Reykjavík


Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 8

Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 8
8 10. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Fjárhagslega hagstætt að halda Eurovision á Íslandi Áhugi Hauks Johnson á Eurovision kviknaði þegar hann var 7 ára, árið sem Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson fluttu lagið Eitt lag enn. Það kvöld bar hann út blaðið með bróður sínum, enginn var á ferli en gríðarleg fagnaðarlæti heyrðust innan úr húsum þegar Ísland fékk stig, „Þarna áttaði ég mig á því að þetta væri eitthvað stórfenglegt. Næstu ár tók ég svo upp keppnirnar og horfði á þær nær daglega eftir skóla.“ Haukur verður við keppnina í Kaupmannahöfn í kvöld, en hann hefur ýmsa snertifleti við þetta merkilega menningarfyrirbæri sem Eurovision sannarlega er. Úrslit í Evrópsku söngvakeppninni, Eurovision, ráðast í Kaupmannahöfn í kvöld. Keppnin er með elsta sjón- varpsefni í heimi, var fyrst haldin 1956 en Íslendingar þreyttu frumraun sína 1986 með Gleðibankanum ódauð- lega. Fjölbreytni laganna er mikil og hefur í gegnum tíðina mátt heyra allt frá ljúfum írskum melódíum yfir í þungarokk finnsku hljómsveitarinnar Lordi sem vann keppnina árið 2006. Í kvöld eru það drengirnir í Pollapönki ásamt bakraddasöngvurunum Snæ- birni Ragnarssyni og Óttari Proppé sem koma fram fyrir Íslandshönd og flytja lagið Enga fordóma eða No Predjudice í þýðingu tónlistarmannsins John Grant. Eurovision vinir frá Panama og Nýja-Sjálandi Haukur segir að það hafi ekki komið sér á óvart að framlag Íslands hafi komist í úrslitakeppnina í kvöld, það eigi fullt erindi þangað auk þess sem íslensku þátttakendurnir beri virðingu fyrir keppninni og það skipti máli. Sjálfur átti Haukur, lagið Amor í undankeppni sjónvarpsins og vonast til að taka þátt aftur síðar. Í fimmta sinn á sjö árum mun Haukur verða staddur á úrslita- keppninni í kvöld en hann á marga Eurovision-vini sem hittast aðeins við þetta tilefni. Þeir koma ekki aðeins frá Evrópu heldur einnig frá Venesúela, Panama og Nýja-Sjálandi. Áhorfendur á annað hundrað milljónir Árið 2011 skrifaði Haukur BA ritgerð sína í hagfræði og bar hún titilinn Væri þjóðhagslega hagkvæmt að halda Eurovision á Íslandi? Kostnaðarábata- greining. Í ritgerðinni tók hann mið af keppninni í Noregi 2010 sem hafi verið langt frá því sú ódýrasta og telur hann að Íslendingar gætu sloppið með tölu- vert lægri upphæð. Mestur kostnaður væri tengdur tækja –og sviðsbúnaði en þar á eftir kæmi launakostnaður. Styrkur frá Sambandi evrópskra sjón- varpsstöðva auk miðasölu kæmi á móti og metur Haukur það svo að tekjur RÚV af verkefninu myndu duga fyrir meira en helmingi kostnaðarins. Þá ætti eftir að taka inn í reikninginn af- leiddan þjóðhagslegan ávinning af t.d. komu ferðamanna og blaðamanna sem og landkynningu sem erfitt sé að mæla í krónum. „Ég studdist þá við það að opinberir aðilar töldu fullsannað að átakið Inspired by Iceland hafi „borgað sig“ en það kostaði 700 milljónir og er talið hafa náð athygli um 6,5 milljón manns. Á sama tíma eru áhorfendur Eurovision vel á annað hundrað millj- óna og því áætlaði ég að verkefni myndi skila allavega jafnmiklum árangri og Inspired by Iceland.“ Frá árinu 2010 hefur verið lögð áhersla á að minnka umfang keppninnar og voru „aðeins“ seldir 10.000 miðar á keppnina í kvöld sem er það minnsta í mörg ár. Miðað við þessar forsendur var þjóðhagslegur ávinningur af því að halda Eurovision á Íslandi um 200 milljónir, sem er ekki svo mikið, en ég held hins vegar að ef Inspired by Iceland var 700 milljóna virði þá hljóti Eurovision að vera virði nokkurra milljarða hið minnsta. Hann segir það aðeins tímaspursmál hvenær Ísland vinni keppnina, það þurfi bara að gefa Evrópu rétta lagið og þá sé þetta komið. Önnur lönd, líkt og Ísrael eigi minni möguleika því það hafi margar þjóðir pólitískt á móti sér. Menning og saga sameinar þjóðirnar Árið 2005 skrifaði Íris