Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Page 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 15. maí 2008 SÆÞÓR OG ARNDÍS - Tríóið Breath, er skipað þeim Arndísi Ósk Atladóttur söngkonu, Þóri Ólafssyni hljómborðsleikara og svo Sæþóri Vídó sem um þessar mundir virðist vera allt í öllu í tónlistarlífinu í Vestmannaeyjum. Myndir Óskar Pétur. Dagar lita og tóna þar sem Tepokinn átti eitt eftirminnilegasta atriðið: Tónlistin fj ölbreyttari en áður fllit Sigurgeir Jónsson Sigurge @ internet. is Dagar lita og tóna eru fastur fylgi- fískur hvítasunnunnar í Eyjum og hafa verið allt frá árinu 1991 þegar þeir fyrst voru haldnir. Forsvars- menn Listvinafélagsins, sem hefur veg og vanda af þessum dögum, hafa verið óþreytandi við að bjóða upp á tónleikahald og engin breyt- ing á því þetta árið. Reyndar fer ekki mikið fyrir lit- unum að þessu sinni. Lengi vel var það árvisst að myndlistarmanni var boðið að halda sýningu í Akóges um hvítasunnuna. Svo var ekki nú en þess í stað fengu hin einstöku málverk, sem prýða Akógeshúsið, að njóta sín. Svo má líka segja að litimir skili sér í öllu fjölbreyttari flóru tónlistar en áður. Fram til þessa hefur jazztónlistin verið ríkjandi á Dögum lita og tóna og sum árin fremur einslit stefna þar, er helgaðist af smekk flytjenda. Nú var hins vegar fjölbreytnin meiri en nokkru sinni fyrr og ekki bara jazz, og hann af ýmsu tagi, heldur líka blús og fleira. Áður fyrr hófst gleðin ævinlega á föstudagskvöld með opnun á myndlistarsýningu þar sem einnig voru slegnir nokkrir tónar. Nú hefst hátíðin aftur á móti á laugar- dagskvöld og að þessu sinni voru það kennarar og nemendur Tón- listarskólans í Eyjum sem sáu um opnunaratriðið. Ungur nemandi í saxófónleik, Matthías Harðarson, sá um að leika opnunarlagið, Senti- mental, og síðan tóku þeir Stefán Sigurjónsson og Eggert Björgvins- son, kennarar við Tónlistarskólann, við ásamt nokkrum nemendum sínum. Sú sveit lék fjögur lög og þótt flutningurinn hafi ekki verið alveg hnökralaus, má öllum vera ljóst að í Tónlistarskólanum er verið að vinna gott starf. Guðlaugar þáttur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir var mætt með jazzbandið sitt á laugar- dagskvöld og tóku þau fimm lög af nýútkomnum diski Guðlaugar. Guðlaug er ekki með sterka rödd en beitir henni af mikilli næmni, kunnáttu og smekkvísi svo að unun er á að hlýða. Þá eru með henni í bandinu þungavigtarmenn í tónlist, t.d. er gítarleikarinn, Ásgeir Jón Ásgeirsson, einstakur músíkant. Guðlaug sagði í kynningu sinni að ÞRJÚ GÓÐ Guðlaug, Guðmundur og Ragnheiður brugðist ekki vonum skrifara. hún ætlaði ekki að bjóða upp á stuð eða hávaða, þau ætluðu að flytja fallega tónlist með fallegum text- um. Og allt stóðst það. Kúbönsk sveifla og blús Eftir hlé á laugardagskvöld mættu á sviðið fjórir ungir menn sem kalla sig Tepokann, latinkvartett FIH. Eins og nafnið gefur til kynna leika þeir einkum latinjazz eða suður- ameríska sveiflu. Tómas R. Einars- son, bassaleikari úr Dölunum, hefur verið öðrum iðnari við að kynna þessa tónlist á Islandi. Þeir fjór- menningar feta þá slóð dyggilega og eru ekki síðri í þeim flutningi en lærimeistarinn. Kúbanska sveiflan er í uppáhaldi hjá þeim og þeir voru hreint magn- aðir í henni, auk þess sem þeir voru einkar óþvingaðir og blátt áfram í kynningum sínum. Svo tóku þeir aukalag, stefið úr Línu langsokk í suðuramerískri sveiflu. Tepokinn var eitthvert eftirminnilegasta at- riðið þetta kvöld. Kraftmikill blús En líklega var það blúsband Guðmundar Péturssonar og Ragn- heiður Gröndal, sem flestir rúmlega hundrað áheyrenda voru komnir til að sjá og heyra þetta kvöld. Með