Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Síða 13
Fréttir / Fimmtudagur 13. september 2007
13
Fjölbreytt dagskrá Visku í vetur:
Handritin heim, saga Vest-
mannaeyja, eldsmíði og skeptun
-Einnig vín með villibráð, bútasaumur og fatahönnun meðal þess sem er í boði
Viska- símenntunarstöð stendur
fyrir fjölbreyttum og spennandi
námskeiðum í vetur eins og undan-
farin ár. I boði eru ýmis fag- og rétt-
indanámskeið, samskipta- og sjálf-
styrkingarnámskeið, tungumála-
námskeið, tölvu- og tómstundanám-
skeið og ýmis önnur námskeið eins
og skartgripagerð, vínsmökkun og
fatahönnun.
„Vinnuvélanámskeið, kennslu-
fræðinámskeið fullorðinna og fag-
námskeið fyrir stuðningsfulltrúa og
byggingaliða hefjast í september,"
sagði Valgerður Guðjónsdóttir, for-
stöðumaður Visku þegar hún var
spurð hvað væri á dagskránni.
„Það var óskað sérstaklega eftir
námskeiði fyrir stuðningsfulltrúa,
þ.e. fólk sem starfar með einstak-
lingum með fötlun í leik- og
grunnskóla. Námskeiðið gæti verið
undirbúningur fyrir frekara stuðn-
ingsfulltrúanám eða félagsliðabrú.
Grunnnámskeið fyrir byggingaliða
er ætlað ófaglærðum sem starfa við
húsbyggingar og þeim sem starfa
við gatna- og jarðvinnu sem og
þeim sem selja vörur ætlaðar til hús-
bygginga og mannvirkja. Auk fag-
námskeiða verður í boði rétt-
indanám eins og 30 tonna skip-
stjómarnámskeið. Við erum þegar
komin með hóp sem ætlar að taka
pungaprófið en þess ber að geta að
nýjar reglur frá Siglingastofnun taka
gildi 1. janúar 2007. Þá er ekki
miðað við 30 tonn heldur 12 metra.“
Viska stendur fyrir námskeiðum
sem sérstaklega eru ætluð heil-
brigðisstéttum auk sjálfstyrkinga og
uppeldisnámskeiða sem eru öllum
opin. „Þrjú ný námskeið eru í boði
fyrir heilbrigðistéttir. Eitt þeirra er
kynning á taugasjúkdómum og
annað er um hvernig minnka má á-
hættu á verkjum í stoð- og hreyfi-
kerfi. A þriðja námskeiðinu er farið
mámsi/^s^r
yfir samskipti heilbrigðisstarfsfólks
við sjúklinga og aðstandendur þegar
slys eða áfall ber að höndum.
Við emm líka með samskipta- og
sjálfstyrkingarnámskeið. Sólrún
Gunnarsdóttir verður með nám-
skeiðið, uppeldi sem virkar, færni til
framtíðar og er ætlað foreldum og
forráðamönnum barna til að gera þá
færari sem uppalendur. Námskeið
fyrir fólk á tímamótum er ætlað
fólki sem horfir fram á breytingar í
sínu lífi annað hvort vegna starfs-
loka, veikinda eða af öðrum
orsökum. Farið er yfir opinbera
þjónustu, félagslíf, ferðatilboð og
margt fleira skemmtilegt. í október-
byijun hefst námskeiðið, Skref til
sjálfshjálpar í lestri og ritun.
Námskeiðið er ætlað fólki með
lestrar- og ritunarerfiðleika og ættu
allir sem eiga við þetta vandamál að
glíma að nota tækifærið og sækja
þetta námskeið."
Námskeið sem tengjast menningu
og útivist hafa verið vinsæl hjá
Visku undanfarin ár og í vetur verða
námseið sem bera yfirskriftina,
Skráðu söguna á Heimaslóð, Hand-
ritin heim, Saga Vestmannaeyja,
Eldsmíði og skeptun og Svæðisleið-
sögn.
„Saga Vestmannaeyja er námskeið
sem Ragnar Óskarsson og fleiri
stýra. Viðfangsefnið eru valdir þætt-
ir úr sögu Vestmannaeyja til dagsins
í dag. Námskeiðið er ætlað áhuga-
sömum og ekki síst fyrir þá sem eru
í ferðaþjónustu. Sömu sögu er að
segja um svæðisleiðsögn sem er
fyrir fólk sem starfar í ferðaþjónustu
og þá sem hafa áhuga og starfa við
ferðaþjónustu."
