Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Blaðsíða 6
6 Frcttir / Fimmtudagur 13. september 2007 Aukinn tækjakostur á Sjúkrahúsinu: Þjónustan eykst til mikilla muna -segir Hjörtur Kristjánsson, yfirlæknir - Blöndunarskápur fyrir krabbameinslyf og sneiðmyndatæki fækka ferðum sjúklinga til Reykjavíkur og eykur öryggi „Með þessum nýja tækjakosti mun þjónusta Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja við bæjarbúa aukast til mikilla muna. Mjög margir sjúklingar hafa þurft að fara í tölvu- sneiðmyndarannsóknir á ári hverju tii Reykjavíkur. Nú verður í langflestum tilfellum hægt að gera þessar rannsóknir hér í Eyjum. Tilkoma tölvusneið- myndatækis eykur einnig öryggi í greiningu t.d. við slys og áverka. Sérfræðingur í bæklunar- lækningum er farinn að koma hingað reglubundið og með nýjum tækjabúnaði á skurðstofu er nú unnt að gera hér liðspegl- anir og þær aðgerðir eru reyndar þegar hafnar. Blöndunarskápur og meðfylgj- andi búnaður gerir okkur nú kleyft að gefa krabbameinslyfja- meðferð hér í Vestmannaeyjum í samráði við krabbameinslækna á LSH. Allt þetta gerir það að verkum að sjúklingar þurfa í minna mæli að leggja á sig erfið fcrðalög upp á fastalandið og það er að sjálfsögðu hið besta mál. Mig langar að þakka öllum þeim sem að þessum tækjakaupum standa fyrir þeirra framlag,“ sagði Hjörtur Kristjánsson. SNEIÐMYNDATÆKIÐ kom á mánudaginn og var strax farið í að koma því upp. Á það að vera tilbúið til notkunar í vikunni. Opnar nýjar víddir og nútímavæðir Sjúkrahúsið -segir Örn Thorstensen, röngtenlæknir, um sneiðmyndatækið Á mánudaginn kom til Eyja sneið- myndatæki sem sett verður upp á Sjúkrahúsinu. Með tilkomu þess verður bylting í greiningu á sjúk- dómum og að mati sérfræðings í röntgenlækningum er stigið mikil- vægt skref í að nútímavæða stofn- unina. Skilyrði til að tækið nýtist að fullu er vel þjálfað starfsfólk, allt frá þeim sem tekur á móti sjúklingnum til þess sem les úr gögnum sem tækið skilar frá sér. I neyðartilfellum, þegar slys verða eða snögg veikindi koma upp á, verður í mörgum tilvikum auð- veldara fyrir lækna sjúkrahússins að skera úr um hvort þörf sé að senda sjúkling til Reykjavíkur eða ekki. Einnig verður hægt að fá sérfræðinga annars staðar til að lesa úr gögnum. Öm Thorstensen, röngtenlæknir, segir að tækið hafi verið sett upp í Orkuhúsinu í Reykjavík árið 2003 og hafi verið notað síðan og reynst vel. „Þetta er svokallað fjölsneiða- tæki sem táknar að margar sneiðar eru teknar í hverjum snúningi geislagjafans. Á móti geislagjaf- anum eru fjórar raðir af nemum, þannig verða til fjórar sneiðar í hverjum snúningi sagði Öm þegar hann var beðinn um að lýsa sneiðmyndatækinu. Hver sneið getur verið frá 2 mm niður í 0.5 mm að þykkt og heildarsneiðþykkt- in þá frá 8 mm niður í 2 mm. En þykktina á hverri sneið er hægt að stilla eftir þeirri rannsókn sem gera á. Þetta táknar að upplausnin í myndinni getur verið mikil og þannig auðveldað greiningu lítilla sjúklegra breytinga. Afköst tækisins eru mikil og segja má í raun að hægt sé að rannsaka sjúklingin frá toppi til táar. Öm segist sannfærður um að tækið sé eitt það mikilvægasta sem Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum hefur fengið til sjúkdómsgreininga en hann leggur áherslu á að kunn- áttufólk þurfi að koma að öllu ferl- inu eigi tækið að nýtast að fullu. „Það á