Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Qupperneq 11
Fréttir / Fimmtudagur 13. september 2007 11 Með Helgafellið í bakgarðinum Grein Hildur Sif Thorarensen Höfundur er nemi Ég hef oft verið spurð af hverju í ósköpunum mér hafi dottið í hug að flytja til Vestmannaeyja. Upphaflega var hugsunin sú að vera nær kær- astanum sem er á sjó héðan en í rauninni heilluðu Vestmannaeyjar mig frá fyrstu kynnum. Þegar ég stóð á sólpallinum í Herjólfi og horfði á ljósin lýsa upp Heimaklett og byggðina koma æðandi að mér var eins og ég væri að sigla inn í nýjan heim. Ósnortið lítið bæjar- félag undan ströndu Islands þar sem græðgin og spilling höfuðborgar- svæðisins hafði ekki enn náð ból- festu. I Eyjum upplifi ég friðsemd sem ég finn ekki lengur í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum leyndist hún á fáum eftirlifandi grænum blettum en þau auðu svæði fara hratt víkjandi fyrir eilífum og óstöðvandi bygginga- framkvæmdum. Hér leita ég ekki grasbletta heldur geng upp götuna og er komin út í náttúruna þar sem ekkert heyrist nema örlítill sjáv- amiður í fjarska og suðið í vindinum sem leikur ósjaldan við Eyjar. Finn ekki fyrir innilokun Færð þú ekki innilokunarkennd að komast ekki í burtu þegar þú vilt?, hafa margir Reykvíkingar spurt mig. Það er svo einkennilegt að ég finn ekki fyrir innilokunarkennd fyrr en ég er komin aftur upp á land og þarf að takast á við ógreiðfæra og krefj- andi umferðina eða örtröð búðanna. Þar fmnst mér ég þvinguð og komast hægt á milli staða. Alls staðar em raðir, troðningur eða ein- hver í vegi fyrir mér. Ég fæ hvergi bflastæði og hlutimir sem ég leita að em sjaldnast til. Það eru allir brjál- aðir því hraðinn er svo mikill og sólarhringurinn svo stuttur og allir ætla að gera allt núna á stundinni. I Eyjum liggur ekkert á, þó búðimar séu opnar styttra og úrvalið minna er afgreiðslufólkið brosmilt og viðskiptavinimir ánægðir. Ef eitt- hvað vantar er það bara pantað í snarhasti og hægt að sækja það nokkrum dögum seinna. Ekkert stress, enginn hamagangur og nóg af bflastæðum. Yndislegir nágrannar Þrátt fyrir lítið og að vissu leyti lokað samfélag finnst mér Eyja- menn hafa tekið mér opnum örmum. Nágrannar mínir em yndislegt fólk sem heilsar mér ef þeir sjá mér bregða fyrir og kippa sér ekki upp við það þó hvolpurinn á heimilinu sleppi yfir í garðinn þeirra stöku sinnum. Hér þekkja næstum allir alla en hafa jafnframt skilning og þolinmæði gagnvart náunganum. Afgreiðslufólk búðanna er kurteis- ara og vill meira fyrir mann gera þó það hafi jafnvel aldrei séð mann áður. Það má vera að mér sé betur tekið því kærastinn minn er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en þó held ég að það skipti ekki megin- máli. Mér hefur sýnst fólkið hér að mestum parti vera góðhjartað, vin- gjarnlegt og hjálpsamt hvort sem það eru ungir, aldnir, ríkir eða fátækir. Nóg um að vera Þó bærinn sé ekki stór er alltaf eitt- hvað um að vera. Hér er Gosloka- hátfð, Bryggjudagar, Tyrkjaráns- upplifun og margt fleira og það allt bara á einum mánuði. Vestmanna- eyingar kunna sko svo sannarlega að skemmta sér og leikur hver við sinn fingur á þessum uppákomum. Það er líka gaman að sjá eldra og yngra fólk skemmta sér saman. Þetta verður eins og risaættarmót þar sem allir mega vera með. Ég get ekki neitað því að ég öf- unda kærastann minn af því að hafa fengið að alast upp í Vest- mannaeyjum. Að fá tækifæri til að leika sér úti án þess að þurfa alltaf að vera að passa sig á umferðinni eða vondu fólki sem reynir að lokka lítil böm upp í bíla með sér. Börnin fá að vera litlir krakkar lengur og stelpumar þurfa ekki að fylgja tískubólum um stuttar galla- buxur og þrönga boli jafn snemma. Æskan fer svo ört víkjandi fyrir alvörunni að það gleður mig að sjá að enn eru til staðir þar sem það liggur ekki jafn mikið