Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Page 13
Fréttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 13 Meistaraflokkur ÍBV sumarið 2008. Fréttir kynna meistaraflokk karla - Heimir Hallgrímsson, þjálfari meistaraflokks karla: Vona svo sannarlega að við spilum í efstu deild á næsta ári Fyrirliðastaðan kom Garner á óvart Matt Garner var nýverið gerður að fyrirliða Eyja- manna en hann er einn leikreyndasti leikmaður liðsins og hefur spilað 51 leik fyrir IBV og skorað í þeim fimm mörk. Matt kom frá Crewe árið 2005 og hefur síðan þá átt við svolítil meiðslavandamál sð stríða en þegar hann hefur verið heill hefur hann átt fast sæti í byrjunarliði IBV. Matt er bakvörður en getur einnig spilað sem miðvörður, hann hefur mikinn leikskilning og er frábær varnarmaður. Það kom honum þó á óvart að vera valinn fyrirliði. „Þetta kom mér mikið á óvart því ég bjóst við því að Heimir myndi velja heima- mann eða íslenskan leikmann. Eg vissi það samt sjálfur að ef hann myndi bjóða mér fyrirliðabandið þá myndi ég aldrei hafna því. Eg er mjög stoltur af nafnbótinni og mun reyna mitt allra besta til að hjálpa iiðinu í sumar.“ Eyjamönnum hefur verið spáð góðu gengi í sumar en telur Matt liðið vera nógu sterkt til að fara alla leið. „Ég tel að við eigum möguleika, við höfum misst góða leikmenn en þessi leikmannahópur sem er núna þekkist vel og það vilja allir gera sitt besta. Við vorum grátlega nálægt því að fara upp á sein- asta tímabili og við munum læra af mistökunum sem við gerðum þá.“ ÍBV er með ungt lið en inn á milli leynast miklir reynsluboltar. Hvaða leikmenn telur Matt að muni blómstra í sumar. „Klárlcga Atli Heimisson, ef við gefum okkur það að hann spili heilt tímabil þá hef ég trú á því að hann endi markahæstur í dcildinni. Hann er í góðu formi og er metnaðarfullur leik- maður. Einnig eru leikmenn eins og Þórarinn sem er í mjög góðu formi og Bjarni Rúnar sem er í sínu besta formi.“ Eyjamenn standa ekki cinir að baráttunni um sæti í efstu deild að ári en hvaða lið eru það sem munu veita ÍBV kcppni. „Það eru að mínu mati Víkingur, Selfoss og Stjarnan. Stjarnan hefur eytt miklum peningum í sitt lið svo það verður gaman að sjá hvort þeir muni smella saman. Ég tel þó að Selfoss muni koma á óvart í sumar en við höfum spilað við þá og vitum alveg við hverju má búast frá þeim.“ Matt hefur lengi átt við erfið meiðsl að stríða en núna er hann í hörkuformi. „Ég held að ég sé í mínu besta formi síðan ég byrjaði að spila hér. Ég hef ekki átt við nein meiðsl að stríða á undirbún- ingstímabilinu svo ég gat einbeitt mér að því að æfa vel og það hefur skilað sér.“ Eyjamenn hafa fengið til sín fjóra nýja leikmenn fyrir sumarið en hvaða álit hefur Matt á þcim. „Þetta eru fjórir mjög góðir leikmenn, Albert er gífurlega reynslumikill leikmaður sem hefur einnig frábæran karakter og hjálpar leikmönnum að koma sér í réttan gír fyrir leik og mcðan á leik stendur. Hvað varðar Brasilíumennina þá byrjuðu þeir báðir á því að mciðast og þá hélt ég að þeir væru kannski ekki tilbúnir fyrir íslenskan fótbolta en Italo sýndi það í sínum fyrsta leik í deildinni að hann er alveg tilbúinn.“ Spurningin sem brennur þá á allra vörum er sú hvort ÍBV fari upp í lok sumars, Matt er ekki lengi að svara því. „Já það held ég, ég mun allavegana gera mitt besta til að tryggja það.“ Viðtöl Elíért'Schéving Ellert@ eyjafrettir.. is Leikmenn ÍBV hófu leik í íslands- mótinu á mánudaginn seinasta gegn Leikni, Eyjamenn komu vel út úr þeirri viðureign og unnu 2:0. En hvað er annars að frétta af liðinu? Fréttir fóru á stjá og spurðu þjálfara liðsins og fyrirliða um hvemig þeim litist á komandi tímabil, einnig fengum við álit annarra þjálfara á sumrinu framundan. Hvernig líst þér á komandi tímabil? -Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð nógu mörg lið í fyrstu deild til að mynda mér skoðun á því hver staða okkar er. Hins vegar tel ég að við séum tilbúnari í ár heldur en við vorum í fyrra. Astæðan felst m.a. í tveimur þátt- um. I fyrsta lagi er dreifmg leik- manna í stöður á vellinum jafnari en í upphafi síðasta tfmabils þegar við fómm af stað án framherja og af þeim sökum gekk okkur herfi- lega að skora. Hin ástæðan er að við höfum haldið áfram þeirri vinnu sem strákamir lögðu á sig síðasta tíma- bil. Ég held að allir í liðinu viti sína stöðu innan liðsins og allir vita til hvers er ætlast af þeim. Það hefur orðið mikil breyting á leik- mannahópi ÍBV síðustu ár. Ef við ætlum að ná árangri þá verðum við að ná stöðugleika i leikmanna- hópnum svo hægt sé að byggja upp lið til framtíðar sem virkar. Hvemig var undirbúningnum háttað? -Hann