Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 6. mars 2008 Loðnukvótinn aukinn Á kafi um 50.000 tonn - Kvoti Eyjamanna 47.000 tonn: í hrognatöku HLUTFALL milli hrygnu og hængs. Myndina tók Óskar Pétur Friðriksson, sem fór einn loðnutúr með Álsey VE. I vikunni var loðnukvótinn aukinn um 50 þúsund tonn og komu um 15 þúsund tonn í hlut Eyjamanna. Þar með er hlulur Eyjamanna í heildar- kvótanum nálægt 47 þúsund tonnum og hafa Isfélagið, Vinnslustöðin og Huginn VE veitt um 23 þúsund tonn af kvóta sínum. Þegar er búið að frysta um tíu þúsund tonn af loðnu og loðnuhrognum en hrognafrysting hófst í vikunni. Isfélagið á eftir að veiða um sextán þúsund tonn af þrjátíu þúsund tonna kvóta. Hefur allur aflinn verið nýtt- ur til manneldis. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri sagði að um borð í frystiskipunum Guðmundi VE og Þorsteini ÞH væri búið að frysta u.þ.b. fjögur þúsund tonn. „Nú erum við á kafi í hrognatöku, Álsey VE og Júpiter ÞH hafalandað einum túr hvort skip hjá frystihús- inu. Sigurður VE, Álsey VE og Júpiter ÞH eru út af Reykjanesi, það hefur verið bræla á miðunum en vonandi lægir þannig að það verði einhver friður við veiðarnar.“ Gunnar Geir Gústafsson, verkstjóri hjá frystihúsi Isfélagsins, sagði að í húsinu væri búið að frysta um 2700 tonn af loðnu og loðnuhrognum. Sigurjón Gísli Jónsson, fram- leiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að skip Vinnslustöðvar væru búin að veiða sex þúsund tonn af tæplega sextán þúsund tonna kvóta. „Við höfum fryst u.þ.b. 2.600 tonn af loðnu og loðnuhrognum en við hættum að frysta loðnu á föstudag og hrognafrysting hófst á mánudag. Þetta slitnar aðeins í sundur hjá okkur enda bræla á miðum, núna er bara dagveiði. Sighvatur VE og Kap VE eru á miðunum og Isleifur verður trúlega sendur á veiðar líka,“ sagði Sigurjón Gísli þegar rætt var við hann á miðvikudagsmorgun. Huginn VE er búinn að veiða um 1400 tonn og aflinn frystur um borð enda Huginn vinnsluskip. „Það stendur til að setja búnað til hrogna- töku um borð á morgun, fimmtudag en við eigum u.þ.b. einn túr eftir. Þetta er auðvitað allt of lítil kvóta- úthlutun," sagði Páll Guðmundsson útgerðarstjóri Hugins. Aðalfundur Kvenfélagsins Líknar: Gáfu 30 milljónir í samstarfi við aðra Aðalfundur Kvenfélagsins Líknar var haldinn 4. febrúar sl. Fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf og kosið var í stjórn og nefndir til næsta árs. Núverandi stjórn skipa: Drífa Kristjánsdóttir formaður, Margrét Kristjánsdóttir ritari, Stefanía Ást- valdsdóttir gjaldkeri, Ágústa Áma- dóttir varaformaður, María Sigur- björnsdóttir vararitari, Elísabet Einarsdóttir varagjaldkeri og Eva Káradóttir meðstjórnandi. Kvenfélagið Líkn var stofnað 14. febrúar 1909 og er lil húsa að Faxastíg 35.1 félaginu eru skráðar 120 félagskonur, allar þessar konur vinna saman að hinum ýmsu störf- um félagsins og eftir bestu getu og hentugleikum hverrar konu. Á fundi til okkar fáum við fyrir- lesara eða kynningar á ýmsum störfum, einnig gerum við okkur glaðan dag og höfum námskeið eða aðra skemmtun fyrir félags- konurnar. Það gefur mikið að vera í félagi eins og kvenfélaginu Líkn, verkefnin eru margbreytileg og flestar konur geta fundið eitthvað við sitt hæfi, einnig myndast góður vinskapur milli félagskvenna. Við viljum hvetja konur til að ganga til liðs