Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 12. júní 2008
Frjalsar.net:
Karen hleypir frjálsíþróttavef af stokkunum
Eyjakonan Karen Inga Ólafsdóttir, sem áður keppti og
þjálfaði hjá Ungmennafélaginu Óðni í
Vestmannaeyjum, hefur hleypt af stokkunum,
frjálsar.net þar sem era ð ftnna allt mögulegt er lýtur að
frjálsum íþróttum, erlendum og innlendum.
Karen er íþróttafræðingur og í viðtali við hana á
Eyjar.net segir að hún hafi stundað þjálfun frá 15 ára
aldri og hafi verið svo heppin að hafa fengið tækifæri
til að fylgjast með góðum þjálfurum í gegnum árin sem
hafa kennt henni mjög mikið og telur hún það hafa
verið ómetanlegan skóla.
Hún segir í viðtalinu að mikil þörf sé á vefsíðu sem
þessari en langtímamarkmið sé að koma frjálsum
fþróttum á hærra plan og vekja meiri athygli á þessari
frábæru íþrótt. „En planið er að halda úti skemmtilegu
samfélagi fyrir frjálsar og sameina upplýsingar um
frjálsar í einn góðan
frétta -og upplýs-
ingamiðil. Hef
gengið með þetta í
maganum í soldinn
tíma og nú fannst
mér rétti tíminn til að
gera þetta.“
I boði verða fréttir,
viðtöl, blogg,
upplýsingar um mót,
uppskriftir, mynda-
gallerý, vídeóklippur,
svo mun ég seinna í mánuðinum opna spjallborð, móta-
dagatal og smáauglýsingar þar sem fólk getur auglýst
ókeypis," segir Karen á Eyjar.net sem líka á myndina.
Hrcimur semur Pjóðhátídarlagið:
í spilun á þjóðhátíðardaginn, 17. júní
Hreimur Öm Heimisson, söngvari í hljómsveitinni
Landi og sonum, semur þjóðhátíðarlagið í ár sem
útsett er af Landi og sonum og hljóðblandað af
Adda átta hundruð. Þetta er í fjórða skipti sem
Hreimur tekur það verðuga verkefni að sér að semja
þemalag þjóðhátíðar. Lagið var tekið upp um helg-
ina og er væntanlegt í spilun á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn, 17. júnf næstkomandi.
„Það sem maður hefur svona helst í huga þegar maður semur þjóðhátíðar-
lag er að hafa það melódískt sem einmitt þetta lag er. Svo þarf maður líka að
huga að því að meirihlutinn geti tengt sig við lagið og haft gaman af,“ svarar
Hreimur, spurður um hina fullkomnu formúlu að þjóðhátíðarlagi en Hreimur
samdi eitt eftirminnilegasta þjóðhátíðarlag fyrr og síðar, Lífið er yndislegt
árið 2001.
DV, greindi frá.
Dögun vetnisaldar - Ný bók eftir Þorstein Inga Sigfússon, prófessor
Samin í anda Jules Verne og í
ætt við ferðalög Fíleasar Fogg
Viðtal
Sigurgeir Jónsson
Sigurge @ internet. is
Það er skammt stórra högga á milli
hjá Eyjamanninum Þorsteini Inga
Sigfússyni, prófessor við Háskóla
Islands. A síðasta ári hlaut hann hin
virtu Global orkuverðlaun. Og á
miðvikudaginn 4. júní sl. var kynnt
á háskólatorgi útkoma nýrrar bókar
eftir hann. Svo skemmtilega vildi til
að Þorsteinn Ingi átti einmitt afmæli
þennan dag, varð 54 ára.
Bókin heitir Dögun velnisaldar og
Þorsteinn Ingi segir hana hafa verið
í smíðum f þrjú og hálft ár. „Hún
var fyrst samin á ensku - fyrir allan
heiminn! - og gefin út af Coxmoor
útgáfufyrirtækinu í Oxford," bætir
hann við.
„Síðan var henni snarað á íslensku
með aðstoð Baldurs Arnarsonar,
blaðamanns við Morgunblaðið."
Hið íslenska bókmenntafélag gefur
bókina út en hún er rúmlega 400
blaðsíður að stærð, með mjög ítar-
legri atriðisorðaskrá, orða- og ný-
yrðaskrá og ítarlegum heimildum.
Þorsteinn Ingi segir að þarna sé
vissulega um vísindarit að ræða en
bókin sé samin með fróðleiksfúsan
almenning í huga og þess vegna hafi
efnajöfnur verið settar á sérstaka
viðaukasíðu á netinu.
