Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Síða 2
2
Fréttir / Fimmtudagui i i. maí 2007
Sýningin Sjóræningjar og kristnir þrælar Tyrkjaránsins:
Forsetinn viðstaddur opnunina
Sýningin - Sjóræningjar og kristnir
þrælar - ferðir og örlög fómar-
lamba Tyrkjaránsins, var opnuð
formlega í Vélasalnum á þriðjudag.
Sýningin er samstarfsverkefni
Listahátíðar og Vestmannaeyja-
bæjar og hönnuður sýningar er
Ólafur Engilbertsson, sýninga-
hönnuður. Heiðursgesdr við
opnunarathöfnina voru forseti
íslands, Ólafur Ragnar Grímsson
og Helgi Tómasson, ballettdansari
og danshöfundur en hann ólst hér
upp til sjö ára aldurs. Við athöfn-
ina fluttu Spilmenn Rikínis valin
sönglög úr íslenskum handritaarfi
frá dögum Tyrkjaránsins.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, bauð
gesti velkomna og færði Helga
Tómassyni gjöf í tilefni
heimsóknarinnar til Vestmannaeyja.
Ólafur Ragnar Grímsson flutti
ávarp og vék að þeim dramatísku
atburðum sem áttu sér stað í
Vestmannaeyjum, bæði þegar
Tyrkjaránið átti sér stað og síðan í
eldgosinu á Heimaey.
Ólafur sagði við hæfi að setja upp
sýningu sem tengdist Tyrkjaráninu
og að enn væru átök milli trúar-
bragða. Enn væru færðar mann-
fórnir í nafni trúar og átaka þar sem
vísað væri til ólíks trúarlegs
veruleika. Þess vegna væri safn í
Vestmannaeyjum, sem helgað væri
Tyrkjaráninu, mikilvægt á okkar
tímum og forvitnilegt, ekki bara
fyrir okkur Islendinga heldur líka
fyrir þá erlendu gesti sem hingað
koma.
Ólafur Engilbertsson er hönnuður
sýningarinnar og á gólfinu er kort
sem sýnir leiðina sem sjóræningj-
urnir fóru með þrælana og svo leið
Ólafs Egilssonar prests á Ofanleiti
til baka en hann var sendur til að
afla fjár til að leysa út þrælana.
Síðan er sýnd leið Guðríðar
Símonardóttur og samferðafólks
hennar en aðeins tókst að leysa
hluta fólksins sem var herleiddur.
Þá eru ýmsar upplýsingar um ránið
og persónur sem tengjast því á
sýningunni sem og myndir eftir
börn sem sýna í hvaða Ijósi þau sjá
þessa atburði.
Þorsteinn Helgason, fræðimaður,
flutti fróðlegt erindi um Tyrkjránið
en hann hefur m.a. gert þætti um
þessa atburði fyrir sjónvarp.
Spilmenn Rikínis fluttu valin
ÓLAFUR Engilbertsson, hönnuður sýniningarinnar, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni
og íleiri góðum gestum við opnun sýningarinnar
sönglög úr íslenskum handritaarfi
frá dögum Tyrkjaránsins og þar á
meðal eftir sr. Jón Þorsteinsson
prest á Kirkjubæ en hann var, eins
og kunnugt er, líflátinn í Tyrkja-
ráninu.
Kristín Jóhannsdóttir, menningar-
fulltrúi, var mjög ánægð með
sýninguna og sagði mikilvægt að
hún væri unnin í samráði við
Listahátíð. Sýningin mun standa
fram í júlí og verða opin um helgar
fyrst um sinn. Bæjarbúar eru hvattir
til að skoða sýninguna sem verður
væntanlega hluti af safni sögunnar
um Tyrkjaránið.
Spilmenn Rikínis fluttu valin
sönglög úr íslenskum handritaarli
frá dögum Tyrkjaránsins og þar á
meðal eftir sr. Jón Þorsteinsson
prest á Kirkjubæ en hann var, eins
og kunnugt er, Iíflátinn
í Tyrkjaráninu.
Helgi Tómasson ballettdansari vitjar æskustöðvanna í Eyjum:
Afskaplega skemmtilegt að koma hingað
„Ég man ekki eftir að hafa komið til
baka eftir að ég flutti héðan til
Reykjavíkur en þá var ég sjö eða átta
ára gamall," sagði Helgi Tómasson
ballettdansari en hann kom til Eyja í
tilefni af opnum sýningar á vegum
Listahátíðar og Vestmannaeyjabæjar
um Tyrkjaránið. „Ég bjó í húsi við
Hilmisgötu en þegar ég kom þar við
í dag bjóst ég við að sjá einnar
hæðar hús en það er búið að byggja
aðra hæð ofan á þannig að ég hefði
ekki þekkt mig þar. Fyrst bjó ég
uppi á Ásavegi og ég man að mér
fannst Ásbyrgi mjög stórt og mikið
hús.“
Helgi man ekki sérstaklega eftir
krökkum sem hann lék sér við þegar
hann bjó sem barn í Eyjum. „Ég
man eftir krökkum sem bjuggu í
Ásbyrgi, þau voru eldri en ég og
trúlega hefur stelpan passað mig. Ég
Elliði Vignisson, bæjarstjóri færir Helga Tómassyni gjöf í tilefni
heimsóknarinnar til Vestmannaeyja
held hún hafi verið kölluð Dúlsa og
strákurinn Stebbi en þetta getur
verið rangminni."
