Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Síða 9
Fréttir / Fimmtudagur 13. september 2007 9 na í bæjarstjórn: ína manna í pólitíkinni Bertha: -Ég vissi alltaf að hugur hans stefndi í þessa átt, örugglega á undan honum sjálfum. Hann hefur alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálunum og markvisst æft sig á viðmælendum. Hvar er Bertha 1 Johansen fcedd og uppalin? „Ég fæddist í Reykjavík og er elst þriggja systkina, Gyða Dan sem er rúmum tveimur árum yngri en ég og Hallur Dan sem er rúmum átta árum yngri en ég. Foreldrar mínir eru Rósa Thorsteinsson og Þórhallur Dan Johansen. Fjölskyldan bjó fyrstu 5 árin í Breiðholtinu, svo fluttum við í Espigerðið og þar hóf ég skólagöngu mína. Við bjuggum þar í 3 eða 4 ár en þá fluttum við út á Sel- tjamames. Það var mjög gott að alast upp á Nesinu. Ég ímynda mér að það geti verið svipað því og að alast upp hér í Eyjum. Lítið samfélag og allt á sama stað, stutt í alla vini, stutt í skólann, tónlistarskóla, íþróttahúsið og fleira. Ég átti frekar áhyggjulausa og skemmtilega æsku. Ég átti fullt af vinum sem bjuggu nánast allir á sama blettinum, vestast á Nesinu, ég stundaði bæði handbolta með Gróttu og fótbolta með KR, lærði á píanó og sótti ballett í Þjóðleikhúsinu. Er sest aftur á skólabekk Við hvað starfar þú? -Sl. 10 ár hef ég verið að kenna íslensku við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum en núna er ég í ársleyfi frá kennslu og er sest aftur á skólabekk. Ég er að stúdera verðbréfavið- skipti við Háskólann í Reykjavík. Það má segja að ég sé að fikra mig aftur inn á það svið sem ég stefndi að á sínum tíma. Þegar ég var 15 ára þá var ég búin að ákveða að fara í Verslunarskólann, fara síðan í viðskiptafræð- ina og sérhæfa mig sem endurskoðandi. Mér fannst þetta mest heillandi á menntaskóla- árunum enda gekk mér alltaf best í stærðfræði, hagfræði og bókfærslu. Hvað gerðist þarna í millitíðinni? -Já, hvað gerðist? Það er góð spuming, sérstaklega í ljósi þess að ég var svo ákveðin í þessu. Ég held að sjarminn hafi farið eftir að ég fór að vinna við bókhald hjá skipasmíðastöð eftir stúdentinn. Mér fannst það svolítið einmana- legt starf að vera innan um pappíra allan daginn. Mig langaði að starfa með fólki. Eftir miklar pælingar ákvað ég á endanum að skrá mig í hugvísindadeild og lesa íslensku. Ég veit ekki af hverju íslenskan varð fyrir valinu af því að nú var ég bara meðalnemandi í íslensku og ekkert sérstaklega vel lesin, svo að ég sé hreinskilin. En ég hugsaði að þetta væri þá alltaf góður gmnnur til þess að byggja á. Þegar ég var komin á 2. ár þá fann ég mig sérstaklega vel í málvísindum og valdi þá áfanga sem fjölluðu um íslenskt mál bæði að fomu og nýju. Það var þá sem ég ákvað að fara í talmeinafræði. Svo ég kláraði að lesa íslensk fræði til BA- prófs og ákvað síðan að taka kennsluréttindin einfaldlega upp á atvinnuöryggi. Ég var ekki endilega að hugsa um að leggja kennsluna fyrir mig en ég hugsaði með mér að BA-próf eitt og sér gæfi manni engin starfsréttindi. Svo þetta var niðurstaðan. Við Elliði vomm saman í kennsluréttindanáminu og útskrif- uðumst 1996. Þá héldum við út til Dan- mörku, hann í mastersnám í sálfræði og ég í talmeinafræðina. Þegar við höfðum verið þar ytra í hálft annað ár þá komum við heim í jólafrí sem er ekki í frásögur færandi nema að Ólafur Hreinn, skólameistari við FIV, hafði samband við okkur og spurði okkur hvort við gætum kennt eina önn. Þá stóð þannig á hjá okkur að ég hafði gert hlé á námi vegna þess að þá vomm við nýbúin að eiga okkar fyrsta bam og Elliði var að vinna að mastersritgerðinni. Svo að það var ekkert því til fyrirstöðu að vera eina önn hér og kenna og halda síðan aftur út um vorið og halda áfram. En okkur líkaði vel í kennslunni svo við ákváðum að flytja heim. Ég segi stundum að ég sé enn í jólakjólnum. Én ég hef aldrei séð eftir því, mér