Námskeið sem tengjast mat og
matargerð hafa einnig verið vel sótt
undanfarin ár auk námskeiða sem
tengjast kaffi- og vínmenningu.
„Usha sem kom hingað í fyrra með
námskeið um indverska matar-
menningu verður nú með tvö
námskeið. Annars vegar verður hún
með grunnnámskeið fyrir þá sem
ekki hafa komið áður og hins vegar
ætlar hún að vera með námskeið þar
sem áhersla er lögð á ýmis indversk
brauð og grænmetisrétti. Auk þess
verður námskeið um matreiðslu í
eldhúsum og mötuneytum og
námskeið þar sem fólki er kennt að
velja rétta vínið með villibráð.
Annað námskeið sem tengist vín-
menningu er námskeið um freyði-
vín og kampavín en eins og fólk veit
þá er kampavín freyðivín en það eru
ekki öll freyðivín kampavín.
Margrét Reynisdóttir verður með
námskeið um bætt mataræði og
tímastjórnun en með góðu skipulagi
við matartilbúning og innkaup er
hægt að spara allt að 200 klukku-
stundir á ári og nota í annað. Auk
þess verða skemmtileg tóm-
stundanámskeið eins og nýtt
námskeið í skartgripagerð með
áherslu á efni úr náttúrunni í
kringum okkur. Sigríður Krist-
mannsdóttir ætlar að kenna áhuga-
sömum að hanna og sauma föt og
við verðum líka með bútasaums-
námskeið. Þannig að það verður
heilmikið í boði í vetur og allar
ábendingar vel þegnar um áhuga-
verð og spennandi námskeið," sagði
Valgerður.
NM-grunnskólanema í skák:
Sveit Barnaskólans náði silfri
Sigursveitin ásamt fararstjóra. Hallgrímur, Kristófer, Sindri og
Alexander. Með þeim er Karl Gauti Hjaltason fararstjóri. Með þeim
var líka Helgi Ólafsson, skákmeistari. Segir Karl Gauti að hann hafi
reynst strákunum vel á mótinu sem var mjög erfitt.
Eyjabúð
til sölu
Eyjabúð sem er ein rótgrónasta
verslun bæjarins er auglýst til
sölu í Fréttum í dag. Friðfinnur
Finnbogason í Eyjabúð vill selja
búðina ef hann fær gott tilboð og
traustan kaupanda. Verslunin
hefur ákveðin sjarma því hún
hefur lítið breyst og vörunar
afgreiddar yfir búðarborðið eins
og þegar Eyjabúð hóf rekstur
fyrir rúmri hálfri öld.
„Við erum búin að reka ver-
slunina í 55 ár á næsta ári og
sjálfur hef ég rekið hana í 10 ár á
næsta ári, Það er auðvitað mikið
mál að selja búðina en það er
upphaf og endir á öllu í lífinu. Eg
er með þungan lager og í sam-
keppni við milljarðafyrirtæki og
svo eru ráfandi sölumenn að selja
sömu vörur og við í fyrirtækjum
alla daga. Eg hef verið mikið einn
í versluninni og því lítið komist
frá og kannski er þetta upphafið
að einhverju nýju hjá mér.
Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja
var aðeins hálfum vinningi frá sigri
á Norðurlandamótinu í skák sem
lauk á laugardaginn í Örsundsbro í
Svíþjóð.
Eyjapeyjar tefldu mjög vel í mót-
inu og voru í öðru sæti fyrir síðasta
keppnisdaginn. Lokaumferðin var
svo mjög spennandi en þegar yfir
lauk endaði Grunnskóli Vestmanna-
eyja með 13,5 vinninga en heima-
menn frá Örsundsbro 14.