Helgi segist ekki hafa mikla teng-
ingu við Vestmannaeyjar þar sem
hann var svo ungur þegar hann
flutti héðan. „Ég man eftir klett-
unum og bænum, man hvar Sam-
komuhúsið var og gamla apótekið.
Bærinn er samt stærri í minningunni
en hann er. Það er skemmtilegt og
gaman að koma hingað með konu
mína og syni og fá tækifæri til að
sýna þeim staðinn þar sem ég átti
heima mín fyrstu ár.“
Helgi sagði athyglisvert að sjá
hvað hefði gerst í gosinu og
afskaplega gaman heyra í
Spilmönnum Rikínis sem fluttu
valin sönglög úr íslenskum hand-
ritaarfi frá dögum Tyrkjaránsins, í
Stafkirkjunni. „Það er afskaplega
skemmtilegt að koma hingað.
Loksins kom tækifærið og það
þurfti forseta til að reka á eftir mér
en það hefur verið afskaplega
gaman að koma í hans fylgd til
Eyja.“
Dagar lita og tóna:
Haukur
Gröndal og
Maggi Eiríks
mæta í ár
Ekki bregðast aðstandendur
Djasshátíðarinnar, Dagar lita
og tóna, sem er orðinn fastur
liður í menningarlífí
Vestmannaeyja um hverja
hvítasunnu.
Hermann Einarsson, for-
maður Listvinafélagsins, sem
hefur veg og vanda af hátíð-
inni, segir að nú verði tvö
meginbönd, Kvartett Hauks
Gröndals og Blúsband
Magnúsar Eiríkssonar. Einnig
verður nýstirni í djassöng
kynnt til sögunnar og heima-
menn láta til sín heyra.
„Með Hauki eru Ásgeir
Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur
Jónsson á bassa og Erik Quick
á trommur. Þeir ætla að leika
gamla og góða klassíska
djassinn sem er virkilegt til-
hlökkunarefni,“ sagði
Hermann.
I Blúsbandi gítarsnillingsins,
Magnúsar Eiríkssonar, eru
Pálmi Gunnarsson söngvari
sem plokkar bassann, Agnar
Már og Gunnlaugur Briem á
trommur. „Með þeim kemur
ung og glæsileg söngkona,
Hrund Ösk.
Einnig verður kynnt til
sögunnar nýstirni í djasssöng,
Sigríður Thorlacius sem er
langt komin í námi í skóla FÍH
auk þess sem hún er í
klassískum söng. Undirleikari
hjá henni er Ásgeir Ásgeirsson
gítarleikari.“
I ár verða heimamenn meðal
listamanna sem troða upp á
hátíðinni og er það í fyrsta
skipti í nokkur ár. „Það er
blásarakvartett sem skipaður
er kennurum og nemendum
Tónlistarskólans sem ætla að
leika fjórar raddir á sex
hljóðfæri.“
Hermann segir að tónleik-
arnir verði að venju á laugar-
dags- og sunnudagskvöld og
hefjast klukkan níu bæði
kvöldin. „Við teljum okkur
bjóða upp á fjölbreytta
dagskrá eins og áður og allt er
þetta listafólk í fremstu röð
hér á landi á þessu sviði,“
sagði Hermann að lokum
tltgefandi; líyjasýn elif. 480378-0549 - Vostmannaeyjnm. Uitstjóri: Ómar Oarðarssou.
Blaðamenn: Guðbjöig Sigurgeirsdóttir og Jiilíiis Ingason. fþróttir: Jiilius lngason.
Ábyrgðarmenn: Ómar (íardarsson & Gisli Valtýsson.
JVentvinna: Byjiusýn/ Eyjapreut. Vestmanniu'yjiim. Aðsetur ritstjómar: Straudvegi 47.
Simar: 481 l.'IOO & 481 3310. Myndriti: 481-1393. NetfangAafpóstnr: frettir@eyjiafrottir.is.
Veffang: bttp/Avww.eyjafrettir.is
FRÉTl'IK koinii út iilln fimmtudagii. Blaðið er sell i áskrift og eiimig i lausasölu á Kletti,
Tvistin....... Vöruval, Herjólfi, iniigliafiiarversliininni, Krónunni, ísjakanum,
verslnn 11-11 og Skýlinu i Friðarliöfn.. FRÉHTER eru prentnðar i 3000 eintökum.
FRÉ'iTilt eru aðilar uð Samtökiun biejar- og liéraðsfréttablaöa. El'tiiprentun, liljóðritun,
notkiin ljósmynda og annað er óbcimilt nema beimilda sé getið.