Davíðsdóttir stjórnmálafræðingur ritgerðina Á hverju byggjast ríkjabandalög: kosn- ingahegðun einstakra ríkja í Söngva- keppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að ástæða þess að grannþjóðir kjósi hver aðra sé helst sú að þær eigi sér svipaða menningu og sögu, þó pólitík geti líka haft einhver áhrif. Keppnin sé einskonar micro útgáfa af alþjóða- samskiptum og það að það sé keppt í söng milli þjóða líkt og í íþróttum sé sérstakt út af fyrir sig og geti ýft upp ákveðna þjóðernishyggju. Viðburðir af slíkri stærðargráðu, hvort sem um er um að ræða íþróttir eða tónlist séu oft notaðir til að vekja athygli á ákveðnum málefnum og verði því til að mynda áhugavert að fylgjast með stigagjöfinni á milli Rússlands og Úkraínu í kvöld í ljósi frétta þaðan undanfarið. „Þá segir maður já“ Snæbjörn Ragnarsson, einn þeirra sem stíga á svið í Kaupmannahöfn í kvöld segir að mikil gleði og kátína ríki innan hópsins sem sé stórkost- lega dínamískur og aðal undirbún- ingurinn fyrir úrslitin hafi helst falist í að viðhalda gleðinni sem hafi verið auðvelt. Markmiðið hafi verið fyrst og fremst að komast í úrslitin en hann sé persónulega tilbúinn í að rústa keppn- inni. Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhalds lag í keppninni segist hann ekki hafa heyrt þau öll, „ Ég er enn að díla við þá staðreynd að mér finnst ungverska lagið skemmtilegt. Það er sjokkerandi.“ Snæbjörn sem er einn meðlima þungarokkshljómsveitar- innar Skálmöld hefur að eigin sögn ekki verið í hópi mestu áhugamanna um söngvakeppnina; „ Ég var bara beðinn um að vera með í þessu. Og þegar maður fær spurninguna „Ertu til í að syngja bakraddir með Óttarri Proppé?“ þá segir maður já. Það er þannig.“ En hver ætli sé helsti munur- inn á að spila með Skálmöld og að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra snjónvarpsstöðva? „Einu sinni var ég landsliðsmaður í frjálsum íþróttum. Að keppa í Eurovision er eiginlega líkara þeim kúltúr. En það er margt svipað í kringum þetta, eldheitir að- dáendur og múgsefjun. Það hentar þó betur að svitna með Skálmöld. Þessi samfestingur er heldur skjólgóður fyrir heitfengan mann.“ menningin Hildur Björgvinsdóttir Ekki missa af ... …Fjölmenningar- degi Reykjavíkur- borgar. Skrúðganga fer frá Hallgríms- kirkju í dag kl.13, gengið verður niður Skólavörðustíg og endað í Ráðhúsinu þar sem verður markaður með hand- verki og mat frá hinum ýmsu löndum. Skemmtidagskrá verður í Tjarnarbíói milli kl.13:30 og 17. …Meistarahendur. Í dag kl.16 opnar yf- irlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni. Á sýningunni verða verk sem spanna feril Ásmundar í heild, meðal annars sveinsstykki hans, útskorinn stóll frá námsárum hans 1915-1919 hjá Rík- harði Jónssyni og höggmyndir sem hann gerði sem nemandi við sænsku ríkisakademíuna. …James McVinnie sem leikur í Mengi, Óðinsgötu 2, miðviku- daginn 14.maí kl.21. James McVinnie leikur bæði á orgel og hljómborð og hefur leikið með listamönnunum Nico Muhly, Graham Ross og Richard Reed Parry (Arcade Fire). Miðaverð 2.000kr. …Tónleikum útskriftarnema. Þessa dagana halda nemendendur við tónlistardeild Listaháskóla Ís- lands útskriftartónleika sína víða um bæinn. Hafa nemendurnir ýmist lagt stund á tónsmíðar, á ákveðið hljóðfæri eða í söng og býðst gestum að hlýða á afraksturinn. Ókeypis er inn á flesta tónleikana og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu listaháskólans, lhi.is. íris Davíðsdóttir rannsakaði ríkja- bandalög í kosningunni. Haukur Johnson reiknaði út hagræn áhrif þess að halda keppnina hér. Þegar maður er spurður hvort maður vilji syngja bakraddir með Óttari Proppé þá segir maður já, segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld. Pollapönkarar á sviðinu. Mynd: Sander Hesterman (EBU). Það var mikið fagnað þegar ísland komst áfram. Mynd: Andres Putting (EBU). Eurovision fararnir stíga á sviðið í kvöld.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.