„Þetta mætti eins kalla reisubók,
þar sem ég fer með lesandann fram
og til baka í tíma og rúmi og hug-
myndafræði," segir Þorsteinn Ingi
en í ræðu sinni á háskólatorgi lýsti
hann efni bókarinnar á eftirfarandi
hátt: „Hún hefst í framtíðinni, ég
horli fjörutíu ár fram í tímann, að
hætti Jules Veme, og svo Iegg ég í
bílferð með lesandanum til að skoða
norðurljósin uppi í Borgarfirði. I
þeirri ferð opna ég tímavél og hverf
13,7 milljarða ára aftur í tímann, til
upphafsins, Miklahvells, sem vís-
indamaðurinn Stephen Hawkins
hefur kallað „Hugskot Guðs“. í
þeirri ferð búum við til frumeindir
TVEIR GÓÐIR Félagi Þorsteinn og félagi Ólafur Ragnar Grímsson, sem sem tókst að kalla fram tár á
harðnaðan Goðasteinshvarminn með góðum orðum um peyjann.
Ljósmynd: Ljósmyndaþjómista BKK fyrir Fréttir
sem við svo fylgjum áfram, allt til
sköpunar jarðarinnar, lífsins og
lofthjúpsins sem við lifum í. Sú ferð
leiðir okkur svo áfram um efnið, við
skyggnumst inn í upphaf jarðefna-
eldsneytis og endanleika þess. Þá
verjum við drjúgum tíma í að ræða
allar tegundir þeirra orkugjafa sem
mannkynið notast við og spáum
mikið í hina endurnýjanlegu orku-
gjafa.“
Þorsteinn Ingi segir að síðan komi
að orkuberum framtíðarinnar, met-
ani, etanóli og vetni. „Framtíðar-
ökutækið verður alltaf rafknúið.
Rafmagnið geymt í rafgeymum og
drægi ökutækisins aukið með orku-
berum á borð við vetni. Og loks
förum við í átján stökkum um allan
heiminn, ekki í loftbelg eins og
Ffieas Fogg gerði á sínum tíma,
heldur í hljóðfrárri vetnisþotu."
Þorsteinn Ingi segist hafa reynt að
flétta inn í frásögnina alls kyns
dæmum og dæmisögum, með
dyggilegri aðstoð meðþýðanda síns,
Baldurs Arnarsonar. íslenska útgáf-
an sé nokkuð lengri og ítarlegri en
frumtextinn á ensku. „Enda er bók-
inni fyrst og fremst ætlað að fræða
fróðleiksfúsan almenning um eðli
þessara hluta,“ segir Þorsteinn Ingi.
A þessari útgáfusamkomu hélt
Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi
sendiherra, ræðu þar sem hann
minntist m.a. á það þegar Þorsteinn
Ingi var að byrja prófanir sínar með
vetni, fyrir 25 árum, og leitaði til
Heklu hf., þar sem Ingimundur var
þá forstjóri, með beiðni um afnot af
vél til tilrauna. Þessi vél hefði verið
skref í áttina að einhverju meira.
T.d. væri eftirtektarvert að allir
bílaframleiðendur heims hefðu vetni
sem hluta af áætlunum sínum um bfi
framtíðarinnar.
Þá flutti Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Islands, einnig ræðu og sagði
Þorsteinn Ingi hann hafa farið á
kostum. „Hann fór sérlega góðum
orðum um peyjann frá Vestmanna-
eyjum og lá við að hann kæmi út
tárunum á hörðnuðum Goðasteins-
hvarminum," sagði Þorsteinn Ingi
að lokum, ánægður með nýju bók-
ina, Dögun vetnisaldar, sem nú er
komin á íslensku.
Það er full ástæða til að hvetja
Vestmannaeyinga til að kaupa þessa
eigulegu bók, þar sem vísindin eru
færð í einfaldan og skemmtilegan
búning. Þrátt fyrir að vera upp á 400
blaðsíður með litmyndum, er verði
hennar mjög stillt í hóf.
Höfundurinn sagðist verða á ferð-
inni í Eyjum í lok mánaðarins og
myndi þá árita bókina fyrir þá sem
þess óskuðu.
Viljum fleiri
til þáttöku í
Reimleikum
2008
Eins og flestir ef ekki allir
Eyjamenn vita er að verða liðið
ár síðan hinir stórkostlegu
REIMLEIKAR voru haldnir í
fyrsta skiptið. I tilefni af því
verður ekki hjá því komist að
rifja upp og skoða hvað fór vel og
hvað hefði mátt fara betur. Eins
og flestir upplifðu, sem á þennan
viðburð mættu, var aðkoman og
skipulagningin að þessum
viðburði með eindæmum góð og
dómgæsla nánast óaðfinnanlcg.
