Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 6. mars 2008 9 1* 5 sáum að hann andaði sunnudag þegar tveir Skotar, nær dauða en lífi, reyndu að gera vart við sig GVENDARHÚS fyrir ofan hraun. Þeir Ross og Philip sáu útiljósin sem eru mjög björt og fóru upp á svalirnar á efri hæðinni þar sem þeim tókst að gera vart við sig. skónum sínum í ófærðinni og fékk því skó af húsbóndanunr til að komast heim. „Eg setti fötin þeirra í þurrkarann og á mánudaginn bönkuðu þeir upp á og færðu okkur konfekt í þakklætisskyni, um leið og við skiptum á fötum,“ segir Katrín brosandi. „Þetta voru afskaplega ljúfir drengir og þakklátir fyrir aðstoð- ina,“ segir Sigurgeir. „Þeir fullyrtu að við hefðum bjargað lífí þeirra og höfðu mestar áhyggjur af brotnu rúðunni. Eg sagði þeim að lífið héma fyrir ofan hraun væri alltaf svona, samfélagið hér væri eins og ein stór fjölskylda sem teldi það eðlilegt að rétta nágrönnunum hjálparhönd ef þyrfti. Sem það í raun og vem er. Það hefðu sjálf- sagt allir Eyjamenn brugðist eins við í svona aðstæðum. Svo brostu þeir við þegar við kvöddum þá og ég þakkaði þeim fyrir þessa ágætu heimsókn og sagðist vonast til að þeir kæmu sem fyrst aftur, þó ekki alveg svona snemma og helst í betra veðri,“ sagði Sigurgeir. Þau hjón vildu ekki gera mikið úr þessum atburðum, þetta væri eitt- hvað sem búast mætti við á Islandi yfir vetrartímann þó svo að ekki væri það algengt í Vestmanna- eyjum. Katrín, sem er úr Dölunum, sagðist kannast við ámóta atvik frá sinni æsku, þá hefði oft Iegið nærri að menn yrðu úti á leið milli bæja. „Þetta voru bara menn sem ætluðu að rölta heim til sín, ókunnir að- stæðum og áttu ekki von á þessum ósköpum. Það er varla hægt að álasa þeim fyrir það. En svo eru íslendingar, sem ættu að þekkja til aðstæðna, að leika sér uppi á öræf- um, þrátt fyrir varasama veðurspá, villast þar og björgunarsveitir jafn- vel að leggja sig í lífshættu við að leita að þeim. Það er fíflagangur og gáleysi og þetta ævintýri Bret- anna á ekkert skylt við það,“ sagði Sigurgeir að lokum. Fólkið hér er í Eyjum er vingjarnlegt, klæðir mann úr fötunum og setur mann í bað! Bretarnir tveir, sem lentu í hremm- ingum við að komast til síns heima á sunnudagsmorguninn, heita Philip Grant og Ross Lewis. Philip er tví- tugur, frá eyjunni Isle of Ewe við vesturströnd Skotlands en Ross er 29 ára frá Liverpool. Þeir eru báðir kafarar að atvinnu og starfa hjá fyrirtækinu Djúptækni sem sér um eftirlit og viðgerðir á neðansjávarlögnum milli lands og Eyja. Báðir hafa þeir verið hér síðan í janúar. Þeir láta báðir vel af dvölinni hér ef frá er skilin sú óskemmtilega reynsla sem þeir urðu fyrir á sunnudag þegar þeir voru næstum því orðnir úti á leið milli bæja. „Fólkið hér í Vest- mannaeyjum er einstaklega vin- gjarnlegt og almennilegt,“ sögðu þeir. „Klæðir mann meira að segja úr fötunum og setur mann í bað,“ bætti Philip við og kímdi. „Við vinnum við köfun sem er talin fremur hættuleg atvinnu- grein,“ sögðu þeir. „En þarna höfum við sennilega komist í hann hvað krappastan og það á þurru landi.