Reykjavík


Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 4

Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 4
4 10. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Endurræsing á gleðidögum Á dögunum las ég bók sem fjall-aði um hreyfingu og líkams-rækt. Þar var sagt frá því að það er ekki bara nauðsynlegt að endur- ræsa tölvur, það þarf líka að endur- ræsa líkamann. Höfundar bókarinnar sögðu að með því að gera fjórar æfingar daglega mætti ná þessu markmiði. Við þurfum að: 1. Rúlla okkur eins og ungabörn, 2. Skríða eins og börn, 3. Rugga okkur á fjórum fótum og 4. krossa hné í olnboga. Sé þetta gert daglega skilar það ár- angri, líkaminn endurnærist og endur- ræsist og rifjar aftur upp hvernig það var að hreyfa sig þegar við vorum pínuponsulítil. Við þurfum að verða eins og börnin sögðu höfundar líkamsræktarbókar- innar. Eitthvað svipað er haft eftir Jesú Matteusarguðspjalli: „Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki.“ Kannski átti hann við að við þyrftum að hreyfa okkur eins og börn. Kannski var hann að tala um að endurræsa hjartað og hug- annn. Slíkar æfingar gætu t.d. byggt á því hvernig börn nálgast annað fólk og umhverfið: 1. Þau sýna traust, 2. þau gefa af sér skilyrðislausa ást, 3. þau hafa vonarríka afstöðu til lífs- ins, 4. þau gefa mikið af því sem er ókeypis en getur breytt heiminum: Brosum. Nú eru gleðidagar í kirkjunni. Það eru dagarnir fimmtíu frá páskum til hvítasunnu. Páskadagarnir fimmtíu einkennast af gleði, umhyggju og bjart- sýni. Má ekki hugsa sér að nota þennan tíma til að endurræsa líkamann með því að hreyfa sig eins og barn og endur- ræsa hugann og hjartað með því að nálgast annað fólk og umhverfi okkar eins og börnin gera? Með því að brosa og mæta öðrum í umhyggju og hlýju, með því að sýna ást í verki, að treysta því að allt fari vel. Ertu til í að endurræsa? Ríkisstjórnin hefur þegar lækkað veiðigjöld umtalsvert og hyggst gera betur. Fyrsta verk hennar var að lækka gjöldin á síðasta sumarþingi. Seint í síðasta mánuði var svo lagt fram frumvarp um að lækka þau enn frekar. Hér er verið að tala um lækkun á gjöldum fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar um meira en 10 milljarða króna. „Á þessu stigi liggja ekki fyrir aðrar ráðstafanir til að vega upp á móti þessari lækkun á áformaðri tekjuöflun ríkissjóðs. Að óbreyttu má því gera ráð fyrir að staða ríkissjóðs muni versna á árunum 2014 og 2015 frá því sem áður var áætlað,“ segir í umsögn fjármálaráðuneytisins um nýjasta frumvarpið. Ætla menn að brúa þetta milljarðabil með því að skera niður opinbera þjónustu við fólkinu í landinu? Eins og gert var eftir síðustu lækkun veiðigjaldanna auk þess sem gjaldskrár voru hækkaðar umtalsvert. Allt síðasta kjörtímabil töluðu núverandi stjórnarherrar um hvað sjávarútveg- urinn ætti bágt og fylgdu þar eftir fjöldamörgum forsíðum Morgunblaðsins þar sem þjóðargjaldþroti var spáð, yrðu veiðigjöld innheimt og fjöldagjald- þrotum í sjávarútvegi. Raunin hefur hins vegar verið sú að greinin í heild sýndi yfir 200 milljarða króna hreinan hagnað á árunum 2009-2012, samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar. Veiðigjöldin, samkvæmt ríkisreikningi námu 17 milljörðum á þessu tímabili. En það vekur athygli að árið 2008 kom ekki króna í ríkissjóð af veiðigjöldum. Menn eru því engu að ljúga þegar þeir segja að veiðigjöld hafi margfaldast undir vinstri stjórninni. En það er fleira sem vekur athygli í þessu