Reykjavík


Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 12

Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 12
REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! EX PO - w w w .ex po .is Sími: 535 9000 TOPP SKÍÐAFESTINGAR Á GÓÐU VERÐI Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL myndlistaskol inn. is Vorsýning Diplómadeilda Myndlistaskólans í Reykjavík verður haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu dagana 14. - 18. maí Umsóknarfrestur í Diplómadeildir er 3. júní Útskriftarsýning Sjónlistadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík verður haldin að Hringbraut 121 dagana 14. - 18. maí Umsóknarfrestur í Sjónlistadeild er 19. maí – gerir lífið bjartara Einfalt og flott Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is · gloey@gloey.is 10. maí 201412 REYKJAVÍK VIKUBLA Ð sveitarstjórnarkosningar 2014 Gjaldfrjáls grunnþjónusta við börn Í síðustu viku birtist hér í Reykjavík vikublaði grein eftir Skúla Helgason, frambjóðanda Samfylkingarinnar til borgarstjórnar, undir yfirskriftinni “Eflum innra starf í skólunum”. Þar lofar Skúli öllu fögru, heitir samvinnu við kennara og skólastjórnendur um miklu betra skólastarf í Reykjavík. Batnandi fólki er best að lifa. En það getur varla talist trúverðugt að setja fram fögur fyrirheit um samráð og samstarf eftir að hafa staðið að harkalegri aðför að skólastarfi í Reykjavík, sameiningum skóla, uppsögnum skólastjórnenda og kjaraskerðingum leikskólakennara. Úrtöluraddir íhaldsfólks Í greininni tekur Skúli sér auk þess skil- greiningarvald á því sem er mögulegt og því sem er ekki mögulegt. Hann full- yrðir að það muni enginn geta staðið við loforð um gjaldfrjálsa leikskóla, frístundastarf og skólamáltíðir ásamt öðrum viðfangsefnum á vettvangi skóla- og frístundar. Skúli þykist hafa fundið hér óyfirstíganlegan pólítískan ómöguleika. Fullyrðingar Skúla eru hluti af kunn- uglegum úrtöluröddum sem því miður heyrast allt of oft þegar við í Vinstri grænum höfum sett fram róttækar tillögur í þágu samfélagsins. Aðgerðir til að skapa réttlátt samfélag eru alltaf úthrópaðar sem ómögulegar eða óraunsæjar af íhaldsmönnum. Þannig var það á sínum tíma um heilsdagsleikskóla fyrir öll börn, skólamáltíðir í grunnskólum og jafn- vel hjólastíga og bættar almennings- samgöngur. Allt þóttu þetta einu sinni óraunhæf stefnumál eða ómöguleg í framkvæmd. Úrtöluraddir íhalds- fólks ómuðu þá eins og núna - þó allir flokkar hafi á endanum samþykkt mik- ilvægi þessara verkefna. Enda hljóta allir að geta verið sammála um að for- gangsraða þurfi fyrir börn. Raunhæft og nauðsynlegt Eina framboðið sem hefur sett fram útfærða áætlun um framkvæmd helstu stefnumála sinna, þar með talið verð- miða og áfangaskiptri áætlun um framkvæmd er Vinstrihreyfingin grænt framboð. Við höfum sýnt fram á að með tilfærslu á 0,9% af tekjum borg- arinnar getum við innleitt gjaldfrelsi á fjórum árum. Það er að sjálfsögðu hægt en til þess þarf kjark og áræðni. Stefna Vinstri grænna um gjald- frjálsa grunnþjónustu við börn er ekki bara raunhæf, heldur nauðsynleg og ábyrg nálgun til að takast á við sívax- andi fátækt og ójöfnuð í samfélaginu. Hættum að sporna gegn nauðsynlegum framförum og vinnum saman að betri borg fyrir fólkið í borginni. Höfundur er Sóley Tómasdóttir Oddviti VG í Reykjavík Almenningssamgöngur fyrir alla? Ég er mjög hlynnt almennings-samgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrika- lega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Mér finnst hugsunin með almenn- ingssamgöngum hér á höfuðborgar- svæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almenn- ings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar al- menningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenn- ingssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag mið- ast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Dögun mun berj- ast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta. Höfundur er Helga Þórðardóttir, frambjóðandi Dögunar í 8. sæti Þessi mynd Jafnréttisstofu sýnir að þótt dregið hafi saman með launum kynjanna á síðustu þremur áratugum, eru laun kvenna enn ekki nema tveir þriðju af launum karla.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.