líkar mjög vel í kennslunni og Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum er mjög góður vinnustaður. Strax ástfangin af Eyjunum Hver voru þínfyrstu kynni afEyjum? -Mér finnst alltaf gaman að segja frá mínum fyrstu kynnum af Vestmannaeyjum því ég varð strax ástfangin af Eyjunum, segir Bertha dreym- andi. -Það sem heillaði mig mest var glaðværð Eyjamanna og samhjálpin. Það er alltaf mesta fjörið þar sem Eyjamaður er, segir Bertha hlæjandi. -Nei, í alvörunni þá er einkum þetta tvennt sem mér finnst einkennandi fyrir samfélagið hér. Og mér finnst þetta enn þá eftir kynni mín af Eyjamönnum í 18 ár. Það hefur ekkert breyst þó ég þekki orðið innviði samfélagsins betur núna. Mér er það svo eftirminnilegt þegar ég kom til Eyja þá gerði það ekkert til þó fólk stoppaði á bflum sínum út á miðri götu og talaði saman og teppti þ.a.l. umferð- ina. Fólk smeygði sér einfaldlega fram hjá. Það er einhvem veginn aldrei neitt vandamál, því er bara reddað. Það sem annars staðar er vandamál er verkefni í Eyjum, sá hugsunar- háttur líkar mér vel. Fyrirmyndar kommúna Hvar kynntist þú maka þínum og hvencer? -Ég kynntist Elliða í gegnum strákana í Fyrirmyndarbflstjórafélaginu. Þá hafði ég þekkt þessa stráka í rúmt ár en aldrei hitt Elliða. Mér er það svo minnisstætt að þeir töluðu stundum um þennan Elliða, sögðu okkur sögur af honum og ég hugsaði stund- um með sjálfri mér að hann hlyti nú að vera svoh'tið brjálaður. En svo var það í október árið 1990 sem ég hitti Elliða fyrst. Arið sem við bjuggum í e.k. kommúnu ég, systir mín Gyða, vinkona mín Sigrún og Svenni, þá bjuggu Jarl og Óli Snorra saman í Breiðholtinu og buðu okkur stundum í mat á sunnudagskvöldum. Þegar við höfðum borðað og sátum inni í stofu að spjalla kemur minn maður inn, nýkominn af handboltaæfmgu, ferskur með trópí í annarri hendinni og prinspóló í hinni. Ég man þetta svo vel af því að mér fannst þetta engan veginn passa saman. Hver drekkur eiginlega trópí með prinspóló? En það sem kórónaði innkomuna hjá manninum var að hann var í leðurjakka og tríkot buxum sem voru svo brókaðar, segir Bertha með stríðnisglampa í augunum. -Það varð þó ekki aftur snúið því ég féll kylliflöt fyrir þessum manni. Hann fór að venja komur sínar heim til mín og við vorum byrjuð saman 28. desember 1990. Við vorum ekkert að tvrnóna við þetta og fórum að búa saman í janúar. Þá var Elliði í Háskólanum og ég á síðasta ári í menntaskóla. Pólitíkin hefur mikil áhrif á fjöl- skylduna Nú er maki þinn forustumaður í bœjarpól- itíkinni. Kom þessi áhugi makans þér á óvart eða vissir þú kannski alltaf að hugur hans stóð til þess að vasast í pólitík? -Ég ætla ekkert að draga úr þvt', auðvitað hefur það mikil áhrif á fjölskylduna og heim- ilið. Ég lít þó á þetta sem spennandi verkefni sem hefur bæði kosti og galla. Annaðhvort tekst maður á við það eins og það kemur fyrir eða sleppir því. Við völdum að gera það og við erum svo lánsöm að fjölskylda og vinir standa dyggilega við bakið á okkur. Þetta er ekki hægt án þeirra. Aðspurð hvort þessi áhugi Elliða á pólitík komi á óvart svarar Bertha því til: -Ég vissi alltaf að hugur hans stefndi í þessa átt, ör- ugglega á undan honum sjálfum. Hann hefur alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálunum og markvisst æft sig á viðmælendum. Ég man þegar Svavar, bróðir Elliða, sagði frá því þegar þeir bræður voru á rölti milli bæja hér í bæ og Elliði tók alltaf upp sama umræðuefnið á hverjum stað en alltaf með mismunandi skoðanir og alltaf á móti gest- gjafanum. Þegar þeir höfðu farið á nokkra staði þá held ég að Svavari haft þótt nóg um, bæði var hann alltaf jafnsannfærður eftir hverja heimsókn, fannst Elliði alltaf koma með réttu rökin á hverjum stað og t' senn ruglaður og spurði bróður sinn: „A hvaða skoðun ertu eiginlega?” -Mér skilst líka að hann hafi æft sig á mömmu sinni og rökrætt við