Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Blaðsíða 6
6
Fréttir / Fimmtuaagur 17. maí 2007
Útvegsbændur halda ráðstefnu um forvarnir á sjó og landi
Hvað gerðist, hvernig gerðist það
og hvað var öðruvísi en venjulega?
-Eru spurningar sem þarf að spyrja þegar slys verða
Frétt
Júlíus G. Ingason
Julius@eyjafrettir.is
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
hélt á mánudaginn ráðstefnu um for-
varnir á sjó og á landi. Sigurgeir
Brynjar Kristgeirsson, formaður
félagsins, opnaði ráðstefnuna en í
máli hans kom fram að tilgangur
fundarins væri að opna fyrir
umræður um slys og forvarnir,
sérstaklega þegar litið er til vinnu-
bragða úti á sjó og líka almennt í
fiskvinnslu. Reynt hefði verið að
kalla sem llesta til, úr sem flestum
geirum sem snúa að sjávarútvegnum
en rúmlega þrjátíu manns sátu
fundinn.
Fyrirlesarar voru þeir Halldór
Halldórsson, forvarnafulltrúi Alcan,
Reynir Guðjónsson frá VIS,
Sigurður Jónsson frá TM, Hjörtur
Kristjánsson frá Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja, Haukur Jónsson frá
Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, Ingi-
mundur Valgeirsson, frá Slysa-
varnaskóla Landsbjargar og Sveinn
Hjörtur Hjartarson frá LÍU. Arnar
Sigurntundsson stýrði svo um-
ræðum og fyrirspurnum í lok fund-
arins.
Um 63% slasaðra á sjó eru
undirmenn
Sveinn reið á vaðið en í máli hans
kom fram að slysum á sjómönnum
fer fækkandi og þá sérstaklega
banaslysum. Algengustu slysin á
sjó eru fallslys ýmiss konar eða rúm
25% slysa á sjó. Næstalgengust eru
slys við vindur og stungur ýmiss
konar koma þar skammt á eftir.
Flest slysin verða um borð í
fiskiskipum og flest verða þau þegar
unnið er við veiðar eða 71% allra
slysa á sjó. Undirmenn á þilfari eru
í mestri slysahættu eða 63% þeirra
sem slasast á sjó og eru þeir helst á
aldrinum 34 til 50 ára, sem líklega
er nærri lagi að vera meðalaldur sjó-
manna í dag.
Helst verða slys milli kl. tíu og
ellefu árdegis, milli tvö og þrjú
síðdegis og fjögur og fímm síðdegis.
Helstu skýringar á þessu væru
vaktaskipti sem ættu sér stað á þessu
tímabili.
RÚMLEGA þrjátíu manns sátu fundinn.
Þá kom fram í máli Sveins að
áætluð meðalgreiðsla, vegna slysa
sjómanna, var árið 2002 um níu
milljónir króna en í dag væru sömu
greiðslur um fimm milljónir.
Líta til álvers í forvarna-
starfmu
í máli Sigurgeirs Brynjars, í upphafi
l'undarins, kom fram að lykilatriði
fyrir fundahöldunum hafi verið að fá
Halldór Halldórsson frá Alcan en
álverið hefur náð einstaklega góðum
árangri í forvörnum gegn vinnu-
slysum.
Fyrirlestur Halldórs var forvitni-
legur, sérstaklega þegar hann bar
saman tölur áður en tekið var föstum
tökum á forvörnum og til dagsins í
dag. I álverinu í Straumsvík er rík
áhersla lögð á öryggisstjórnun og
forvarnir á vinnustað. Unnið er eftir
alþjóðlegum stöðlum, EHS, sem
stendur fyrir umhverfi, heilsa og
öryggi. Halldór sagði að fyrirtæki á
bandarískum fjármálamarkaði væru
í síauknum mæli að átta sig á mikil-
vægi þess að vinna eftir öryggis-
stöðlum þar sem það bæði sparaði
fjármuni og byggi til betri vöru, sem
aftur skapaði meiri viðskipti.
Halldór sagði að auk þess sem
mikil áhersla væri lögð á öryggi hjá
Alcan þá ættu sömu reglur við verk-
taka sem vinna fyrir fyrirtækið.
„Svo tökum við núna þátt í verkefn-
inu Hjólað í vinnuna, hjá ISI.
Starfsmenn okkar, sem taka þátt í
verkefninu, eru orðnir vel þekktir í
Hafnarfirði þvf við létum alla fá
hjálma og vesti svo þeir kæmust á
sem öruggastan hátt til vinnu. Þetta
er lítið dæmi um það hvemig unnið
er að öryggi starfsmanna," sagði
Halldór.
Hann bætti því við að þótt unnið
væri eftir alþjóðlegum stöðlum
hefði reynst nauðsynlegt að aðlaga
kerfið að íslensku starfsumhverfi.
