Reykjavík


Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 10

Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 10
10 10. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Stjórnarflokkarnir fengu 95 prósent af styrkjum sjávarútvegsfyrirtækja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu um 95 prósent af öllum styrkjum fyrirtækja í sjávarútvegi til stjórnmálaflokka á árunum 2009-2012. Þetta kemur í ljós þegar farið er yfir uppgjör stjórnmálaflokk- anna sem send hafa verið til Ríkisendurskoðunar. Uppgjör fyrir kosninga- árið 2013 eru ekki komin til Ríkisendurskoðunar. Um þrjátíu fyrirtæki sem styrktu flokkana tvo fá úthlutað um 75 prósentum af öllum kvóta á Íslandsmiðum og ætla má að séu helstu greiðendur veiðigjalda. Samkvæmt lögum um fjármál stjórn- málastarfsemi þurfa flokkar og fram- bjóðendur að upplýsa um alla styrki frá lögaðilum. Auk þess má hver og einn ekki styrkja stjórnmálaflokk eða stjórnmálamann um meira en 400 þúsund krónur. Þar segir einnig að telja skuli saman framlög tengdra aðila. Þegar litið er yfir framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar- flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, má sá að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa styrkt flokkana um samtals ríflega 40 milljónir króna. Vinstri græn fengu áberandi minnst, innan við hálfa milljón króna á þessum fjórum árum. Næst minnst fékk Samfylkingin, um tvær milljónir. Þegar styrkir til núverandi stjórnar- flokka eru kannaðir blasir hins vegar við töluvert önnur mynd. Þannig námu styrkir til Sjálfstæðisflokksins um 27 milljónum króna á tímabilinu og styrkir til Framsóknarflokksins um 13 milljónum. Í allt fengu þessir tveir flokkar því um 95 prósent allra styrkja sem sjávarútvegsfyrirtæki veittu flokk- unum fjórum á árunum 2009-2012. Framsókn Þegar framlög til Framsóknarflokks- ins eru könnuð nánar má sjá að helstu styrktaraðilar flokksins í sjávarútvegi eru í hópi kvótamestu útgerða landsins. Nefna má Brim, Ísfélag Vestmanna- eyja, Vinnslustöðina í Vestmanna- eyjum, Samherja, Síldarvinnsluna, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Þorbjörn og Vísi í Grindavík og HB-Granda. Einnig eru þarna félög líkt og Hvalur hf. en félagið átti á tímabilinu stóran hlut í HB-Granda, auk Kaupfélags Skag- firðinga sem hér er talið með, enda á kaupfélagið Fisk Seafood að öllu leyti. Sjálfstæðisflokkur Sömu fyrirtæki eru áberandi meðal þeirra sem styrktu Sjálfstæðisflokk- inn á tímabilinu. Í 27 milljóna króna upphæðinni sem að ofan var nefnd, eru reyndar einnig styrkir frá fyrir- tækjum líkt og Lýsi og sölufyrirtækinu Icelandic group. Séu þau tekin út fyrir sviga lækkar heildarupphæð sjávarút- vesstyrkja til Sjálfstæðisflokksins rétt niður fyrir 25 milljónir króna á tímabil- inu, sem er samt sam áður mun hærri upphæð en hjá nokkrum öðrum flokki. Algengt er að sjávarútvegsfyrirtækin hafi látið flokknum í té hæstu upphæð sem völ er ár, 400 þúsund krónur. Brim styrkti flokkinn um 1,5 millj- ónir á tímabilinu, eins og Samherji , HB Grandi og Gjöfur ehf. Hraðfrystihúsið Gunnvör lét flokknum í té svipaða upp- hæð, eins gerði Ísfélag Vestmannaeyja. Einnig voru mörg fyrirtæki sem létu flokknum í té um milljón króna á tímabilinu, líkt og Þorbjörn í Grinda- vík, Vinnslustöðin í Eyjum, Kaupfélag Skagfirðinga, Samfylking og VG Styrkir til fyrrverandi stjórnarflokk- anna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru