Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 15 Knattspyrna - lengjubikarinn Steinlágu fyrir Breiðabliki Meistaraflokkur karla í knattspyrnu mætti Breiðabliki í annarri umferð Lengjubikarsins um helgina. Breiðablik vann sinn fyrsta leik með fímm mörkum á móti Grinda- vík og eru með gríðarsterkt lið. Ekki síst vegna endurkomu Marels Bald- vinssonar sem styrkir liðið mikið í framlínunni. Blikar mættu með full- skipað lið gegn Eyjamönnum sem vantaði nokkra lykilleikmenn eins og Pál Hjarðar og Bjarna Hólm. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Eyjamenn sem lentu undir eftir aðeins stundarfjórðung, eftir það var leikurinn alger einstefna á mark Eyjamanna en staðan í hálfleik var 4:0. Seinni hálfleikur var mjög svipaður þeim fyrri, Blikar sóttu og Eyja- menn áttu engin svör. Leikurinn lauk með sjö marka sigri Blika 7:0. Ósigrar eins og þessi eru algerlega óásættanlegir, Blikar hafa þó tvær knattspyrnuhallir til afnota sem þeir geta æft í og spilað allan veturinn á meðan Eyjamenn verða að láta sér Týsheimilið nægja. Breiðablik hefur spilað eina átta til níu leiki á undan- förnum mánuðum og æft allan tímann inni það er því ekkert skrýtið að þeir séu í betra leikformi en Eyjamenn. Svona ósigrar stafa bara af einu og það er aðstöðuleysi, Knattspyrnu- deild IBV er hægt og rólega að drag- ast Iangt aftur úr hvað varðar aðstöðu og það hefur mikil áhrif á knattspyrnuflokkana okkar sem geta ekki lengur talist á meðal þeirra bestu. Eitthvað þarf að gerast áður en það er um seinan. M 1 1 __________ __ __ __ ____________ - - _ --- --- --- --- ___.__.----------- --- T Ý S H E F 1 FJÖLNOTAHÚS 80m £ : | ^^ ^\ ^^~ ~"~\^ 1 ;u Á S Ý N D A - A mkv. 1:250 NIÐURSTAÐA blaðamanns er: Svona ósigrar stafa bara af einu og það er aðstöðuleysi. Knattspyrnudeild IBV er hægt og rólega að dragast langt aftur úr hvað varðar aðstöðu. Teikning af fyrirhuguðu knattspyrnuhúsi. Meistarafl. karla: Ennþá 22 stig í pottinum Meistaraflokkur karla mætir HK í Kópavogi í næstu umferð N1 deild- arinnar næstkomandi laugardag klukkan 14.00. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið, Eyjamenn geta komið sér í örlítið vænlegri stöðu með sigri en HK getur farið upp að hlið Framara í öðru sætinu en til að að hvorugt gerist þurfa liðin að treysta á önnur úrslit að sjálfsögðu. Það er til mikils að vinna fyrir Eyjamenn sem hafa komið sterkir til leiks eftir áramót. Þrátt fyrir aðeins einn sigur hefur Iiðið sýnt mikil batamerki. Engu að síður eru þeir komnir upp að vegg í neðsta sæti deildarinnar. Verða þeir að vinna á laugardaginn, annars er öll von úti um að halda sætinu í efstu deild. Að duga eða drepast Blaðamaður var forvitinn að heyra hvað fyrirliðinn, Sigurður Bragason, hafði að segja um leikinn. Hvernig leggst nœsti leikur íþig? -Mér líst ágætlega á hann, við höfum verið að spila miklu betur eftir áramót svo ég er bara spenntur. Nú eruð þið komnir upp að vegg, er ekki bara að duga eða drepast í þessum leik? -Jú, vissulega, en það getur allt gerst í þessari íþrótt svo við munum reyna að gera okkar besta. Er raunhœfur möguleiki á að þið náið að halda ykkur uppi? -Það eru 22 stig eftir í pottinum og það eru 8 stig í Akureyri, auðvitað er það raunhæft. Myndi frekar segja að það væri drullu erfitt. En það er gaman að erfiða. En á léttari nótum, á að kíkja á Herrakvóldið hjá IBV? -Ef það verður flug til baka, þá hugsa ég að maður hlusti á Sverri Stormsker. # ÞRATT fyrir þetta tap er ekki annað hægt að segja en að Eyjamenn hafi staðið sig vel í vetur. Tap í undanúrslitum Síðasta miðvikudag tók Unglingaflokkur karla á móti Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn byrj- aði nokkuð vel hjá IBV sem spiluðu fínan sóknarleik og ágætis vörn