á að verða stór. Ég er nýlega flutt hingað svo hveitibrauðsdagarnir eru líklega enn ekki liðnir. Samt get ég ekki sagt annað en að enn sem komið er hefur mér hvergi liðið betur en hér í austurbæ Heimaeyjar. Þegar hús- bóndinn er á sjó trítlum við, ég og hundspottið, upp á Nýja hraunið og njótum náttúrunnar. Hann er ofsa- lega ánægður enda búinn að eignast vinkonu hinum megin við götuna. Ég sit oft heima við lestur og þessi ró og kyrrð gerir mér bara gott í náminu. Frá heimili mínu sé ég yfir næstum alla eyjuna og náttúran er svo nálæg að það er eins og að hafa fjöllin í garðinum hjá sér. Hvers er hægt að óska sér meira á þessum hamfaratímum þar sem tilveran stendur vart í stað eitt sekúndubrot? Að hafa ró í beinunum og gott fólk í kringum sig, er það ekki allt sem maður þarf? Hildur Sif Thorarensen Kristín Ósk Óskarsdóttir: Skyndibitar fyrir sálina Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessi orð er í raun einföld, ég er að fylgja eftir einum af draumunum mfnum. Mér finnst mjög mikilvægt að eiga drauma og það sem meira er að ég legg mig af alhug fram við að láta draumana mína rætast. Ég set mér því ávallt markmið um hvemig ég ætla að láta hvem og einn draum verða að veruleika, en meira um það seinna. Pabbi sagði alltaf að ég yrði blaðamaður en mig langar að fara aðeins lengra með hugmyndina hans. Ég er nefnilega staðráðin í því að gefa út bók, eða öllu heldur að verða rithöfundur þegar ég verð „stór“. Eg spurði því sjálfa mig hvað ég þyrfti að gera til að komast nær þeim draumi mínum? Eitt kvöldið þegar ég var að tala við vinkonu mína í símann fékk ég hugljómun. Stuttu eftir þessa vakningu mína hringdi ég í Omar hér á Fréttum og spurði hann hvort ég mætti skrifa dálk um hinar ýmsu hugrenningar mínar. Honum leist vel á hugmynd- irnar hjá mér og ákvað að slá til. Núna sit ég við að skrifa fyrsta dálkinn minn, spennandi! Hann kemur til með að birtast aðra hverja viku, þá hafið þið lesendur STUTTU eftir þessa vakningu mína hringdi ég í Omar hér á Fréttum og spurði hann hvort ég mætti skrifa dálk um hinar ýmsu hugrenningar mínar. Honum leist vel á hugmyndirnar hjá mér og ákvað að slá til. Núna sit ég við að skrifa fyrsta dáikinn minn, spennandi, segir Kristín Oskars- dóttir sem er nýr pistlahöfundur á Fréttum. eitthvað til að hlakka til. Andleg málefni hafa lengi heillað mig og hef ég lesið margar bækur þess efnis. Það er því von mín að ég geti miðlað einhverjum nærandi skyndi- bitum fyrir sálina til ykkar, en það verður einmitt heitið á þessum dálki mínum; Skyndibitar fyrir sálina. Nafnið er dregið af heiti bókar eftir Barbara Bexter og er ein af mínum uppáhalds sjálfshjálparbókum. Hún er einstaklega gagnleg, markviss og stutt! Sem er nákvæmlega það sem við nútímafólkið þurfum í þessu hraða þjóðfélagi okkar. Mín fyrsta umfjöllun verður um mikilvægi þess að brosa!:) Mál- tækið segir; Bros getur dimmu í dagsljós breytt. Þetta eru orð að sönnu að mínu mati. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar ég átti frekar leiðinlegan dag, allt var eitthvað svo erfitt. A þessum tíma bjó ég í borg óttans, nánar tiltekið í Mosfellsbæ, og var að labba inn í verslunarkjam- ann í Mosó. Ég mæti þar konu sem brosir þessu líka bjarta brosi til mín, alveg að ástæðulausu. Þessi kona veit ekki enn þann dag í dag að hún bjargaði deginum fyrir mér. Með brosi sínu þá fyllti hún mig af von, sem varð til þess að ég fór að brosa og mætti annarri manneskju sem ég brosti til. Sumt fólk brosir svo fallega að þegar aðrir sjá það líður þeim vel. Þannig að bros getur svo sannarlega virkað keðjuverkandi. Einhvers staðar las ég líka að við notuðum sautján vöðva til að brosa en þyrft- um fjörutíu og þrjá til að yggla okkur. Þannig að það er mun auðveldara að brosa, miklu minni áreynsla, brostu því endilega sem oftast. Ef við