við okkur í Líkn, allar konur eru velkomnar og tökum við vel á móti ykkur. Á síðast starfsári gaf kvenfélagið Líkn til ýmissa líknar- og félags- mála ásamt öðrum fyrir kr. 29.605.994,- Viljum við nota þetta tækifæri og þakka bæjarbúum frábæran stuðn- ing og velvild við félagið f gegnum árin, því án ykkar værum við litils megnugar. Ágætu bæjarbúar, okkar bestu þakkir fyrir samvinnuna sl. ár. Óskum ykkur alls góðs og guðs blessunar í framtíðinni. Kvenfélagið Líkn. Gleði á afmæli Sóla Það var stórt stökk fram á við í málefnum barna í Vestmanna- eyjum þegar leikskólinn Sóli var tekinn í notkun fyrir réttu ári síðan. Þessa var minnst á Sóla á föstu- daginn þegar slegið var upp mik- illi veislu. Það var mikið sungið og krakkarnir fengu blöðrur og ýmislegt gott í gogginn. Hér eru krakkarnir að taka lagið með starfsfólkinu. Mynd Óskar Pétur. Á á á >-■ ~ "n | r f'M l. A ' 1 ‘f' •. ÍBV-handbolti: Sverrir Storm- sker á Herra- kvöldi Herrakvöld ÍBV verður í Höll- inni næsta laugardag. Nokkuð löng hefð er fyrir Herrakvöldi á vegum handboltadeildar en kvöldið hefur verið vel sótt undanfarin ár. „Þátttaka hefur alltaf verið góð og lengi vel vorum við með þetta um borð í Herjólfí en Herra- kvöldið spengdi hann utan af sér og við fluttum í Höllina," sagði Viktor Ragnarsson, rakari, sem komið hefur að undirbúningnum. Dagskrá kvöldsins verður spenn- andi og aðalræðumaður kvölds- ins hinn eini sanni Sverrir Stormsker. Kári Vigfússon, stór- greifí af Vogsaætt og matreiðslu- meistari sér um sjávar- og kjötréttahlaðborð sem enginn verður svikinn af. Veislustjóri verður Gunnlaugur Grettisson. forseti bæjarstjórnar og Þórir Ólafsson leikur létt lög undir borðum. Það er Sparisjóður Vestmanna- eyja sem styrkir Herrakvöldið. Landakirkja: Kaffihúsa- messa í kvöld Kaffihúsamessa verður í Safn- aðarheimili Landakirkju í kvöld, fimmtudag klukkan átta. Þórarinn Ólason, formaður stjómar Kaffihúsakórsins, sagði kórinn verða með blandað pró- gramm bæði gamalt og nýtt efni. „Ósvaldur Freyr Guðjónsson er tekinn við kórnum og það er gott að hann skuli hafa séð sér fært að taka við kórnum aftur. Tónlistin verður dálítið í svipuðum anda og þegar hann var við stjómvölinn. Þetta er fyrsta messan frá því messufall varð í Landakirkju á sunnudag vegna fannfergis og óveðurs og við vonumst til að sjá sem flesta, “ sagði Þórarinn. Útgefandi; Eyjnsýn elif. 480278-0549 - Vestmiinnaeyjuni. BitBtjóri: Óniai' (iiiröainson. Bliularnetin: Ouöbjörg Sigurgeirsdóttir, Sigmgeir Jónsson og Ellert Schering. íþróttír: Ellert Selieving.Áhyrgðarmenn: Óinar (iai’Sarsson &(lisli Valtýsson. Prentrinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestinamiaeyjum. Aðsetnr ritstjómar: Stiiuidvegi 47. Símar: 481 IJOO & 481 8310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr frettiitíileyjafrettír.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettír.is FRÉTHR koma út nllii fimmtiidngil. Bladið er selt i áskrift og einnig i liiusasölu á Klettí, rrvistinum, Toppnum, Vöruval, llerjólfi, Fliighafiiarveniliininni, Krónunni, Isjakannm, veislun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTHt eru prentaðar í 2000 eintöknm. FRÉ'iTTKeru aðilarað Samtökiim liiejar- og héraðsfréttahlaða. Eftírprentun, hljóöritun, notkiin ljósmynda og annað er ólieimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.