Þá væri afar mikilvægt að grand-
skoða hvert tilvik fyrir sig með
þremur spumingum, hvað gerðist,
hvernig gerðist það og hvað var
öðruvísi en venjulega? Með því
væri ekki verið að leita að sökudólgi
að slysi, heldur reynt að finna
ástæður fyrir því að slysið varð. I
framhaldi af því væri mikilvægt að
starfsmenn tækju þátt í að hanna
verklagsreglur á vinnustaðnum, að
þær væm ekki hannaðar af fólkinu
við skrifborðið heldur þeim sem
vinna þau ákveðnu störf sem um
ræðir.
Halldór tók fram að mikill árangur
hefði náðst síðan hann hóf störf sem
öryggisfulltrúi hjá Alcan í Straums-
vík. „Árið 1997 var að meðaltali
eitt alvarlegt vinnuslys á viku og ég
á stuttum tíma orðinn sérfræðingur í
móttöku sjúkrabíla. En nú, tíu árum
síðar, höfum við náð alvarlegum
vinnuslysum niður í eitt á ári,“ sagði
Halldór.
Um 85% slysa vegna
mannlegra mistaka
Ingimundur Valgeirsson, frá Slysa-
vamaskóla Landsbjargar hélt einnig
forvitnilegan fyririestur en í máli
hans kom fram að 80 til 85% allra
slysa á sjó mætti rekja til mannlegra
mistaka. Þá fór hann yfir mikilvægi
þess að hafa öryggisstjómunarkerfi
og tók sem dæmi Herjólf þar sem
mjög öflugt öryggiskerfi væri.
Hann rakti þróun öryggishandbóka
og handbóka skipverja en þær
skipta miklu í öryggisstjórnunar-
kerfi skipa. Þær henti jafn vel fyrir
stór sem smá skip. Hann bætti því
við að í fyrirtækjum í landi væri oft
að finna öryggisfulltrúa, öryggis-
kerfi og unnið væri hættumat og
spurði svo af hverju slíkt hið sama
ætti ekki við um fiskiskipaflotann.
Boltanum er rúllað af stað með
fundi Útvegsbændafélagsins. Flest-
ir fyrirlesaranna hrósuðu ÚV fyrir
að vekja athygli á málinu og hvöttu
félagið til að halda áfram á sömu
braut.
juiius@eyjafrettir.is
Menning:
Karlakór Eyjafjarðar í heimsókn
Löggan eltir veiðiPjófa:
Ólöglegar veiðar með
útrunnið veiðkort
Lögreglan í Vestmannaeyjum er með til
rannsóknar tvö mál er varða meint brot á
lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum. Grunur leikur á að í tveimur tilvikum
hafi skotveiði verið stunduð af nálægt fugla-
bjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins
vegar við Smáeyjar.
Jafnframt kom í ljós að annar þessara aðila
sem þarna áttu hlut að máli var með útrunnið
veiðikort og vill lögreglan í framhaldi af því
minna veiðimenn á að endurnýja veiðikortin.
sín.
Karlakór Eyjafjarðar er ungur kór, tíu ára
gamall. Hann hefur alltaf verið á léttu
nótunum og oft fiutt lög sem ekki eru sungin
af öðrum kórum. Kórinn hefur gefið út einn
disk, Gestaboð. Hann er nær uppseldur. Ein
utanlandsferð er að baki, en þá fór kórinn til
Danmerkur við mikinn fögnuð innfæddra. Þá
hafa verið farnar margar ferðir innanlands,
þar á meðal gríðarlega vel heppnuð ferð til
Grímseyjar síðastliðið vor þar sem með voru í
för níutíu manns.
Nú er kórinn á leið til Vestmannaeyja þar
sem sungið vérður laugardaginn 19. maí í sal
Hvítasunnukirkjunnar. Lögin sem kórinn
flytur eru allt frá poppi að hefðbundnum
karlakórslögum, eða öfugt.
Kórinn hefur staðið fyrir skemmtikvöldum
með landsþekktum hagyrðingum, meðal
annars í Súlnasal Hótel Sögu og Sjallanum á
Akureyri. Félagar í kórnum hafa verið um 40
og vel skipað í hverja rödd. Þetta er í fyrsta
sinn sem flestir kórfélagar og fylgifiskar
koma til Eyja og hlakkar fólk afskaplega til.
Stjómandi Karlakórs Eyjafjarðar er Petra
Björk Pálsdóttir
Kosningarnar:
Eygló fyrst frambjóðenda
EYGLÓ stingur atkvæði sínu í kjör-
í Alþingiskosningunum á laugardaginn voru
kjörstaðir opnaðir klukkan níu um morg-
uninn. í Vestmannaeyjum eru tvær kjördeildir
í Bamaskóla Vestmannaeyja. Jakob Ólafsson
var fyrstur til að kjósa í Eyjum og Eygló
Harðardóttir, Framsókn, var fyrst frambjóð-
enda til að kjósa.