Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Page 11
Fréttir / Fimmtudagur 12. júní 2008 11 Opið bréf til þjóðhátíðarnefndar Bréfaskipti við Sælir Friðbjörn O og félagar! Langar til þess að biðja þig að grafa upp fyrir mig hvort E1 Puerco og Ennisrakaðir spiluðu á þjóðhátíð 1998 eða 99..við erum að spá í tvítugsafmæli sveitarinnar. Sendi ykkur þetta lag í leiðinni sem mér fínnst einhverra hluta vegna vera mikill eyjafflingur í. Eg fékk hann Þórarin Olason, dægurlagasöngvara frá Hoffelli, til þess að syngja þessa demoútgáfu af laginu sem er annars í fullri vinslu hjá Sigurði Rúnari Jónsyni þar sem lagið er hluti af stærra verkefni sem heitir Heilsugeirinn og kemur út síðar. Jóhann Hjör- leifsson sá um slagverk og nafni hans Jóhann Ásmundsson, Mezzofortemaður, er að snurfusa bassann í þessum mánuði. Það hefði verið gaman að leyfa ykkur að heyra lagið í þeirri umgjörð, það fáið þið hvort sem er síðar. Tóti er ekki alveg að fara með textann rétt í byrjun þannig að þið virðið það bara við hann að hann söng þetta inn fyrir mig svona svo ég gæti ákveðið tónhæðina fyrir hljóðfæraleikarana. Með tiltölulega litíum breytingum má aðlaga þetta lag þjóðhátíð t.d. með að breyta hanagali í lundagal í viðlagi, þá er bara spurningin sú hvort lundar geti galað. Þcmað í textanum er svolítið á þá leið að hugurinn stefni nú oftar en ekki á ykkur þarna handan hafsins þó lagið nefndina sé samið í minningu einnar hörðustu þjóðhátiðar- manneskju sem ég þekkti. Aldrei að vita hvort þetta passi bara ekki alveg eins vel og eittthvað annað, þið látið mig bara vita. Bið ykkur bara um að passa að þetta fari ekki á flakk á nctinu né annars staðar svona óunnið. Bestu kveðjur, bið að heilsa Elías B Bjarnhéðinsson Tónlistarmaður Knt: 060764-2559 Gsm: 861-2655 textqbase@internet.is Takk fyrir þetta Elías. Svar Friðbjörns Lagið hljómar fínt, væntanlega uppljómun frá heiðursmanneskjunni Ingibjörgu frá Ásnesi (heitir það ekki svo). Stór í sniðum sú ágæta kona, á margan hátt. Áframsendi þetta á félaga mina. Kveðja frá ÍBV sœkreteriatet. Grein Elías Bjamhéðinsson skrifar: Höfundur er tón- listarmaður. Það hefur verið haldin þjóðhátíð í Vestmannaeyjum allar götur síðan 1874. Með einhverjum örfáum niðurfellingum þó vegna óviðráðan- legra inngripa náttúruaflanna. Það hafa verið samin þjóðhátíðarlög árlega síðan 1932 eða 1933. Þessi skemmtilega hefð hefur sem sagt viðhaldist í áranna rás og orðið svo ómissandi þáttur í vestmanneyskri menningu og um leið fólksins arfleifð. Nú virðist sem verktaki hafi verið ráðinn til þess að semja þjóðhátíðarlagið í ár. I því samhengi þætti mér gaman að fá að vita hvers vegna höfundur þjóðhátíðarlagsins 2001 var ráðinn til starfans en ekki t.d. höfundar þjóðhátíðarlaganna 1989 eða 1997? Nú vildi svo til að ég sendi inn þjóðhátíðarlag og texta sem ég hvorki ætlaðist til þá eða nú að fengi einhverja sérstaka meðhöndlun á annan hátt en að nefndin sem slík fjallaði um það og veldi eða hafnaði og sendi mér síðan svör sem ekkert hefur bólað á. Sem er ekkert annað lágmarks kurteisi fyrir viðleitni þeirra sem gáfu sér tíma og höfðu fyrir því að senda inn lag. Af hverju var mér ekki tilkynnt strax að búið væri að fá aðila til verksins og látið í veðri vaka að verið væri að safna inn lögum og þegar hefðu borist þrjú lög? Svona