Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Qupperneq 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 '.-Æ ^ ~ w ’ u jj Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535 35. árg. I 24. tbl. I Vestmannaeyjum 12.júní 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is ENGINN er slippurinn í Vestmannaeyjum og því varð að taka Létti, léttabát hafnarinnar, upp á bryggju til yfirhalningar. Hann hefur þjónað höfninni í bráðum heila öld en þetta er örugglega í fyrsta skiptið sem taka þarf hann upp á bryggju. Húsnæðismálin ættu að skýrast á næstu vikum -segir Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Vestmannaeyja - Meðal verk- efna, sem nú er unnið að, eru þurrkun á loðnuhrognum, tilraunaveiðar á makríl og markaðssetning á reyktum fiski og harðfíski. Þá eru hvalarannsóknir á dagskrá í júlí Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að enn hafí ekki fengist niður- staða í húsnæðismálum setursins en sú niðurstaða ætti að liggja fyrir á næstu vikum. Páll Marvin segir allt á fullu í Hvíta húsinu við Strand- veginn, fólk sé að vinna að ýmsum verkefnum sem styrkir hafi fengist til. „Mér telst til að um tuttugu og þrfr starfsmenn komi til með að vinna að rannsóknarverkefnum sumarsins og eru verkefnin af ýmsum toga, allt frá því að fjalla um gömul handrit sem tilheyra menningarsögu Vestmanna- eyja og til rannsókna á nýtingu framandi uppsjávarfíska við Islands- strendur," sagði Páll Marvin. Lundaverkefnið er á fullu en því stjómar Náttúmstofa Suðurlands og að verkefninu koma tveir masters- nemar frá Háskóla íslands, ásamt einum sjálfboðaliða frá Frakklandi sem mun dvelja hér í sumar. Haf- rannsóknastofnun er að undirbúa rannsóknir á síli en áætlað er að þær hefjist um miðjan mánuðinn með kortlagningu á búsvæði sílisins. Köfunarverkefnið er í vinnslu, og er áformað að Köfunarskólinn taki til starfa í haust en búið er að auglýsa haustnámskeið í samstarfi við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum. „Það hafa verið góð viðbrögð við því, fólki fínnst þetta greinilega spennandi kostur," segir Páll Mar- vin.^ Afram er unnið að verkefninu Handritin heim og að sögn Páls Marvins kemur stúlka frá Banda- ríkjunum á Fulbright styrk til vinnu við það verkefni og önnur verkefni sem tengjast menningarsögu Vest- mannaeyja. Verkefni sem tengjast sjó og sjávar- útvegi eru sem fyrr fyrirferðarmikil. Páll Marvin segir að í júlí muni hefj- ast rannsóknir á háhymingum hér við Eyjar og líklega fimm manns sem hingað komi vegna þeirra, tveir sérfræðingar og þrír nemendur, allt útlendingar, en verkefninu er stýrt af Háskólasetrinu á Húsavík. „Þá er unnið að rannsóknum á humri, en í sumar er fyrirhugað að gera samanburðarrannsóknir á veið- um með gildrum og trolli. Sigmar Valur Hjartarson leiðir þessa vinnu hér í húsinu en að verkefninu koma einnig þau Heather Phillips, dokt- orsnemi frá Skotlandi og Margrét Lilja Magnúsdóttir. Humarverkefnið er unnið í samvinnu við Vinnslu- stöðina og Guðrúnu Marteinsdóttur hjá Háskóla Islands. Loks er Matís að fara af stað með þrjú verkefni, sem forstöðumaður Matís í Eyjum, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, stjóm- ar í samvinnu við sjávarútvegs- fyrirtæki í Eyjum og á fastalandinu. Það er í fyrsta lagi verkefni sem hefur það að markmiði að bæta vinnsluferli til þurrkunar á loðnu- hrognum. Isfélagið, Síldarvinnslan og Grandi hf. koma að því verkefni. Síðan er verkefni sem hefur það að markmiði að kanna veiðar uppsjáv- arfískiskipa á makríl á íslands- miðum ásamt því að framkvæma útlitsmælingar á makríl og þriðja verkefnið snýr að markaðssetningu á reyktum og þurrkuðum afurðum sem fyrirtækið Godthaab hefur verið að framleiða. Þannig að það er nóg að gera hér á öllum víg- stöðvum," sagði Páll Marvin og bætti því við að á næstu vikum yrði væntanlega ráðinn nýr starfsmaður sem útibússtjóri Háskóla íslands í Vestmannaeyjum, en Páll Marvin gegndi því starfi áður en hann var ráðinn sem forstöðumaður Þekk- ingarsetursins. Stærra Pæjumót Um helgina fer fram Pæjumót TM. Mótið hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár en í mun það verða með stærra móti, fleiri félög hafa skráð sig til keppni og umfang verður meira. Þær stelpur sem taka þátt eru í 5. flokki kvenna en fyrir nokkrum árum var þetta mót fyrir nánast alla aldursflokka og var virkilega umfangsmikið. Nú hefur mótið hins vegar náð fyrri hæðum. Kristján Georgson er í Pæjumóts- ráði þetta árið. „Mótið er stærra í ár en í fyrra og hefur fjölgað um 5 félög. Fyrir þremur árum settum við kraft í þetta, breyttum úr fjölflokkamóti í eins flokks mót og teljum það hafa verið framfaraskref sem sé að skila sér í dag. Svona mót krefst mikillar vinnu og það er alltaf mikið af fólki sem kemur að svona fram- taki. 1 Pæjumótsnefnd starfar gott fólk. Kvennadeild ÍBV er einnig ómetanleg og koma margir að þessu verkefni." Pæjumótið var á sínum tíma flottasta knatt- spyrnumót fyrir stúlkur á land- inu, fyrir nánast alla aldurs- flokkar en einhvem veginn datt mótið niður og færri félög komu á mótið. Kristján segir að á þeim tíma sem Pæjumótið var hvað stærst hafi verið lítið um knatt- spyrnumót fyrir stelpur og því hafí það verið svo vinsælt. En af hverju datt mótið niður um tíma? „Það er miklu meira um mót nú en var fyrir 15 árum og því var kannski erfiðara að fá lið, að ég tel.” Tryggingamiðstöðin styrkir mótið í ár og hefur gefið út að styrkurinn við Pæjumótið sé liður í þeirra átaki fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. „TM hefur verið ötull styrktaraðili kvenna- knattspyrnu undanfarin ár. I fyrra voru við í viðræðum við þá en í raun gerðist ekkert. Svo í ár gemm við með okkur samning til tveggja ára og emm mjög ánægð með það.“ Kristján segir einnig að þetta mót sé mikilvægt fyrir félagið. „Meistaraflokkar kvenna í handbolta og fótbolta hafa verið í erfiðleikum og það hefði verið mjög erfitt að hætta með þetta mót einnig. Fyrir bæjarfélagið er þetta einnig gott mál, að fá líf og fjör í bæinn hlýtur að vera gott fyrir okkur.“ Pæjumótið er skemmtilegt mót þar sem saman koma margar af knattspyr- nuhetjum framtíðarinnar, spila knattspymu allan daginn og fara yfirleitt heim með bros á vör.“ En hvemig verður mótið á næstu ámm, á að stækka það? „Það var auðvitað alltaf markmið hjá okkur að stækka mótið og við reynum það eflaust áfram, það er engin spuming um það,“ sagði Kristján. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... \ AT H 21 m 21 Y ...SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI ■ 1 c i •in o v 11 d r VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.