Guðmundi leika þeir Pétur Sig- urðsson á bassa og Birgir Baldurs- son á trommur og krafturinn í þeim þremur er hreint magnaður, hljóð- færin hátt stillt án þess þó að úr verði óþægilegur hávaði eins og oft vill verða þegar vanskólaðir hljóm- listarmenn reyna að breiða yflr fá- kunnáttu sína. Þarna var slíku ekki að dreifa og engum kom til hugar að biðja þá að lækka styrkinn, þetta var alvöru tónlist sem heimtaði ákveðinn styrk. Flestir vita að Guðmundur Pétursson er einhver besti gítar- leikari á íslandi og þótt víðar væri leitað en ekki allir sem vita að hann er ágætlega góður blússöngvari líka. Þó hvarf hann reyndar í skuggann af Ragnheiði Gröndal sem bættist í hópinn og sýndi hve óhemju fjölhæf söngkona hún er. Sama virðist á hvaða sviði tónlistar hún reynir fyrir sér, allt áreynslu- laust og umfram allt flott gert. Tríóið Breathe - Þægilegur bræðingur Tónleikarnir á sunnudag voru með svipuðu sniði nema hvað nú voru Guðlaug og co. fjarri góðu gamni og í stað þeirra kom atriði heima- manna, tríóið Breath, skipað þeim Arndísi Ósk Atladóttur söngkonu, Þóri Ólafssyni hljómborðsleikara og svo Sæþóri Vídó sem um þessar mundir virðist vera allt í öllu í tón- listarlífmu í Vestmannaeyjum. Þeirra tónlist á lítið skylt við jazz og blús, einkar þægileg áheymar, með smábræðingi frá gítarleikar- anum. Ekki er mjög langt síðan þau þrjú byrjuðu að æfa saman og mátti heyra það á stöku stað. En Amdís Ósk hefur afskaplega fall- ega og mikla rödd og á án efa eftir að láta meira að sér kveða. Þetta var ágætt framlag heimamanna til þessarar dagskrár. Ekki rétti staðurinn fyrir vandamálin Þegar sá er þetta ritar fer á tónleika, eins og boðið var upp á um helgina, fer hann með það fyrir augum (og eyrum) að hlusta á það sem þar er flutt og hafa sig sjálfur sem minnst í frammi. Þess vegna kom honum nokkuð á óvart að hópur fólks í salnum skyldi velja sér þennan vettvang til að ræða vandamálin á vinnustað sínum og reyna að leysa þau, undir tónlistarflutningi. Nú er reyndar hinn ágætasti staður til slíks í Akógeshúsinu, inni á bam- um, fyrir þá sem þurfa að fá útrás talfæranna og vilja hvfla sig á tón- list og auðvitað sjálfsagt að nýta sér það auk þess sem a.m.k. tveir staðir í bænum standa opnir um helgar þeim sem em í nauð með að fá tjáningu sinni útrás. Skrifari skilur ekki það sjónarmið fólks sem telur að gestir á tón- leikum ættu frekar að hlusta á það sem aflaga hefur farið á vinnu- staðnum þeirra í vikunni heldur en að njóta góðrar tónlistar. Skrifari kýs nefnilega frekar að hlusta á góða músíkanta og söngkonur á borð við Guðlaugu Dröfn, Ragn- heiði Gröndal og Amdísi Ósk en gaggandi karla og kerlingar úti í sal, í þörf fyrir að vekja athygli á sjálfum sér. Reyndar þurfti ekki að hafa á- hyggjur af þessu liði meðan Guð- mundur Pétursson var á sviðinu, hljóðstyrkurinn hjá þeim félögum nægði til að þagga niður í því kvaki. Engu að síður er það hvim- leitt þegar fólk hefur ekki stjóm á munnræpunni eftir þriðja glas. Eiga heiður skilið fyrir úthald sitt og elju Skrifari hefur ekki sótt tónleika Daga lita og tóna síðustu þrjú ár. Þetta tónleikahald hefur tekið nokkrum breytingum frá því hann síðast man eftir því, aðrar áherslur í tónlistinni og engin ástæða til að amast við því. Stjómendur List- vinafélags Vestmannaeyja, með þá Hermann Einarsson og Inga Tómas Bjömsson fremsta í broddi fylk- ingar, eiga heiður skilið fyrir úthald sitt og elju við að auðga mannlífið í Vestmannaeyjum. Það er meira en segja það að koma upp tónlistarveislu á borð við þá sem upp á er boðið á hvítasunnu ár eftir ár. Fyrir það er þakkað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.