Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Page 14
14 Fréttir / Fimmtudagur i /. mai 2007 Slagurinn um Vinnslustöðina Eyjamenn þjappa sér saman og verj ast grimmt s -Ahlaupið virðist hafa komið þeim í opna skjöldu - Segja aðalatriðið að verja fyrirtækið og árangur þess heimabyggðinni til hagsbóta. Telja átök um eignarhaldið fyrirtækinu ekki til framdráttar - Bræðurnir frá Rifi styrkja stöðu sína - Tekist á um sex milljarða Samantekt Ómar Garðarsson omar @ eyjafrettir.. is Fimmtudaginn 12. apríl síðastliðinn var hringt í fjölda hluthafa í Vinnslustöðinni hf. úr Lands- bankanum og þeim gert tilboð í hlutabréfin í fyrirtækin á genginu 8,0. Þetta tilboð var langt yfir geng- inu sem síðast hafði verið skráð á bréfum í VSV í kauphöllinni OMX. Verðbréfasalarnir hringdu bæði í einstaklinga í Eyjum, sem eiga stóra hluti í VSV, en einnig í Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Sparisjóð Vest- mannaeyja, sem sömuleiðis eiga hluti í VSV. Víst er að verðbréfa- salarnir náðu ekki þeim árangri sem þeir væntu. Aðgerð þeirra setti hins vegar í gang atburðarás átaka um eignarhald í félaginu. Áhlaup Landsbankans Það kom nefnilega í ljós, þegar einn hluthafi hringdi í annan hluthafa í Eyjum og greindi frá upphring- ingunni frá Landsbankanum, að sá hafði líka fengið nákvæmlega eins erindi símleiðis úr höfuðborginni! Og þegar menn fóru að bera betur saman bækur sínar kom í ljós að hringt hafði verið úr Landsbank- anum í fjölda hluthafa á sama tíma með sams konar tilboð í hlutabréfin í VSV. Þar með virtist liggja ljóst fyrir að bankinn hafði skipulagt ein- hvers konar skyndiáhlaup til að safna eignarhlutum í VSV hjá fjölda hluthafa á sama augnablikinu í þeim tilgangi að gefa hluthöfum ekki tóm til að ráðgast innbyrðis um það sem kynni að vera að gerast. I fyrstu vissu menn í Eyjum ekki í hverra þágu áhlaup Landsbankans væri en þegar leið á daginn fékkst staðfest að bankinn væri að bjóða í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar fyrir hönd bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi (eigenda Brims hf.). Félög í eigu þeirra og þeir sjálfir eiga samanlagt ríflega 30% í Vinnslustöðinni. Hjálmar er í stjórn VSV en Guð- mundur í varastjórn. Þarna var með öðrum orðum blásið til átaka um eignarhald og forræði í VSV. Og vel að merkja, minnihlutaeigendurnimir þurftu ekki að bæta miklu við sig til að hafa meira vald á fyrirtækinu en meirihlutaeigendur félagsins kærðu sig um. Þrjú prósent hlutafjár til viðbótar myndu þannig færa minni- hlutanum í eigendahópnum umtals- vert meiri ítök og betri valdastöðu í félaginu en hann hefur nú. í viðtali við Guðmund segist hann ekki standa á bak við tilboð Lands- bankans að öðru leyti en því að hann bauð í hlut Lífeyrissjóðsins. Hann viðurkennir aftur á móti að það hafí þeir bræður gert til að styrkja stöðu sína innan félagsins. Meirihlutinn bregst við Viðbrögð heimamanna létu ekki á sér standa og sunnudaginn 15. apríl yar.þoðað til fundar nokkurra lykil- hluthala í Eyjum þar sem gengið var muhnjéga frá samkomulagi eigenda 5Ö;ð4% ■'hmtaifáf um „stjómun og rekstur Vinnslustöðvarinnar hf.