“ Þeir ákváðu að líta á skemmtana- lífið í bænum á laugardagskvöldið og teygðist úr því fram á nóttina eins og verða vill. Nokkuð öðru- vísi en á þeirra heimaslóðum, þar sem fólk byrjar að skemmta sér fyrr á kvöldin og er komið heim mun fyrr en hér. Eftir langa bið fengu þeir loks leigubíl en sá komst ekki langt og þeir lögðu því á sig um hálfs annars kílómetra göngu upp að Steinsstöðum í stórhríð. Venjulega tekur sá göngutúr um 15 til 20 mínútur en þeir telja sig hafa verið að minnsta kosti klukkutíma á leiðinni. „Við hefðum aldrei lagt í þetta, hefði okkur grunað hvernig veðrið gat orðið, og frekar reynt að fá gistingu í bænum," segja þeir. „Við misst- um allt áttaskyn, lentum út af veg- inum í hríðinni og vissum ekkert hvar við vorum. Sáum svo grilla í ljós og gengum á það. Sem betur fer var þar fólk heima sem tók á móti okkur opnum örmurn." Munum ekki aftur storka íslensku vetrarveðri Þeir félagar sögðust verða hér við störf fram í apríl og þeir væru nokkurn veginn búnir að jafna sig á atburðum helgarinnar. „Nema hvað við munum ekki framar reyna að storka íslensku vetrarveðri, við þekkjum það orðið af eigin raun, sögðu þeir félagar og vildu koma á framfæri þakklæti sínu til Björg- unarsveitarmanna, sem þeir sögðu hafa verið frábæra, sem og íbúanna í Gvendarhúsi fyrir móttökurnar. Fleiri lentu í hrakningum: Kona var komin í mikil vandræði 3- -Bankað upp hjá góðu fólki þar sem hún fékk að bíða VIÐTflL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg@ eyjafrettir. is Snjókoman um síðustu helgi var mjög mikil og kom bæjarbúum í opna skjöldu. Fólk sem þurfti að mæta til vinnu á sunnudagsmorgun lenti sumt í vandræðum, sömuleiðis þeir sem voru að ljúka vakt og dæmi um að fólk yrði að halda kyrru fyrir á vinnustaðnum. Sumir sem æddu út í óvissuna voru jafn- vel í hættu staddir, um tíma a.m.k. Dæmi eru um að farþegar Herjólfs lentu í vandræðum þegar þeir reyndu að komast til síns heima. Fréttir heyrðu í konu sem kom með fyrri ferð Herjólfs á sunnudag en áður en skipið lagðist að bryggju var farþegum bent á að skilja bifreiðar sínar eftir á bryggj- unni. Hún fékk hins vegar rangar upplýsingar þegar hún kom úr skip- inu og hélt af stað upp í bæ og festi bílinn. Hún sagðist síðan hafa ætlað að ganga nokkra húslengdir en hafi þá lent í miklum hremmingum. „Eg gerði mér enga grein fyrir hvað hafði snjóað mikið og þegar ég lagði af stað var ég farin að vaða snjó upp í mitti og uppundir hendur áður en ég vissi af. Það var blind- bylur og ég sá ekki handa minna skil en sneri við og gat bankað upp hjá góðu fólki þar sem ég fékk að bíða. Það var tekið vel á móti mér, HEIÐARVEGURINN var ekki árennilegur á sunnudaginn. é8 fékk kaffl °g mér hlýnaði fljótt en ég var komin í mikil vandræði þarna úti. Ég veit um fleiri sem lentu í hremmingum þegar þeir reyndu að komast heim. Ég gerði mér ekki grein fyrir ástandinu og ég var alveg að gefast upp þegar ég komst í hús. Maður heldur alltaf að maður geti allt en þetta voru vissu- lega erfiðar aðstæður," sagði konan. Fréttir heyrðu í öðrum farþega sem hafði svipaða sögu að segja. Konan kom með fyrri ferð Herjólfs á sunnudag og þurfti eðlilega að komast heim. Konan sem er í fantaformi sagðist hafa þurft að vaða snjó upp í mitti til að komast að heimili sínu. Hún var mikið fegin þegar inn var komið enda ekki klædd til að vera úti við þessar aðstæður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.