Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Side 20
EIGENDUR og starfsstúlka, Eydís Ósk, Sigursveinn, Hjörleifur og Eygló Guðmundsdóttir sem starfar í
búðinni.
Barnaborg, ný barnafata-
og leikfangaverslun
Barnaborg, ný og glæsileg barna-
fata- og leikfangaverslun hefur
verið opnuð við Heiðarveg 9, þar
sem Krakkakot var áður til húsa. I
Bamaborg má finna gæða barna-
fatnað frá Ticket to Heaven. Auk
þess er mikið úrval leikfanga fyrir
börn á öllum aldri og sömuleiðis
reiðhjól og allt sem þeim fylgir.
Eigendur verslunarinnar eru hjónin
Þórður Sigursveinsson og
Guðmunda Hjörleifsdóttir ásamt
sonum þeirra, Sigursveini og
Hjörleifi og eiginkonum þeirra,
Eydísi Ósk Sigurðardóttir og
Margréti Rós Andrésdóttur.
Hjörleifur sagði í samtali við Fréttir
að búðin hefði farið vel af stað.
„Það var stanslaus umferð af fólki
hér í búðina frá því að við
opnuðum. Við emm líka með gott
úrval af leikföngum og frá öllum
helstu leikfangaframleiðendunum,
Lego, Playmo, Bratz, Groovie Girls,
Pet Shop, Happy friends, Disney
vörur og svo erum við að fara að
bæta við okkur Barbie dóti. Hjólin
em lfka alltaf vinsæl, við erum með
Trek hjól og góða hjálma fyrir
krakkana. Við eigum enn eftir að
bæta við okkur í vömúrvali, t.d. í
barnafötunum og auðvitað leik-
föngunum líka.“
En af hverju að opna verslun með
barnafötum og leikföngum?
„Okkur Iangaði að prófa þetta og
við höfum trú á verslun í
Vestmannaeyjum. Við vitum líka
að ef úrvalið er gott og þjónuslan
góð þá gengur þetta vel,“ sagði
Hjörleifur að lokum.
VIKUTILBOD
17. - 23. maí
Slapp
Haukur Hauksson féll niður í lest
á Kap VE á föstudag en talið er
að fallið hafi verið 6 til 8 metrar.
Haukur vann við löndun úr skip-
inu og allt bendir til þess að
hann hafi misst tak í stiga þegar
hann var á leið upp úr lestinni.
Haukur var fluttur til
Reykjavíkur með sjúkraflugi og
liggur nú á Borgarspítalanum í
Reykjavík.
Eygló Stefánsdóttir, eiginkona
Hauks, segir hann hafa sloppið
ótrúlega vel miðað við aðstæður.
„Lærleggurinn brotnaði uppi við
mjöðm og svo fór afltaug í öxl-
inni og hann þarf að fara í
aðgerð vegna þess fljótlega.
Okkur er sagt að það verði fyrr
að gróa en brotið og að hann eigi
eftir að ná fullum bata eftir
slysið.“
Eygló segir að 20 tímar hafi
liðið þar til hann komst í aðgerð
á spítalanum. „Það er brjálað að
gera á spítalanum. Hann var
kvalinn en þetta lítur allt vel út
miðað við aðstæður. Sem betur
fer slapp þetta betur en á
horfðist. Þetta tekur auðvitað
sinn tíma og mér finnst líklegt að
einhver verndarhönd hafi verið
yfir honum þegar slysið varð.“
ótrúlega vel
Haukur Hauksson lærbrotnaði í slysinu og afltaug við öxl gaf sig.
iiimiiiiimimmiiiiiimiiiiiBiiiiiiimiiiiiii*