“ í FYRSTU vissu menn í Eyjum ekki í hverra þágu áhlaup Landsbankans væri en þegar Ieið á daginn fékkst staðfest að bankinn væri að bjóða í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar fyrir hönd bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi (eigenda Brims hf.). Landsbanki Landsbankinn bauð ekki í bréfín Þegar haft var samband við Verðbréfamiðlun Landsbankans var því alfarið neitað að Landsbankinn væri að bjóða í bréf í Vinnslustöðinni, það væri and- stætt reglum. Það eina sem fékkst uppgefið var að Verðbréfamiðlunin hefði boðið í bréf Vinnslustöðvarinnar í umboði viðskiptavina. Hvort þeir voru einn eða tleiri fékkst heldur ekki uppgeflð. Guðrún Erlingsdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Vm:. Liggur ekkert á að selja „Við erum langtímafjárfestir og höfum mjög mikla trú á Vinnslustöðinni,“ sagði Guðrún Erlingsdóttir formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, þegar hún var spurð hvort sjóðurinn ætlaði að taka tilboði Landsbankans. „Okkur liggur því ekkert á að selja.“ Gengi hlutabréfa i Vinnslustöðinni hf. i OMX/Kauphöll Islands var i upphafi rekstrarársins skráð 4,20 en i lok rekstrarársins 4,50. A timabilinu var qengið læqst skráð 3,81 i marsmánuði eri hæst skráð 4,60 í riovem ber. HluthafarVinnslustöðvarinnar hf. voru 408 i upphafi rekstrarársins en 399 i lok rekstrarársins og hafði þvi fækkað um 9 á árinu. Tveir hluthafar reyndust eiqa yfir 10% i felaqinu i lok rekstrarársins: Seil ehf. (23,93%) og Stilla ehf. ■ 18,31 %). Vinnsiustöðiri hf. var hluthafi i Stillu i upphafi ársins en seldi lilut sinn á árinu. Tiu sríerstu hibthafar i árslok 2006 voru: Nafn Hlutafé % Síil fhf. 374.459.320 23,93 Stilla ehf. 286.546.134 18,31 Llnuskip ehf. 117.089.853 7,48 Öxnafell ríif. 97.541.706 6,23 Leifui Ársaalsson 96.344.440 6,16 Lifeyrissj. Vístinannaeyja 83.246.039 5,32 Ll-Hetlge 65.199.808 4,17 Vinnslustödin hf. 60.795.143 3,88 Möf ehf. 48,443.256 3,10 Krístfn Elln Gisladóttii 43.666.274 2,79 Fulltrúar hluthafanna og lögmenn þeirra sátu síðan yfir því í um hálfan sólarhring að ganga frá forms- atriðum. Um þrjúleytið aðfararnótt mánudags 16. apríl var hluthafasam- komulagið undirritað og tilkynning þar að lútandi send Kauphöllinni til birtingar að morgni dags. Þar fylgdi með að aðstandendur samkomu- lagsins myndu gera öðrum hlut- höfum tilboð um að kaupa hluti þeirra í VSV, í samræmi við ákvæði laga um hlutabréfaviðskipti. Sömu- leiðis lýsti hluthafahópurinn þeim vilja sínum að afskrá félagið í Kauphöllinni. Að hluthafasamkomulaginu standa systkinin Haraldur Gíslason og Kristín Gísladóttir, dætur Kristínar (Guðrún Svava, Ólöf Elín og Ellý Rannveig), Sigurgeir B. Krist- geirsson, Leifur Arsælsson og Gunnar Jónsson. Þar er meðal annars kveðið á um gagnkvæman forkaupsrétt allra að hlutabréfum annarra hluthafa í hópnum. Það viðhorf er áberandi og ríkjandi í þessum hluthafahópi að slagurinn standi um að verja þann undraverða árangur sem náðst hefur í rekstri VSV á tiltölulega fáum árum þannig að Eyjamenn sjálfir uppskeri árang- ur þess erfiðis síns að rétta fyrirtæk- ið af og skjóta undir það traustum stoðum. Sex milljarðar króna skilja á milli í verðmatinu Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf., félags í eigu aðstandenda hluthafa- samkomulagsins, var birt öðrum hluthöfum f annarri viku maímán- aðar. Tilboðið gildir frá 13. maí til 11. júní 2007 og hljóðar upp á kaup á genginu 4,60 krónur á hlut. Vísað er til þess að hærra verð hafi tilboðs- gjafi og samstarfsaðilar ekki greitt fyrir hlutabréf í VSV hálft ár þar á undan. N.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.