áberandi minni en til núverandi stjórnarflokka. Þannig fengu Vinstri græn einn 400 þúsund króna styrk frá Brimi árið 2011, 50 þúsund frá Sam- herja árið á undan, og fimmþúsundkall frá Vísi í Grindavík kosningaárið 2009. Samfylkingin fékk samtals styrk frá 7 sjávarútvegsfyrirtækjum á tímabilinu, alls um tvær milljónir króna. Í engu tilviki var um að ræða hámarksupp- hæð styrkja. Tengdir aðilar Athygli vekur að fyrirtæki sem tengjast mjög innbyrðis hafa styrkt núverandi stjórnarflokka dyggilega. Nefna má tengsl Samherja og Síldar- vinnslunnar, en á tímabilinu eignaðist Samherji ráðandi hlut í síðarnefnda fyrirtækinu. Síldarvinnslunni tengist svo aftur sjávarútvegsfyrirtækið Gjögur sem á þar stóran hlut. Þessi þrjú félög styrktu Sjálfstæðisflokkin um samtals eina milljón króna árið 2012. Þá hefur Hvalur hf. verið stór hlut- hafi í Vogun, sem hefur átt 40 prósenta hlut í HB Granda. Bæði Hvalur og HB Grandi styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 6-800 þúsund krónur samanlagt á hverju þessara fjögurra ára. Sterk tengsl eru milli félaganna Brims, KG Fiskverkunar og Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Bræðurnir Guðmundur Kristjáns- son, gjarnan kenndur við Brim, og Hjálmar Þór Kristjánsson, eru hér að baki. Hjálmar á KG fiskverkun. Saman eiga þeir Brim og hátt í fimmtungs- hlut í Vinnslustöðinni í gegnum félagið Stillu. Séu framlög þessara félaga tekin saman, má sjá að Brim og Vinnslu- stöðin styrktu Sjálfstæðsflokkinn um 600 þúsund bæði árin 2012 og 2011, um samtals 800 þúsund árið 2010 og fé- lögin þrjú, KG, Brim og Vinnslustöðin um samtals 800 þúsund krónur árið 2009. Þessi fyrirtæki virðast þó ekki falla undir ákvæði laganna um tengda að- ila. Að minnsta kosti hefur ekki frést af athugasemdum vegna samanlagðra styrkja frá þeim. Veiðigjöld Mikil umræða hefur verið um veiði- gjöld undanfarin ár, en harðar deilur voru uppi allt síðasta kjörtímabil. Bæði var almennt veiðigjald hækkað og svo var lagt á sérstakt veiðigjald sem er tengt við afkomu greinarinnar í heild. Í allt námu veiðigjöld 17 milljörðum króna á þessu árabili, 2009-12 sam- kvæmt ríkisreikningi. Árið 2008 kom ekki króna í veiðigjöld, samkvæmt ríkisreikningi þess árs. Í skýrslum Hagstofunnar kemur fram að hreinn hagnaður af veiðum og vinnslu nam yfir 200 milljörðum króna á árunum 2009-12. Þegar borin eru saman yfirlit Ríkis- endurskoðunar og yfirlit Fiskistofu yfir þau fyrirtæki sem fá úthlutað mestum kvóta kvóta, má sjá að handhafar þriggja fjórðu af fiskveiðiheimildum á Íslandsmiðum hafa styrkt núverandi stjórnarflokka. Fram hefur komið að veiðigjöld voru lækkuð í sumar og að til stendur að lækka þau enn frekar með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. fréttaskýring Ingimar Karl Helgason Forystumenn stjórnarflokkanna undirrita stjórnarsáttmálann. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fengu yfir 90 prósent allra styrkja frá sjávarútvegsfyrirtækjum á síðasta kjörtímabili. Mynd: Pressphotos.biz. Hreinn hagnaður veiða og vinnslu nam yfir 200 milljörðum króna árin 2009-12. Veiðigjöld á sama tíma námu 17 milljörðum króna. Lunginn af allra stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins styrkti veitti stjórn- arflokkunum fé. Þessi félög fá samanlagt úthlutað um 75 prósentum af kvótanum við ísland.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.