Það sem virtist vera það sem
áhorfendur höfðu mest út á að
setja var fákeppnin, en eins og
allir vita er undirstaðan í öllum
frábærum íþróttaviðburðum
hörð samkeppni sem fær kepp-
endur til að fara á ystu mörk
líkamlegra sem andlegra marka.
En eins og flestir muna fórum við
Vinir Ketils bónda frekar létt
með þetta í fyrra, með fullri
virðingu fyrir vinum okkar og
mótherjum, Fyrirmyndar-
bfistjórunum. En metnaðurinn
hjá VKB er settur hærra en þetta
og ef við eigum að geta náð þess-
um árangri sem ég talaði um hér
á undan er nauðsynlegt að fá
fleiri lið til Ieiks.
Þannig að við Vinir Ketils
bónda (VKB) skorum á öll
áhugamannafélög til keppni á
hinum stórkostlegu Reimleikum
2008. Þetta árið verða leikarnir
haldnir laugardaginn 28. júní og
vill svo vel til að þann dag er ein-
nig 10 ára starfs afmæli VKB.
Þeir hópar sem hafa áhuga geta
skráð sig í síðastalagi
mánudaginn 23. júní nk. I síma
697-5182
Hinir íþróttasinnuðu vinir ketils
bónda
Qrunnskóli Vcstmannacyja:
Árshátíðarhópurinn þakkar fyrir sig og sína
Nemendur úr undirbúningshópi fyrir Árshátíð Grunnskóla Vestmannaeyja
vilja koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra fyrirtækja sem gáfu verðlaun
sem veitt voru fyrir ýmsa titla sem og þeirra sem styrktu þau um ýmsan
efnivið til að skreyta salinn. Verðlaunin voru alls ekki af verri endanum og
er greinilegt að það er gott að leita til fyrirtækja hér í Vestmannaeyjum
þegar kemur að slíku. Árshátíðin gekk afar vel fyrir sig og nemendur
almennt ánægðir með útkomuna.
Við viljum þakka eftirtöldum fyrirtækjum:
Lyf og Heilsa, Ullarblóm, Volare, GÞ, Flamingo, Jazz, Smart, Eyjavík, Karl
Kristmanns umboðs og heildverslun, Póley, Klettur, Toppurinn, Miðstöðin,
Eyjatölvur, Tölvun, Blómaskerið, Miðbær, Eymundsson, Ozio,
Kertaverksmiðjan og Prentsmiðjan Eyrún.
Einnig voru haldnir starfsfræðsludagar í maí í Grunnskólanum í 8. og 9.
bekk. Þessir dagar þóttu ganga vel og það er alltaf jafn ánægjulegt að sjá
hversu hugmyndaríkir nemendumir eru og vinnusamir. Það var líka ákafle-
ga gaman að heyra hrósið sem krakkarnir fengu svo frá fólki sem vinnur í
þeim fyrirtækjum sem voru heimsótt
og þóttu krakkamir vera mjög áhuga-
samir og skemmtilegir.
Áttundi bekkur kynnti sér iðngreinar
og þá leituðum við til fyrirtækja sem
nemendurnir heimsóttu eftir
verðlaunum og þá voru það
Bílaverkstæði Harðar og Matta,
Eyjablikk og Geisli sem keyptu
verðlaunin sem veitt voru fyrir besta verkefnið, frumlegasta verkefnið,
besta flutninginn og svo það eitt verkefni sem kom mest á óvart.
Níundi bekkur kynnti sér aftur á móti störf á vegum Vestmannaeyjabæjar
og þá keypti Vestmannaeyjabær verðlaunin fyrir þau verkefni sem þóttu
skara fram úr þar.
Við viljum þakka ofangreindum fyrirtækjum fyrir styrkinn og aðstoðina.
Bazjarstjórn:
Nefndakosning
Á fundi bæjarstjórnar á fimm-
tudaginn var kosið í stjóm Spari-
sjóðsins þar sem bæjarstjóm á tvo
fulltrúa og í stjóm Náttúrustofu þar
sem bæjarstjóm á einn fulltrúa.
I stjóm SV voru Arnar Sigurmunds-
son og Ragnar Óskarsson tilnefndir
aðalmenn og til vara Elliði Vign-
isson og Stefán Ó. Jónasson.
Rut Haraldsdóttir var tilnefnd í
stjórn Náttúmstofu í stað Sigur-
hönnu Friðþórsdóttur og Sigurhanna
var tilnefnd í varastjóm í stað
Amars Sigurmundssonar.
Þessar tilnefningar voru samþykkt-
ar með sjö samhljóða atkvæðum.