekki aðs tanda fyrir það,“ segir Sveinbjörg aðspurð hvort hún sé nægilega slóttug til að vera stjórnmálakona. „Ég held að ég hafi allt að bera til að vera ofboðs- lega góður leiðtogi og fyrirmynd fyrir borgarbúa.“ „Þessi umræða um gjaldeyrishöftin snýst raunverulega um flugvöllinn,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.