Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Qupperneq 18
18
Fréttír / Fimmtudagur 17. maí 2007
MYNDUÐU HRINGI Þegar komið var upp á malarvöll myndaði hver árgangur hring og urðu þeir alls níu.
Olweusardagurinn í Grunnskóla
Vestmannaeyja:
Árgangarnir hristir
saman
Um 700 nemendur í fyrsta til níunda bekk Grunnskóla Vestmannaeyja og
kennarar þeirra stormuðu upp á malarvöllinn við Löngulág á föstudaginn.
Grunnskóli Vestmannaeyja er þátttakandi í Olweusaráætluninni gegn
einelti og eitt af þeim verkefnum, sem skólinn sinnir er, að standa fyrir
námsdegi um eineld og hefur skólinn frjálsar hendur hvað varðar útfærslu.
Olweusardagurinn var á föstudaginn og af því tilefni var hist á malar-
vellinum þar sem hver árgangur sameinaðist. Eftir að hafa sungið og trallað
fóru árgangarnir í það skólahús sem þeir verða í næsta haust. Tilgangurinn
var líka að hrista saman nemendur í Bamaskóla og Hamarsskóla sem
sameinast þegar skólanum verður aldursskipt i haust.
Með þessari útfærslu á námsdegi í Olweusaráætluninni var verið að leggja
áherslu á tvo mikilvæga þætti í áætluninni, annars vegar eineltishringinn og
hins vegar bekkjarreglurnar.
Eineltishringurinn auðveldar nemendum að átta sig á að þeir geta tekið
afstöðu gegn einelti með því að standa með þeim sem verður fyrir eineltinu.
Reglurnar undirstrika svo enn frekar andstöðu gegn einelti og leggja áherslu
á að hver og einn á rétt á að vera í skólaumhverfi sem er vinveitt og öruggt.
SAMEINAST á malarvellinum. Krakkarnir gengu frá sínum skóla og hittust á malarvellinum þar sem
árgangarnir sameinuðust. Hér er einn hópurinn í öruggri fylgd Fanneyjar Asgeirsdóttur skólastjóra og
Olafar Aðalheiðar Elíasdóttur kennara. Öll voru þau með furðuhatta á höfðinu.
STELPURNAR í yngri flokki.
Vestmannaeyjameistaramót í fímleikum:
Margrét Lára og Gígja
Sunneva meistarar
Á dögunum var haldið Vest-
mannaeyjamót í áhaldafimleikum
en í þetta sinn var í fyrsta sinn
keppt eftir nýjum reglum þar sem
keppendur gátu fengið hærri
einkunn en tíu. Alls tóku þrjátíu
keppendur þátt í mótinu en keppt
var í 5. og 6. þrepi.
Vestmannaeyjameistarar urðu þær
Margrét Lára Hauksdóttir í 5. þrepi
og Gígja Sunneva Bjarnadótdr í 6.
þrepi.
Um síðustu helgi fór svo fram árleg
Vorsýning Ránar. Á sýningunni
sýndu 130 strákar og stelpur, í
ellefu hópum, afrakstur vetrarins en
mikil vinna liggur að baki
sýningarinnar. Aðsókn á sýninguna
var mjög góð en forráðamenn
Ránar vilja þakka öllum þeim sem
komu að sýningunni og
vetrarstarfmu með einum eða
öðrum hætti.
Úrslit:
6. þrep, f. 1999
Samanlagt
1. Hrafnhildur Stefánsdóttir 53,70
2. Kristín Sigmundsdóttir 53,40
3. Agnes Stefánsdóttir 53,10
6. þrep, f. 1998
Samanlagt
1. Gígja S. Bjarnadóttir 60,90
2. Berglind Sigmarsdóttir 56,00
3. Kristín Ingólfsdóttir 55,60
6. þrep, f. 1997
Samanlagt:
1. Sara Dís Hafþórsdóttir 59,10
2. Henríetta A. Ólafsdóttir 58,50
3. Steiney Arna Gísladótdr 57,80
4. Agnes Líf Sveinsdótdr 51,40
5. þrep
Samanlagt:
1. Margrét Lára Hauksdótdr 55,90
2. Elísabet Baldursdótdr 51,90
3. Magnea Jóhannsdóttir 51,50
4. Júlíana Sveinsdótdr 49,20
MEISTARAR, Margrét Lára og Gígja Sunneva.