Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Síða 4
4
Fréttir / Fimmtudagur i /. maí 2007
Úr bloggheimcim:
Viðkvæmur
Steinsrímur
Joð
Jæja, þá er feng-
in niðurstaða.
Stjórnin hélt
velli þökk sé
stórsigri Sjálf-
stæðisflokksins.
Framsókn fékk
skell og hlýtur
að hugsa sinn
gang. Mín spá er sú að ríkisstjórnin
sitji ekki áfram.
Það er ekki annað hægt en að
brosa út af viðkvæmni Steingríms
Joð út af skopmyndinni sem birtist
hjá ungum framsóknarmönnum í
kosningabaráttunni. Er þetta ekki
fullmikið væl hjá manni sem upp-
nefnir aðra hvað eftir annað í
ræðustól á Alþingi, kallar menn
illum nöfnum. Er þetta ekki full-
mikið hjá manni sem varið hefur
óvægnar árásir ungra VG á
Framsóknarflokkinn undanfarna
mánuði?
Enn og aftur kemur í ljós að vinstri
menn telja sig mega nota öll „trix“
til að koma skoðunum sfnum á
framfæri en ef aðrir svara í sömu
mynt, þá kveinka þeir sér og heimta
afsökunarbeiðni.
Hlægilegt....
littp.V/svenko. blog. is/blog/svenko/
IBV kemur vel
undan vetri
í dag var fyrsti
leikur meistara
flokks karla í
fyrstu deildinni,
leikið var á
Hásteinsvelli í
sól og blíðu.
Leikurinn var
dæmigerður
fyrsti leikur sumarsins mikið um
mistök hjá báðum liðum, fyrra mark
leiksins var vægast sagt umdeilt
enda var línuvörðurinn sá eini á vell-
inum sem sá boltann fara yftr línuna.
Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Þór.
Þegar aðeins voru 7 mínútur eftir af
leiknum fékk IBV vítaspyrnu sem
Bjarni Hólm nýtti vel.
í heild fannst mér ÍBV liðið koma
vel undan vetri en Ijóst að greinilega
vantar góðan framherja lil að klára
færin. Að mínu mati hefði ÍBV átt að
vinna leikinn með 3 til 4 mörkum
enn það gengur bara betur næst.
Áfram ÍBV.
http://georg. blog. is/blog/georg/
Eyjamaður vikunnar:
Væri til í að hitta Bill Clinton
Karlalið IBV spilaði sinn fyrsta
leik í sumar þegar liðið tók á
móti Þór frá Akureyri á sun-
nudag. Fyrirliði IBV í þessum
leik var Bjarni Hólm Aðalsteins-
son en hann bar fyrirliðabandið í
fyrsta sinn í þessum leik. Og
hann bætti um betur og skoraði
eina mark IBV í leiknum og
tryggði sínu liði eitt stig. Bjarni
er því Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Bjarni Hólm Aðalsteinsson.
Fæðingardagur: 5. október 1984.
Fæðingarstaður: Keflavík.
Fjölskylda: Sveinhildur ísleifs-
dóttir, móðir og faðir minn er
Aðalsteinn Smári Valgeirsson.
Yngri systir mín heitir Harpa
Hrund, 18 ára og bróðir minn
ísleifur, 27 ára.
Draumabfllinn: Lexus, nýja týpan.
Uppáhaldsmatur: Steiktur fiskur í
raspi, með kokteilsósu og vel stap-
pað saman.
Versti matur: Hrogn eða eitthvað
álfka, það er algjör viðbjóður.
Uppáhalds vefsíða:
www.fotbolti.net, ibv.is og
ibvfan.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Öll tónlist nema argasta
Bjarni Hólm Aðalsteinsson er
Eyjamaður vikunnar
þungarokk.
Aðaláhugamál: Allar íþróttir yfir
höfuð.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Bill Clinton.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Seyðisfjörður og
Vestmannaeyjar auðvitað.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Eg á mér eiginlega
engan uppáhaldsíþróttamann en
uppáhaldsíþróttafélögin eru Huginn
og ÍBV.
Ertu hjátrúarfullur: Nei, ekkert
svoleiðis.
Stundar þú einhverja íþrótt: Já,
fótbolta, kíki stundum í golf.
Uppáhaldssjónvarpsefni: 24 og
Prison Break.
Hvort er skemmtilegra, vera
aftast eða fremst: Þetta eru svo
ólíkar stöður. Þegar maður er
fremst þá getur maður djöflast
aðeins meira en þegar maður er
aftast þá verður maður að vera
passívur. Það er vonlaust að gera
upp á milli þessara tveggja.
Hefurðu áhuga á því að spila í
markinu: Eg var náttúrurlega í
markinu í yngri flokkunum þannig
að það er aldrei að vita nema
maður skelli sér í markið.
Kemst IBV upp í úrvalsdeild í
haust: Ekki spuming. Það kemur
ekkert annað til greina.
Eitthvað að lokum: Lifum í sátt
og samlyndi.
Kirkjur bcejarins:
landakirkja
Fimmtudagur 17. maí:
Kl. 14.00. Guðsþjónusta.
Kirkjudagur eldri borgara. Fólk úr
Félagi eldri borgara sér um ritning-
arlestra og bænir. Eftir messu verða
kaffiveitingar í boði Kvenfélags
Landakirkju.