getum brosað í daglegu lífi, ef við getum lifað í friðsemd og gleði, njótum við þess ekki ein held- ur allir aðrir líka. Með þessu leggj- um við grunninn að friði í heiminum (úr bókinni Bros eftir Helen Exley). Þetta er heldur betur flott leið til að leggja sitt af mörkum við að bæta heiminn, smá bros. Móðir Teresa sagði jafnframt að friður myndi byrja með brosi. Þið gerið ykkur því vonandi ljóst hversu miklu þessi fyrirhafnarlausa athöfn getur í raun og vent breytt. Ég ætla að slá botninn í þessi skrif mín með japönsku spakmæli: Hamingjan kemur til þeirra sem brosa!! :) Þannig að kæri lesandi BROSTU! Met hjá pysjueftirlitinu Pysjueftirlitið hefur verið öflugt og mikið að gera á Náttúrugripasafninu um síðustu helgi og undanfarna daga. Nú þegar hafa 809 pysjur verið vigtaðar og vængir þeirra mældir sem er mesti fjöldi frá því Pysjueftirlitið hóf göngu sína. Kristján Egilsson á Náttúrugripasafninu sagði fólk hafa verið duglegt að koma með pysjur til að kanna ástand þeirra. Þetta er mesti fjöldi sem við höfum fengið en til samanburðar voru 130 pysjur í fyrra. Um síðustu helgi var mikið líf á safninu og pysjan er vel haldin. Meðalþyngdin er 250-260 gr. og við fengum pysju í gær sem var 344 gr þannig að pysjan hefur haft nóg æti seinni partinn. Við vonumst eftir að fá fleiri pysjur og viljum helst að fúlk komi með þær inn til okkar því þá getum við mælt vængina líka. Það er búið að vera líflegt og mjög gaman á safninu undafarið og við viljum fá alla sem finna pysju til okkar, “ sagði Kristján. Ómar Smári er einn fjölda barna af fastalandinu sem komið hefur gagngert til Eyja í pysjuleitina. Spurning vikunnar: Kemst ÍBV upp í úrvals- deildinaP Magnús Bragason Já!! Haraldur Hannesson Þeir komast upp ef þeir vinna Grinda- vík og þeir vinna Grindavík 1-0. SigmarGeorgsson Já, ég hef alltaf verið bjartsýnn. Það hefur verið minn draumur að þeir komist upp og ég vona að við vinnum þá leiki sem eftir eru og úrslitin hjá hinum verði hagstæð fyrir okkur. Bakkafjara: Nýr 11 km vegur -200 til 300 bílar á dag Matsáætlun Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir 200 til 300 bfla umferð á Bakkafjöruvegi, nýjum 11 km löngum vegi frá þjóðvegi 1 að ferju- höfn í Bakkafjöru. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun vegna Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruvegar og efnistöku á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum, sem Vegagerðin og Siglingastofnun hafa birt. AI- menningur getur nú kynnt sér til- löguna á vef Vegagerðarinnar en frestur til að senda inn athugasemdir er til 14. september nk. Stefnt er að því að framkvæmdir við mannvirkjagerð í Bakkafjöru geti hafist árið 2008 og þeim verði lokið árið 2010. Höfnin verður varin með 600 m löngum brimgörðum og mynni hennar verður 70 nt breitt. Áætlaður kostnaður vegna hafnar- gerðarinnar og annarra mannvirkja er 5,6 milljarðar. Áætlanir um ferjuhöfn við Bakka- fjöru eru ekki í samræmi við nú- gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. Sveitarfélagið hefur hins vegar auglýst tillögu að breytingum á aðalskipulaginu vegna fyrir- hugaðra framkvæmda og er athuga- semdafrestur til 28. september. I matsáætlun Vegagerðarinnar og Siglingastofnunar kemur fram að efnistökuþörf vegna hafnarmann- virkja, vamargarða og vegagerðar er um 900.000 rúmmetrar. Lagður verður tengivegur frá Þjóðvegi 1 meðfram vestari bakka Markarfljóts niður að hafnarstæðinu. Fram- kvæmdimar em að mestu sjálfkrafa skyldar til umhverfismats, enda veg- urinn lengri en 10 kílómetrar, efnistaka meiri en viðmiðað magn og höfnin ætluð til þjónustu við allt að 2.000 tonna skip. I matinu verður megináhersla lögð á jarðmyndanir, vatnafar, gróðurfar, fugla, fornminj- ar, samgöngur, umferðaröryggi og samfélagsleg áhrif.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.