sambandi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru meðal allra helstu bakhjarla núverandi stjórnarflokka. Þegar styrkir til þeirra frá sjávarútvegsfyrirtækjum eru teknir saman, má sjá að þeir hafa fengið á milli 90 og 95 prósent af öllum styrkjum sjávarútvegsfyrirtækja til stjórnmálastarfsemi. Þetta eru fyrirtæki sem fá úthlutað 75 prósentum af kvótanum við Ísland, næstum öll stærstu og öflugustu fyrirtækin. Fyrirtæki sem hafa skilað eigendum sínum hundruðum milljóna og milljörðum í vasann undanfarin ár. Fólki finnst talan kannski ekki há, 40 milljónir króna handa stjórnarflokk- unum. En þegar 40 milljónir verða að 10 þúsund milljónum á innan við tveimur árum, er varla annað hægt en að spyrja sig hvort þetta hafi ekki verið arðbær fjárfesting. Ingimar Karl Helgason Leiðari Fjárfesting sem borgar sig Reykjavík vikublað 17. Tbl. 5. áRganguR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@ thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Hildur Björgvinsdóttir. Netfang: hildurbjorgvins@gmail.com. Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 50.000 eintök. dreifing: Fríblaðinu er dreiFt í 50.000 e intökum í allar íbúðir í reykjavík. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Sjálfstæðið Greint hefur verið frá því að breskir fjárfestar vilji leggja rafmagnssæ- streng hingað til lands. Málið mun vera komið vel af stað. En hins vegar er ekki að sjá að nein umræða hafi farið fram hér á landi um skynsemi þess að virkja út um allt til orkusölu úr landi. Þess utan má spyrja hvort eitthvað hafi verið rætt um hvort það sé gáfulegt að erlendir aðilar yrðu algerlega ráðandi um slíka framkvæmd. Ekki í bíó Sambíóin ráku tvær stúlkur úr vinnu fyrir að nýta málfrelsið og ræða kynjamisrétti á vinnustað sínum. Þetta er auðvitað hneyksli. Enda þótt Sambíóin hafi nú boðið þeim vinnu að nýju hlýtur fólk að spyrja sig hvort svo hefði verið gert, hefði ekki verið fyrir nokkra fjölmiðlaum- fjöllun og yfirlýsinga þúsunda um að sniðganga Sambíóin. Annars hlýtur að vekja athygli að það tók Sambíóin heila viku að bregðast við og kallaði brottreksturinn þá „mistök“. Óraunhæft Embætti ríkis- skattstjóra segir að óraunhæft sé að fólk geti sótt um „leiðréttingu“ h ú s n æ ð i s l á n a 15. maí. Það er á fimmtudaginn. Málið hefur ekki verð afgreitt sem lög frá Alþingi. Þetta er þó það sem boðað var, en fólk er víst farið að taka yfir- lýsingum forsætisráðherrans með nokkrum fyrirvörum. En það að mörgu að huga í þessu máli, og alþingismenn hljóta að hugsa um. Málið er eiginlega óraunhæft enda þótt athugasemdir ríkisskattstjórans séu tæknilegs eðlis. Fjöldamargir hafa bent á marga alvarlega galla á þeirri hugmynd að greiða niður skuldir sumar. Í fyrsta lagi veitti rík- issjóði ekki af því að grynnkað væri á skuldum hans, í öðru lagi stendur til að greiða niður skuldir margra sem ekki þurfa á því að halda. Í þriðja lagi eru fjölmargir sem sem verða útundan hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir að vera með verðtryggð lán, fyrir utan auðvitað alla aðra sem lentu í sama „forsendubresti“ og fá ekki neitt, til dæmis fólk á leigumarkaði, fyrir utan alla þá sem fengu aðstoð í skuldavanda í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mótbyr Borgarráð ákvað að falla frá því að kynna hverfaskipulagið sem lengi hefur verið í undirbúningi með þátt- töku allra flokka. Það gerðist eftir fjölmiðlastorm með dyggri þátttöku sjálfstæðismanna þar sem fullyrt var að taka ætti heilaga bílskúra