I síðustu umferð unnu strákamir
sannkallaðan stórsigur á annarri
sænskri sveit frá Málarhöjdens
3,5:0,5. Áður höfðu þeir gert jafn-
tefli gegn nýkrýndum Norðurlanda-
meisturum frá Örsundsbro, 2:2 og
því ljóst að ekki munar miklu á
sveitunum tveimur. Sveit Eyja-
manna skipa þeir Nökkvi Sverris-
son, Alexander Gautason, Sindri
Freyr Guðjónsson, Hallgrímur
Júlíusson og varamaður var Kristó-
fer Gautason. Strákamir voru í
góðum höndum á meðan mótinu
stóð en Eyjamaðurinn Helgi Ólafs-
son, stórmeistari, var liðsstjóri Eyja-
sveitarinnar.
Silfurverðlaun á Norðurlandamót-
inu em hins vegar stórglæsilegur
árangur hjá þessum efnilegu skák-
mönnum og ljóst að framtíðin er
þeirra ef vel er haldið á spilunum.
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
Svíþjóð Örsundsbro 14 v.
íslandGV 13,5 v.
Noregur Korsvoll 10,5 v.
Danmörk Jetsmark 9 v.
Svíþjóð Málarhöjdens 7 v.
Finnland Mánttá 6 v.
Mjög gaman
„Það var mjög gaman að taka þátt í
þessu móti og við emm ánægðir þó
svo að það væm vonbrigði að vinna
ekki því það munaði svo litlu. Þetta
var svolítið erfitt mót en skemmti-
legt. Svíþjóð var með sterkt lið enda
unnu þeir mótið,“ sagði Sindri
Guðjónsson þegar hann var spurður
út í mótið.
„Jú, það er líka spennandi að ferð-
ast í tengslum við skákina og að
kynnast nýjum krökkum. Strákar
eru í miklum meirihluta en það
kepptu líka þrjár stelpur."
Eruð þið ekki stressaðir ímótum?
„Maður er alltaf smá stressaður en
það er allt í lagi. Við æfum fjómm
sinnum í viku og svo em líka mót
hjá okkur. Þetta er skemmtilegt og
að sjálfsögðu verð ég áfram í skák-
inni.“
Margar lóðaumsóknir:
Samtals
húsnæði
upp a
11 þ. fm
Mikið hefur verið sótt um lóðir
undir byggingar í sumar. Hér er
samantekt Sigurðar Smára Benó-
nýssonar, skipulags og bygg-
ingafulltrúa bæjarins, um þær
lóðir sem umhverfis- og skipu-
lagsráð hefur úthlutað á þessu ári.
I sviga er svo byggingarmagn í
fermetrum.
• Baldurshagi, íbúðar-og þjón-
ustuhúsnæði (3092 fm.).
•FES atvinnuhúsnæði (420 fm.).
• Eiði - Vinnslustöð, atvinnuhús-
næði (3000 fm. 1 áfangi).
•Hilmisgata 2-10, íbúðarhúsnæði
(1180 fm.).
•Vestmannabraut 29-31, atvinnu-
og þjónustuhúsnæði (770 fm.).
•Bessahraun ÍA-B, 3A-B, 5 og 7,
íbúðarh. (ca. 1200 fm.).
•Litlagerði 21, 23, 25 og 27,
íbúðarh. (ca. 1200 fm.).
•Miðstræti 7 íbúðarh. (170 fm.).
•Miðstræti 20 atvinnu- og þjón-
ustuhúsnæði (416 fm.).
•VSV bræðsla, tankar (ca. 2000
fm.)
•Birkihlíð 15, íbúðarh. (ca. 200
fm.).
•Dverghamar 29, íbúðarh. (ca.
220 fm.). Samtals 11.400 fm.
Að auki eru aðrar minni stækk-
anir í framkvæmd t.d við Barna-
skóla og viðbyggingar við íbúð-
arhúsnæði.
Margir
veitinga-
staðir
Þeir eru margir veitingastaðimir í
Eyjum. Það kemur fram í síðustu
furndargerð bæjarráðs þar sem
sótt er um veitingaleyfi fyrir
nokkra einkasali.
Fyrst var það umsókn frá
Alþýðuhúsinu um rekstrarleyfi til
sölu gistingar og/eða veitinga.
Bæjarráð samþykkti erindið svo
fremi sem aðrir sem um málið
fjalla geri það einnig.
Sömu afgreiðslu fengu umsókn-
ir frá Kiwanisklúbbi Vestmanna-
eyja og Oddfellowhúsinu Vest-
mannaeyjum.