við allt frá þeim sem óskar rannsóknarinnar, geislafræðingnum sem stjórnar tækinu, þeim sem les úr gögnunum til þess sem nýtir sér niðurstöðumar." Þegar Öm er spurður um mikil- vægi sneiðmyndatækisins fyrir Sjúkrahúsið sagði hann að með því væm stigin mikilvæg skref inn í nútímann og tækið færi stofnunina verulega fram á við. „Það getur verið mikilvægt í slysatilfellum því á nokkrum mínútum er hægt að skera úr um eðli og stærð áverka. Hægt er að greina sjúkdóma í höfði, hálsi, lungum, miðmæti, kviðarholi svo og í hryggsúlu og beinum o.m.fl. I sumum rannsókn- um er þörf á gjöf litarefna. Þessi litarefni setjast á sjúk svæði sem aðgreinast þannig betur frá heil- brigðum vef. Við í Orkuhúsinu höfum auk þessa notað tækið til ristilspeglunar og til rannsókna í eyrum ásamt mörgum fleiri sértækum rannsóknum en til slíkra rannsókna þarf talsverða sérhæf- ingu. Þegar spuming er um hvort Bjarni Sighvatsson frá Ási hefur beitt sér fyrir miklum tækjakaupum fyrir Sjúkrahúsið. Hér er hann á tali við Hjört yfirlækni. fara eigi í sjúkraflug við erfiðar aðstæður getur sneiðmyndatækið komið að góðum notum. Sama hvort um er að ræða slys eða sjúkdóma því tækið getur verið til verulegrar hjálpar þegar þarf að ákveða hvort senda á sjúkling á sjúkrahús í Reykjavík eða ekki. Ef þannig stendur á geta læknar í Eyjum fengið sérfræðinga í Reykja- vík til að lesa úr gögnum með sér. Allt verður til þess að fækka ferð- um sjúklinga til Reykjavíkur með þeim óþægindum og kostnaði sem þeim fylgir." Öm segist geta haldið lengi áfram ef hann ætlaði sér að lýsa þeim möguleikum sem sneiðmyndatækið leyfir. „Ég held að allir eigi eftir að vera mjög glaðir með þennan áfanga því sneiðmyndatækið opnar nýjar víddir og nútímavæðir Sjúkrahúsið f Vestmannaeyjum. En til þess að það nýtist til fulls þarf hæft starfsfólk," sagði Öm að endingu. Utan Reykjavíkur em sneið- myndatæki á Akranesi, Akureyri, Neskaupstað og á fsafirði. Stjórnmál: Fjárlaganefnd í heimsókn Fjárlaganefnd alþingis var á ferðinni í Eyjum á þriðjudag og heimsótti Vestmannaeyjabæ eins og önnur sveitarfélög í Suðurkjördæmi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri sagði að farið hafi verið yfir stöðu sveitarfélagsins og væntanleg fjárlagaerindi auk þess sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskveiðikvótans voru sérstaklega ræddar. „Almennur skilningur virtist ríka hjá stjómvöldum hvað þetta varðar,“ sagði Elliði og var í framhaldinu spurður hvort hann væri bjartsýnn á að mótvægistillögur bæjarins næðu fram að ganga. „Við vonum það besta og undirbúum okkur undir það vesta en það er alveg ljóst að atvinnulífíð í Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjabær og íbúar Vestmannaeyja em staðráðnir í að líta á þróun samfélagsins sem verkefni en ekki vandamál. Skemmtanalífið: Styttist í Lundaballið Lundaballið 2007 verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum 29. september nk. Elliðaeyingar sjá um ballið í ár, segir í fréttatilkynningu frá Björgvin Rúnarssyni. Hátíðin hefst með borðhaldi með fjölbreyttum mat- seðli. Eftir borðhald hefst skemmtidagskrá að hætti bjargveiðimanna ásamt myndasýningu og fjöldasöng. Að lokinni skemmtidagskrá hefst dansleikur með hljómsveitinni Dans á Rósum. Um miðnætti verður borin fram miðnætursúpa ala Esra/Gaui Hjöll.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.