í Vesturbænum eignarnámi. Víst er að ekkert í þá veru hefur staðið til, en það er forvitnilegt að fylgjast með því hvernig markvissir útúrsnún- ingar geta orðið til þess að góðar hugmyndir séu settar til hliðar. Í fréttumUmmæli með erindi: „Vandi ríkisstjórnarinnar er mik-ill nú í upphafi þings. Sá vandi er tvíþættur. Annars vegar er sá innan- búðarvandi sem þjóðin hefur fylgst með í vaxandi undrun síðustu vikur og mánuði. Vandi sem á rætur í píramídakerfi gömlu flokkanna, og einkennist af brjóstumkennanlegu eig- inhagsmunapoti og valdabrölti. Í slíku kerfi fer lítið fyrir bræðralagi og systurþeli. Þar gildir réttur hins sterkari og þar er grunnt á hefnigirnina ef ein- hverjum finnst við sér stjakað.“ Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, á Alþingi 1985. Höfundur er Árni Svanur Daníelsson, vefprestur og bloggar á www.vefprestur.is. Vill hrósið Þingmaðurinn Brynjar Níelsson setur fram áhugaverða sýn á bloggsíðu sinni. Eins og venjulega skammast hann út í „vinstri menn“ fyrir að vinna að endurreisn eftir hrun í boði hans eigin flokks, og neitar því að rík- isstjórnin núna sé verklítil. Hann þakkar henni meðal annars fyrir að samningar hafi náðst við þorra launafólks. Þetta er undarlegt afrek í ljósi þess að allt landið logar í verkföllum og kjaradeilum, lög hafa verið sett á lögmætar aðgerðir og árið ekki einu sinni hálfnað. En Brynjar vill greinilega hrós fyrir þetta. Lýðræðið Þeim brá nokkuð Pírötum í Kópa- vogi þegar þrír óþekktir menn röðuðu sér í efstu sætin á lista flokks- ins í netkosningu um sæti á lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Kenn- ingar eru uppi um að „smalað“ hafi verið fyrir prófkjörið, en 25 greiddu þar atkvæði um 11 frambjóðendur. Íslenska leiðin Það vekur furðu hjá mörgum að tonnatak virðist vera í ráðherra- stólnum í innanríkisráðuneytinu. Bæði í Kastljósi og DV hefur verið bent á ýmsar mótsagnir í máli ráð- herra í lekamálinu, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Einnig hefur verið bent á að pólitískir aðstoðarmenn hafa orðið margsaga í málinu. Víst er að fólk í öðrum löndum hafa sagt sig frá ráð- herrastólum af minna tilefni en lög- reglurannsókn. Inn- anríkisráðherrann talaði um „ljótan pólitískan leik“ á Alþingi. Sumir spyrja hvort ráð- herrann hafi verið að horfa inn á við. Gleðibankinn Aldrei þessu vant virðast Ís- lendingar ekki hafa ákveðið fyrirfram að nú vinnum við Eurovision. Það var því ánægjulegt en jafnframt óvænt að heyra orðið „Iceland“ lesið upp á þriðjudagskvöldið, síðast í röð- inni, þegar tilkynnt var um hvaða lög kæmust á lokakvöldið í kvöld. En þrátt fyrir að væntingarnar hafi verið jarðtengdar hingað til er aldrei að vita hvað gerist í kvöld. Líklega er ekki úr vegi að setja á sig bjartsýn- issólgleraugun og fara strax reikna hagræn áhrif þess að halda Eurovision á Íslandi. héðan og þaðan … Leita að Reykvíkingi Jón Gnarr borgarstjóri hefur hafið leit að Reykvíkingi ársins. Óskað er ábendinga um manneskju sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar, segir í til- kynningu frá borginni. Þetta er í fjórða sinn sem þetta er gert, en í tilkynn- ingu borgararinnar segir að þessi fyrir- myndarmanneskja gæti til dæmis verið einhver sem heldur borginni hreinni, t. d. með því að tína upp rusl, eða einhver sem haft hefur jákvæð áhrif á nærum- hverfi með ólaunuðu framlagi eða gert Reykjavíkurborg gott á undanförnum árum með öðrum hætti.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.