hana frá 5 ára aldri og þau eru enn að. Ég er pólitísk Ert þú sjálf pólitísk? Hefðir þú sjálf getað hugsað þér að bjóða þigfram? -Já, ég er pólitísk og hef alltaf verið. Þá á ég við að ég hef skoðanir á nærumhverfi mínu og vil frekar vera gerandi í mótun þess. Ég hef aldrei staðið frammi fyrir þeirri spumingu hvort ég ætti að bjóða mig fram en dreg í efa að ég hefði áhuga á slíkum störf- um. Nú er umrœðan og pólitíkin oft hörð í Eyjum, bitnar það á heimilinu þegar mikið gengur á? Hvað tekur þú helst nœrri þér í sambandi við gagnrýni á Elliða ? -Já, eins og ég sagði áðan þá hefur pólitíkin bæði kosti og galla. Mér frnnst verst þegar fólk leyfir sér að fara niður á það plan að draga persónur pólitískra andstæðinga og jafnvel vini þeirra og vandamenn inn í um- ræðuna. Stjómmál snúast um málefni og ákvarðanir. Umræðan á að gera slíkt hið sama og öll málefnaleg gagnrýni er af hinu góða og enginn er hafinn yfir slíka gagnrýni. Auðvitað eru þær fjöldamörgu ákvarðanir sem þarf að taka í 4000 þúsund manna sam- félagi umdeilanlegar og ekki allir sáttir. Ég þekki hins vegar minn mann og veit að hann hræðist ekki ákvarðanir og er tilbúinn til að standa og falla með þeim. Þá veit ég líka sem er að hann missir ekki svefn yfir því þótt fólk tali um hann og hefur aldrei leitast eftir því að þóknast öðmm. Það er sjaldgæfur kostur að mínu mati. Kostirnir líka margir Það hljóta líka að vera kostir. Er ekki líka gaman að sjá góð mál ganga upp og hafa þar með áhrif á samfélagið til góðs og er pólitík mikið rœdd á heimilinu? -Já, kostimir em sannarlega margir. Það eru t.d. forréttindi að fá að vera þátttakandi í mótun þess samfélags sem manni er kærast og velur að búa í. Þetta hefur líka mótandi áhrif á krakkana. Ég held að pólitík hljóti að vera mikið rædd á heimilinu því til að nefna dæmi þá tilkynnti 10 ára sonur okkur það í óspurðum fréttum að hann vildi taka upp evmna enda það ekki verjandi að skólatöskur væru mikið ódýrari í Danmörku en hér á landi. Krakkamir fylgjast vel með og finnst þau vera gerendur f mótun síns umhverfis. Það er í mínum huga mjög jákvætt. Hvað finnst þér að mcetti fara betur í Eyjum og hvað vantar okkur helst? -Nú ríður á að stækka atvinnusvæðið og það gerum við ekki nema með bættum samgöng- um. Vestmannaeyjar byggðust upp í kringum veiðar og vinnslu. Það hefur hins vegar orðið breyting á og við verðum að horfast í augu við að sú þróun heldur áfram. Samfélagið hér þarf að stefna til móts við nýja tíma um leið og við stöndum vörð um stöðu okkar innan sjávarútvegs. Þetta tel ég að eigi að vera aðaláherslan til þess að viðhalda blóm- legri byggð og efla hana og styrkja. Þá er ég einnig á því að þótt hvergi sé betra að vera með böm þá megi enn gera betur svo sem með aukinni aðstöðu og lægri gjald- heimtu. Þar má t.a.m. nefna útivistarsvæði við sundlaugina svo eitthvað sé nefnt. Það á við alla grunnþjónustu sem sveitarfélag þarf að bjóða upp á, það þarf stöðugt að vera á tánum og vil ég sérstaklega benda á þjónustu við aldraða. Hún þarf að vera í lagi. Það er alveg Ijóst að við getum ekki boðið upp á jafnmikið úrval af tómstundum og stærri sveitarfélög. Þess vegna er svo gaman að sjá jafn lítil félög eins og Fimleikafélagið, Sundfélagið, Taflfélagið og Frjálsíþrótta- félagið borið upp af nokkmm konum og körl- um af svo miklum krafti. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað er boðið upp á hér, miðað við fólksfjöldann. Það ber allt að sama bmnni, það er þessi ótrúlegi kraftur sem dríf- ur fólk áfram hér í Eyjum og er smitandi. Reynir þú að hafa áhrifá makann í ein- stökum málum? -Nei, það held ég ekki. Við ræðum oft málin, kosti og galla þeirra. Við höfum alla tíð rætt mikið saman og Elliði leitar oft ráða hjá mér eins og hjá svo mörgum öðmm,” segir Bertha að lokum. Samantekt: gudbjörg @ eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.