gegn mjög sterku liði Stjörnunnar. Stjörnumenn reyndust þó sterkari og leiddu í hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks náðu þeir þriggja marka forystu og IBV elti allan seinni hálfleikinn. Það reyndist Eyjamönnum erfitt, þeir misstu einbetinguna í sókninni og náðu ekki að verjast hröðum og markvissum sóknum Stjörnunnar. Leikurinn endaði því með fjögurra marka sigri Stjörnumanna 25:29. Þrátt fyrir þetta tap er ekki annað hægt að segja en að Eyjamenn hafi staðið sig vel í vetur og frábært hversu langt þeir komust í bikarkeppninni. Þetta er metnaðarfullur flokkur sem inniheldur marga efnilega leikmenn. Framtíðarfólk - Kristinn Skærinqur Siqurjónsson /Efa mikið og borða og sofa vel Nafn: Kristinn Skœringur Sigur- jónsson. ^ Aldur: Ég er ellefu að verða tólf. Fjölskylda: Mamma heitir Hafdís Óskarsdóttir og pabbi heitir Sigurjón Kristinsson. Eg áfjögur systkini, tvœr systur þœr Sunnu og Söndru og tvo bræður, þá Bjarka og Þóri. Hvaða íþrótt/ir stundarðu: Fótbolta og handbolta. Uppáhalds íþróttamaður: Steven Gerrard. Uppáhalds íþróttafélag: ÍBV og Liverpool. Uppáhalds tónlist: 50 Cent. Uppáhalds kvikmynd: Superbad. Uppáhalds sjónvarpsefni: Simpsons. Uppáhalds matur: Píta. Uppáhalds drykkur: Vatn. Eftirminnilegasta atvik: Já það er mér mjög eftirminnilegt þegar ég var valinn í landsliðið á Shellmótinu og við urðum síðan Islandsmeistarar þetta sama sumar. Hvert er markmiðið: Að reyna að verða atvinnumaður og ná góðum árangri. Attu eitthvað gott ráð: Að vera alltaf duglegur að œfa, nágóðum svefni og passa að borða vel. Eitthvað að lokum: Áfram ÍBV. I íþróttir Þrír á landsliðs- æfingu Hinn bráðefnilegi kórfuknatt- leiksmaður, Kristján Tómasson, hefur verið valinn í æfingahóp hjá U-16 ára landsliði Islands. Einar Árni Jóhannsson lands- liðsþjálfari U16 karla hefur valið 18 manna hóp sem mun taka þátt í undirbúningi fyrir Norðurlanda- meistaramótið sem fer fram 30. apríl til 4. maí næstkomandi. NM er fyrra verkefni liðsins í sumar en í ágúst mun liðið taka þátt í Evrópumeistaramótinu í Sarajevo, Bosníu en það var ein- mitt dregið í riðla á laugardag og er íslenska liðið með heima- mönnum, Svartfjallalandi, Dan- mörku, Austurríki og Hollandi í riðli. Hópurinn mun koma saman helgina 8. og 9. mars næstkom- andi og í framhaldinu verður valinn 12 manna hópur sem held- ur á NM f Solna. Þá hafa þeir Alexander Jarl Þorsteinsson og Jóhann Rafn Rafnsson verið valdir til æfínga hjá U-15 ára landsliðinu. Einar Árni Jóhannsson, landsliðsþjálf- ari U15 drengja, hefur valið 24 drengi sem munu æfa helgina 8. og 9. mars næstkomandi. U15 mun taka þátt í alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn dagana 5. til 9. júní og er þetta í fyrsta sinn sem ísland sendir lið á mótið. Á meðal þeirra liða sem taka þarna þátt eru danska, sænska og enska U15 landsliðin auk annarra sterkra liða. Hluti hópsins mun svo halda áfram og æfa stíft í maí og júní áður en liðið heldur út til Danmerkur. Slakt gengi í skákinni Taflfélag Vestmannaeyja tók þátt í Islandsmóti skákfélaga um sein- ustu helgi, ekki er annað hægt að segja en árangurinn hafi látið á sér standa í þetta skiptið. Taflfélagið féll um deild eftir að þeir lentu í seinasta sæti í l.deildinni með aðeins sjö sigra en Taflfélag Reykjavíkur vann mótið með 43 sigrum. Taflfélagið mætti einnig til leiks með b-lið sem lenti í neðsta sæti í 3. deild. Framundan Laugardagur 8. mars Kl. 14.00 HK- ÍBV, meistara- flokkur karla. Kl. 15.00 ÍBV-Þróttur, 3. flokkur karla. Kl. 17.00 ÍBV-Valur, 4. fiokkur karla. Kl. 17.00 ÍBV-Fjölnir, 4. flokkur kvenna. Sunnudagur 9. mars Kl. 11.00 ÍBV-Fjölnir, 4. flokkur kvenna. Kl. 14.00 ÍBV-Afturelding, 2. flokkur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.