Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Qupperneq 13
Fréttir / Fimmtudagur 17. maí 2007 13 SIGURVEGARARNIR Skoska sveitin sigraði á mótinu og þeir voru mættir til að veiða því daginn eftir að mótinu lauk fóru þeir út með Jonna á Frú Magnhildi og drógu þeir margan vænan iiskinn. Spurning vikunnar: Ánægð/ur með úrslit kosning- annaP Guðgeir Matthíasson Já, ég er sáttur við þær. En ég er ekki sáttur við að Samfylking skuli missa tvo menn. Berglind Jóhannsdóttir Nei, ég er ekki sátt. Það hefði verið frábært að fá Róbert Marshall á þing. Hjörleífur Þórðarson Það fer eftir því hvernig stjórn verður, þ.e. hvort maður er sáttur eða ekki. Eg vil áframhaldandi stjórn. Vel heppnað Evrópumót í tegundaveiði í sjóstöng: Hér er nóg af fiski í sjónum -sagði Jim Whippy, ritstjóri enska veiðiblaðsins Boatfishing Monthly, og var hæstánægður þegar hann kom að landi eftir síðari keppnisdaginn WHIPPY hefur farið heimshornanna á milli og veitt en hann segir Island standast samanburð við hvaða land sem er. Enska sveitin frá vinstri, Richard Russel, Paul Hart, David Styles og Jim. ROOFTHOOFT segir aðalatriðið vera að njóta þess að vera úti á sjó og fiska. Með honum á myndinni cr Ria Van Ranst. Leikmenn IBV biðjast afsökunar Evrópumót í tegundaveiði í sjóstöng fór fram við Vestmanna- eyjar um helgin en mótið stóð yfir í tvo daga. Alls komu saman um eitt hundrað sjóstangveiðimenn víðs vegar að úr Evrópu en veðrið lék við mótsgesti. Keppendumir komu frá ellefu þjóðum, flestir frá íslandi eða 28 talsins, 15 frá Rússlandi, 14 frá Englandi, 11 frá írlandi, 10 frá Skotlandi, 7 frá Belgíu, 6 frá Wales, 5 frá Danmörku, 2 frá Noregi og sinn hvor keppandinn kom frá Þýskalandi og Sviss. Notast var við sextán báta í mót- inu, flesta héðan frá Eyjum. Flestir veiðimannanna dvöldu mun lengur hér í Eyjum, nánast alla vikuna og með þeim var þó nokkurt fylgdarlið þannig að mótið var gott uppgrip fyrir ferðaþjónustuaðila. Tegundimar sem gefa stig í mótinu eru langa, keila, ýsa og steinbítur. Mótið sjálft var sett við hátíðlega athöfn síðdegis á fimmtudag við Kaffi Kró en þar komu saman allir mótsgestir. Það er EFSA, íslands- deild Evrópusambands sjóstang- veiðifólks, sem sá um framkvæmd mótsins en Evrópumótið í teg- undaveiði er aðeins haldið einu sinni á ári og færist milli landa innan Evrópu. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan 1974 að Evrópu- mót í sjóstangveiði fer fram hér við Island. Þá var mótið haldið á Akureyri en árið 1968 var Evrópumót í sjóstangveiði haldið hér við Vestmannaeyjar. Eftir fána- hyllingu og ræðuhöld var mótið sett en klukkan sex morguninn eftir hófst keppnin. Ohætt er að segja að veðrið hafi verið einstaklega gott fyrri keppnisdaginn, varla bærðist hár á höfði og sjólag einstakt. Aðeins gustaði síðari daginn en þó ekki að neinu marki. ísland stenst allan saman- burð Fyrirliði enska liðsins, Jim Whippy, var hæstánægður þegar hann kom að landi eftir síðari keppnisdaginn en Whippy er ennfremur ritstjóri enska veiðiblaðsins Boatfishing Monthly. „Okkur gekk mjög vel og ég held ég hafi orðið efstur okkar Eng- lendinganna með 197,9 stig. Eg gat því miður ekki verið með í gær en mér sýnist að Skotamir hafi staðið sig best enda er það þeirra stíll,“ sagði Whippy þegar hann var spurður út í gengi sinna manna. Whippy hefur farið heimshorn- anna á milli og veitt en hann segir Island standast hvaða landi sem er samanburðinn, og gott betur. „Þetta er reyndar alveg einstakt að vera héma. Það er ofboðslega gaman að koma hingað til að veiða en það er allt of langt síðan Evrópumót var haldið hér síðast, 30 ár að mig minnir. En þetta er búið að vera alveg meiri háttar. Á Bretlandi komumst ekki með tæmar þar sem íslendingar hafa hælana þegar kemur að fiski- miðunum, hér er nóg af fiski í sjónum. Á þessum sjö tímum sem ég setti öngulinn í sjóinn þá fékk ég fisk í hvert sinn. Kannski ekki alltaf þá tegund sem ég vildi en ég fékk alltaf fisk. Og þetta voru líka vænir fiskar, bæði þorskur og svo ýsa, sem við sjáum ekki mikið af við Bretland lengur. Veðrið var ekki til að skemma fyrir, þetta var líkara Spánarveðri og ég næ því ekki hvemig þið fómð að þessu,“ sagði Whippy og vildi þakka mótsstjóminni og Eyjamönnum fyrir skemmtilegt mót. Aðalatriðið að njóta þess að fiska Fyrirliði belgíska liðsins, Harry Roofthooft, var sömuleiðis ánægður. „Við fengum mikinn fisk þó ég hafi ekki fengið allar tegundir. Eg held að aðeins einn á okkar báti hafi fengið allar fjórar tegundimar. En það er ekki aðal- atriðið heldur að njóta þess að vera úti á sjó og fiska. Við komum með veðrið með okkur, því í Belgíu var hitabylgja og við tókum hluta af henni með okkur á rnótið," sagði Roofthooft en Belgía tefldi fram tveimur liðum. Mótið gekk stórslysalaust fyrir sig en daginn fyrir mótið sneri einn meðlimur belgíska liðsins sig á hné. „Það er kona hér með okkur í hópnum, Ria Van Ranst, sem sneri sig illa þegar við vorum að veiða daginn fyrir mót. Hún lét það samt ekkert stoppa sig og tók þátt í mót- inu og stóð sig bara vel,“ sagði Roofthooft að lokum. Það leiða atvik átti sér stað eftir leik ÍBV og Þórs á Hásteinsvelli í gær að leikmenn Eyjaliðsins ruku inní búningsklefa án þess að þakka áhorfendum stuðninginn eins og venjan er. Leikmenn liðsins voru auðvitað hundfúlir með sjálfa sig að ná ekki að klára leikinn og nýta þann urmul færa sem liðið fékk í seinni hálfleik. Það var að sjálfsögðu einungis vegna þess sem menn hlupu strax inní búningsklcfa en ekki vegna stuðningsmanna liðsins, sem fjöl- menntu á Hásteinsvöll í gær. Við viljum biðja stuðningsmenn IBV afsökunar á þessu og vonan- di kemur þetta ekki fyrir aftur. Finnig viljum við þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Hásteinsvöll í gær og vonandi sjáum við enn fleiri á komandi leikjum. Fyrir hönd leikmanna meis- taraflokks ÍBV Bjarni Hólm fyrirliði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.