var frekar gamaldags. Hlaup, lyftingar og innanhússbolti. Eins og allir vita og ég er orðinn leiður á að tala um hvað við emm langt á eftir öðmm í aðstöðu til knatt- spymuiðkunar. Loforðin um framkvæmdir em góð en eitthvað stendur á því að hefja verkið. Ég vona og trúi því að þetta séu ekki innantóm loforð. Veturinn var mjög erfiður við komumst ekkert á malarvöllinn við Löngulág vegna hvassviðris og snjókomu fyrr en um páska. Grasið var að sama skapi lengi að koma til og því fómm við í vetur fleiri ferðir upp á land í æfíngaleiki og strákarnir eiga hrós skilið hversu miklum tíma þeir eyddu upp á fastalandinu fyrir félagið sitt. Hvers vœntirðu af liðinu? Ég ætlast til þess að menn leggi sig fram í öllum leikjum. Ef leikmenn gera það höfum við nógu öflugan mannskap til að berjast um sæti í efstu deild að ári. Ég vænti þess að nokkrir ungir strákar noti þetta sumar vel og taki framfömm, þeir hafa fengið næg tækifæri í vetur og hafa á köflum sýnt ágæta takta. A sama tíma ætlast ég til þess að eldri og leikreyndari leikmennimir haldi stöðugleika í sumar og stígi upp þegar á reynir. Finnurðu fyrir einhverri pressufrá félaginu, áhangendum ? -Að sjálfsögðu em áhangendur sem eru að springa úr áhuga, það em þeir sem vilja árangur og ekkert annað. Ég vil helst umgangast fólk sem hefur metnað til að ná árangri. I þannig hópi er alltaf pressa. Ég ætla ekki að segja að ég þoli alltaf pressuna og taki tapi með jafnaðar- geði, íris myndi sennilega ekki samþykkja það. Pressuna set ég þó mest á sjálfan mig því ég er að þjálfa keppnisíþrótt og ég vil vinna þær keppnir sem ég tek þátt í. Hvaða leikmenn munu blómstra? -Það er alltaf erfitt að spá um hverjir munu spila vel í sumar en þessa stundina em leikmenn eins og Matt Gamer og Bjami Rúnar í feiknaformi og hafa verið að spila vel í öllum æfingaleikjunum. Ég vænti þess að fleiri leikmenn eigi eftir að sýna það í sumar hversu góðir þeir em. Það em margir sem lofa góðu og við erum, 7,9,13, betur staddir hvað varðar meiðsli en í fyrra. Þannig að nú bíð ég spenntur eftir því hverjir stíga upp, það em margir sem lofa góðu. Nýr fyrirliði? -Gamer hefur verið leiðtogi liðsins allt undirbúningstímabilið. Hann steig upp þegar margir lykilmenn vom í meiðslum og lætur alla leik- menn heyra það ef þeir em ekki að gera það sem talað er um. Ég var í vafa að velja „útlending" sem fyrir- liða ÍBV, sem er sennilega sá fyrsti í sögu ÍBV, en hann nýtur mikillar virðingar innan hópsins og er góður félagi þannig að hann er verðugur þessarar útnefningar. Gamer er búinn að eiga heima hér í fjögur ár, hefur stofnað fjölskyldu í Éyjum og er að hefja sitt fjórða tímabil með ÍBV. Ég man ekki for- múluna hjá Eygló Harðar um það hvenær menn teldust Eyjamenn en Garner skorar að minnsta kosti mjög hátt í þeirri formúlu. Hvaða lið verða í baráttunni? -Það er ekkert lið í deildinni með afburða leikmannahóp. Ekkert lið í fyrstu deildinni hefur sýnt það í æfingaleikjunum að þau séu betri eða verri en önnur. Ég held að liðin eigi eftir að reyta stig hvert af öðm. Víkingunum er spáð efsta sæti af öllum, sem er ekki óeðlilegt enda komu þeir úr úrvalsdeidinni. Þeim liðum er sjálfkrafa spáð besta genginu. Það geta mörg lið blandað sér í baráttuna og það verður ekki fyrr en eftir að helm- ingur mótsins hefur verið leikinn að ég fari að spá einhverjum í bar- áttuna um efstu tvö sætin. Spilar ÍBV í efstu deild nœsta sumar? -ÍBV íþróttafélag og Vestmanna- eyjar þurfa á því að halda að hafa a.m.k. eitt lið að keppa í deild þeirra bestu. Við höfum ekki efni á því að spila í 1. deildinni til lengd- ar. Leikmenn með metnað vilja spila meðal þeirra bestu og ferða- kostnaður í þessari deild er brjálaður fyrir ÍBV (tveir leikir á Akureyri, einn á Eskifirði, Ólafsvík og Siglufirði á meðan úrvalsdeildin er leikin á Reykjavíkursvæðinu). KSÍ og EUFA, Landsbankinn setja mikinn pening til liðanna í efstu deild og til yngri flokka þeirra fé- laga. Fyrir utan sjónvarpsréttar- pening og alla þá auglýsingu sem félagið fengi ef það kæmist í efstu deild. Ég tel að með því að komast upp um deild myndu sparast ca. 10 milljónir. Allar deildir hagnast á jákvæðri umræðu um ÍBV. Styrktaraðilar sjá lítinn hagnað í því að styrkja lið sem fær enga umíjöllun. Knattspyma er sú fþrótt sem fær langmesta umfjöllun í öllum fjölmiðlum. Það lætur því nærri að ÍBV íþróttafélag leggi sinn metnað í það að eiga lið í þeirri deild sem fær mesta umfjöllun. Mín skoðun er skýr hvar IBV á heima í knattspymu og það er meðal þeirra bestu. Því vona ég svo sannarlega að við spilum í efstu deild á næsta ári.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.