Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Side 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 17. maí 2007
Kosningarnar á laugardaginn, úrslitin í Suðurkjördæmi:
Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir
stóðu uppi sem sigurvegarar
s
-Samfylkingin tapaði tveimur af íjórum - Arni Johnsen niður um sæti vegna útstrikana
Kosninganóttin síðasta var ein sú
mest spennandi í mörg ár ef ekki
áratugi. Það var ekki bara að
ríkisstjórnin væri ýmist úti eða
inni heldur voru einstakir fram-
bjóðendur að detta inn eða út af
þingi alveg fram á morgun.
Niðurstaðan er að ríkisstjórnin
hélt velli, naumlega þó með einn
þingmann í plús. I Suðurkjör-
dæmi eru Sjálfstæðisflokkur og
Vinstri grænir sigurvegarar og
verður að teljast persónulegur
sigur fyrir oddvitana, Arna
Mathiesen hjá sjálfstæðis-
mönnum og Atla Gíslason VG.
Sjálfstæðismenn fóru úr þremur í
fjóra og VG nær í fyrsta skipti
inn manni í kjördæminu.
Framsókn heldur sínum tveimur
en skellurinn er hjá Samfylkingu
sem missir tvo af fjórum þing-
mönnum. Þar fór líka möguleiki
Eyjamanna á að eignast þrjá
þingmenn fyrir lítið. Var það með
ólíkindum því langt fram eftir
nóttu benti ekkert til annars en
að Róbert Marshall, þriðji maður
á lista Samfylkingar, væri inni en
reglur um uppbótarsæti ruddu
honum út á lokasprettinum og
tryggðu Grétari Mar Jónssyni,
Frjálslynda flokknum, þingsæti á
Alþingi Islendinga.
Ekki eru þó öll kurl komin til
grafar því fyrir liggur að milli 21
til 22% kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins strikaði yfir nafn Arna
Johnsen. Hann er í öðru sæti list-
ans og gæti þetta þýtt að hann
færist niður um sæti, a.m.k. eitt.
Þó að þetta sé mikið áfall fyrir
Arna eru samt engar líkur á að
hann detti út af þingi.
Frá sjónarhóli Eyjamanna eru
úrslit kosninganna vjðunandi,
með tvo þingmenn, Arna Johnsen
og Lúðvík Bergvinsson
Samfylkingu. Vondu tíðindin eru
að Róbert Marshall komst ekki
inn. Hann hefði verið góður full-
trúi Vestmannaeyja á þingi og
líklegur til að hreyfa við málum
sem snerta Eyjarnar.
Það má segja að hann hafi orðið
pólitískt fórnarlamb reglna um
uppbótarþingmenn sem skolaði
inn fjórða manni Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi í kosning-
unum 2003.
Fylgi flokkanna og þingmenn
Framsóknarflokkur: 18.72% Sjálfstæðisflokkur: 35.97%
Frjáislyndi flokkurinn: 6.99% íslandshreyfingin: 1.72%
Samfylkingin: 26.76% Vinstri græn: 9.85%.
Þingmenn Suðurkjördæmis: Árni M. Mathiesen (D) Björgvin G.
Sigurðsson (S) Guðni Ágústsson (B) Árni Johnsen (D) Lúðvík
Bergvinsson (S) Kjartan Þ. Ólafsson (D) Atli Gíslason (V) Bjarni
Harðarson (B) Björk Guðjónsdóttir (D) Grétar Mar Jónsson (F).
BEÐIÐ eftir fyrstu tölum. Árni Johnsen með stuðningsmönnum þegar fyrstu tölur birtust á laugar-
dagskvöldið. Þá strax var ljóst að sjálfstæðismenn yrðu inni með fjóra þingmenn.
Árni Johnsen alþingismaður:
Öflug þátttaka í Eyjum
„Þetta er afbragðs kosning í
Suðurkjördæmi og fór ekkert á
milli mála að þátttaka var öflug í
Eyjum,“ sagði Árni Johnsen
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Þetta hefur styrkt stöðu okkar
í því sem er framundan. Það
bendir allt til þess að
Sjálfstæðisflokkurinn verði í
stjórn áfram. Eg vil koma á
framfæri þakklæti fyrir mikinn
og góðan stuðning,“ sagði Árni
Johnsen og var ánægður með út-
komu flokksins í kosningunum.
Ekki vildi Árni úttala sig um
útstrikanir sem sennilega verða
til þess að hann færist úr öðru
sæti í það þriðja á Iista sjálf-
stæðismanna í Suðurkjördæmi.
/ i
' 'Vim " -. 1'
BROSAÐ BREITT. Guðrún Erlingsdóttir og Róbert Marshall, Samfylkingu, höfðu ástæðu til að fagna
þegar fyrstu tölur úr Suðurkjördæmis birtust. Ekkert virtist geta komið í veg fyrir að Róbert væri inni en
undir morgun varð hann að lúta í lægra haldi fyrir Ellert Schram í Reykjavík.
Róbert Marshall, þriðji maður á lista Samfylkingar:
Sagði að það gæti munað
nokkrum atkvæðum
„Ég sagði það fyrir kosningar
að það gæti munað nokkrum
atkvæðum á að ég kæmist á
þing,“ sagði Róbert Marshall,
frambjóðandi Samfylkingar,
þegar hann var spurður út í
niðurstöðu kosninganna. „Það
var mín tilfinning og það reyndist
rétt því það vantaði 58 atkvæði
og niðurstaðan varð þessi. Hins
vegar var ótrúlega gaman að
taka þátt í þessu og þúsundir
manna vildu fá mig inn á þing.
Nú held ég áfram því ég er
ákveðinn í að vera í pólitík en
þetta setur óneitanlega strik í
reikninginn. Það er Ijóst að ég
þarf að finna mér lífsviðurværi
en ég mun starfa ótrauður áfram
í stjórnmálum.
Hanna Birna Jóhannsdóttir, frambjóð-
andi Frjálslyndra:
Þetta var góður varnarsig-
ur hjá okkur
Hanna Bima Jóhannsdóttir sagðist
ánægð fyrir hönd Frjálslynda
flokksins þó svo að hún sé ósátt við
að hvorki Sigurjón né Magnús Þór
náðu kjöri.
„Það er góður varnarsigur hjá
okkur að halda fjórum mönnum og
þeir sem koma inn á þing eru góðir
fulltrúar fyrir flokkinn. Baráttan var
mjög skemmtileg og stundum óvæ-
gin og það vildi enginn tala um
innflytjendamál á málefnalegum
nótum en þetta er mál sem þarf að
finna lausn á á næstu fjóram árum.
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir
eru sigurvegarar kosninganna og ef
stjómin ætlar að halda áfram með
undir 50% fylgi þá finnst mér það
vera valdníðsla. Það þarf auðvitað
líka að skoða vægi atkvæða en
3300 atkvæði eru á bak við hvem
þingmann Frjálslynda flokksins en
2600 hjá hverjum þingmanni
Sjálfstæðisflokksins."
HANNA BIRNA:Baráttan var mjög skemmtileg og stundum óvæginn
og það vildi enginn tala um innflytjendamál á málefnalegum nótum en
þetta er mál sem þarf að finna lausn á á næstu fjórum árum.