Sunnudagur 20. maí:
Kl. 11.00. Guðsþjónusta. Kór
Landakirkju syngur létta sumar-
sálma undir stjóm Guðmundar H.
Guðjónssonar. Sr. Guðmundur Öm
prédikar og þjónar fyrir altari.
Hvítasunnukirkjan
Fimmtudagur 17. maí
Kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma.
Fögnum úpþstigningardegi.
Föstudagur 18. maí
Kl. 20.00 Unglingakvöld.
Laugadagur 19. maí
Kl. 20.30 Brauðsbrotning.
Sunnudagur 20. maí
Kl. 13.00 Samkoma, ræðumaður
Jonah D. Long, leikmaður ÍBV.
Vitnisburðir og mikill söngur,
bamastarf meðan á samkomu
stendur. Heitt á könnunni eftir
samkomu.
Aðventkirkjan
Laugardagur
Kl. 10.00 Biblíurannsókn.
Nýfozddir
Vestmannaeyingar:
Svea María Bergsteinsdóttir fæddist
á sjúkrahúsi Suðurnesja 8. október
2006.
Foreldrar em Bergsteinn Jónasson
frá Múla og Drífa Gunnarsdóttir frá
Vatnsdal.
Með Sveu Maríu á myndinni
móðursystir hennar, Inga Rós og
systir Sveu, Hulda Ósk.
Fjölskyldan er búsett í Njarðvík.
Matgazðingur vikunnar:
„ísskápurinn er í eldhúsinu, vinur!“
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað félagar
mínir í Nei-hópnum hafa verið að gera í dálki eins
og matgæðingi vikunnar. Því ég held að sumir í
hópnum séu rétt farnir að rata í eldhúsið heima hjá
sér. Hér fylgir stutt saga því til staðfestingar.
Ég var staddur í afmæli hjá einum úr hópnum og
allir sestir við borðið þegar frúin á heimilinu segir:
„Jakob minn, viltu fara fram í ísskáp og ná í salat
skálina fyrir mig?“
Jakob stendur upp hálfvandræðalegur, þá segir
systir hans: „Jakob minn, ísskápurinn er í eldhús-
inu vinur!“
Það eru nokkur ár síðan þetta gerðist og enn í dag
er ég að þakka systur hans fyrir að redda vini
mínum úr þessum vandræðum.
Satay kjúklingur
4-6 kjúklingabringur
4 hvítlauksrif
1- 2 tsk. rifm engiferrót
'A haus hvítkál/rauðkál
2 rauðlaukar
1 dós minimais
1 dós bambus
1 dós Water chestnuts
2 dósir sataysósa
I dós kókosmjólk 12-18%
2- 3 dl vatn
ca 200 gr spergilkál
Saxið allt grænmetið niður, mýkið hvítlaukinn og
engiferið.
Rúnar Svan Vöggsson er matgœðingur vikunnar
Því næst er kjúklingurinn skorinn í bita, léttsteiktur og
öllu grænmetinu bætt við, svissað þar til allt er orðið
mjúkt. Síðan er sataysósunni, kókósmjólkinni og vatni
bætt við eftir smekk.
Þetta er síðan látið malla í ca. 15 mín.
Borið fram með basmati brísgrjónum, fersku salati og
smábrauðum.
Verði ykkur að góðu.
Ég skora á nýútskrifaðan meistarakokkinn Einar Bjöm
Árnason að vera nœsti matgœðingur vikunnar. Það er
ekki ósjaldan sem maður hefur bragðað á Ijúffengum
réttum sem hann hefur eldað. Og ekki ónýtt aðfá ein-
hver töfrabrögð frá honum hér.
Hlcitavelta:
Krakkarnir safna
Þegar sól hækkar á lofti fara böm bæjarins að
eyða meiri tíma úti. Einhverjir leika sér, aðrir
fara í fótbolta og svo em hinir sem er umhugað
um þá sem minna mega sín. Þessir krakkar
söfnuðu samtals 12.821 kr. með hlutaveltu sem
rennur til Rauða krossins. Gott framtak hjá
þeim.
Sandra og Kristín söfnuðu 3171 kr.
Ingi, Valur og Alexander söfnuðu 2250 kr.
Dagbjört, Birta og Eva söfnuðu 7400 kr.
IÞróttir:
Samskip styrkja ÍBV
Skrifað var undir styrktarsamning
Samskipa við IBV til næstu
þriggja ára á sunnudag, í
tengslum við viðureign heima-
manna á Hásteinsvelli við Þór frá
Akureyri í 1. deild karla í
knattspymu.
Samningurinn felur í sér að
Samskip verða einn af helstu
styrktaraðilum meistaraflokks og
2. flokks karla í knattspymu
næstu þrjú árin; á keppnistímabil-
inu sem nú er nýhafið og árin
2008 og 2009.
Samningurinn gerir ÍBV kleift
að efla starfsemi sína enn frekar
og á móti öðlast Samskip rétt til
að kynna starfsemi sína í
tengslum við leiki og starfsemi JORUNDUR Jörundsson, framkvæmdastjóri innan-
ÍBV. landssviðs Samskipa og Viðar Elíasson, formaður
knattspyrnudeildar IBV, handsala samninginn.