lagað er ekkert annað sýndarmenska og baktjaldamakk. Einhvern tíma hefði verið sagt að það væri hreinlega skítalykt af því- líku. Eg vissi ekki að verktaki hefði verið fenginn til verksins enda var mér ekki tilkynnt um neitt slíkt þegar ég sendi framkvæmdastjóra IBV lagið né þegar haft var sam- band við formann þjóðhátíðar- nefndar í síðustu viku. Hann kom af fjöllum og ætlaði óðara að fara í málið og gefa einhver svör sem mér þætti vænt um að fá skriflega ásamt þeim gögnum sem send voru inn. Væri ekki skoðandi að tilkynna svona ákvarðanir sem virðast vera teknar án vitundar allra í þjóð- hátíðarnefnd þannig að maður væri ekki að eyða tíma í að er virðist í algeran óþarfa. Þá þætti mér ágætt að vita hvort sami háttur verði á næsta ár og hvað menn þurfa að uppfylla til þess að koma til greina sem verktakar þjóðhátíðarlags? Er nóg að hoppa upp úr trillunni eins og Ási í Bæ gerði forðum og tralla lag eins og Á meðan öldur á eiðinu brotna, Heimaslóð, sem reyndar var hafnað af þjóðhátíðar- nefnd á sínum tíma en er ein af perl- um Eyjanna engu að síður. Þannig að það er engin nýlunda að menn hafi samið lög í tilefni þjóð- hátíðar. Það hlýtur að hækka gæða- staðalinn að hafa úr einhverju að velja sem færir mig að þeirri sjálf- sögðu spurningu í framhaldi. Hverjir velja lögin eða verktakana og hvað hafa þeir til brunns að bera í þessa veruna? Hverjar eru lín- umar? Eftir hverju er farið og hvað þurfa áhugasamir að uppfylla til að verða þeirrar almennu kurteisi að- njótandi að verða svarað? Á þessum útboðstímum væri kanski skoðandi fyrir Vestmanna- eyjabæ að leita tilboða í þjóðhá- tíðarhald hjá öðrum iþróttafélögum eða jafnvel öðrum félagasamtökum á Heimaey. Eða hreinlega leita fanga upp á fastalandið með það. Nú er ég þess handviss að það eru fleiri Vest- mannaeyingar en ég sem luma á lögum og textum sem vel kæmu til greina sem þjóðhátíðarlög og kannski athugandi hvort ekki sé verið að leita töluvert langt yfir skammt svona almennt? Þó að auðvitað sé ekki hægt að einskorða höfunda við Eyjamenn þá finnst mér heldur ekki hægt að útiloka þá í að vera með, með því að láta geð- þóttaákvörðun örfárra ráða för með ráðningu útvalinna verktaka. En eitt er alla vega víst að svona starfs- hættir eru ekki beint uppörvandi þeim þekktum sem óþekktum „verktökum" sem fást við slíkar smíðar. Spurning vikunnar: Hvað lið styður |)ú í Evrðpu- keppninni Guðjón Úlafsson - Ég styð Holland, blússandi sóknar- bolti. Arnór Eyvar Úlafs- son - Frakklandi og ég spái þeim sigri. Úttar Steíngrímsson - Ég segi Holland. Út af mínum manni Kuyt. Patríck Rínmuller - Að sjálfsögðu Þýskalandi. Sterk liðsheild vinnur mótið. Fyrri umræða um breytingar á bæjar- málasamþykkt: Fimm ráð í stað sex -Hætt að kjósa í stjórn Sparisjóðsins Breytingar á bæjarmálasamþykkt var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjómar á fimmtudaginn. Breytingamar era þær helstar að ráðum bæjarins verður fækkað úr sex í fimm og bæjarstjórn hættir að kjósa fulltrúa í stjóm Sparisjóðs Vestmannaeyja. Aðalbreytingin felst í því að skipta menningar- og tómstunda- ráði upp og færa menningarhlutann inn í skólamálaráð, það verður þá fræðslu- og menningarráð og tóm- stundahlutann inn í fjölskylduráðið sem verður þá fjölskyldu-og tóm- stundaráð. Breytingin er á 42. grein bæjar- málasamþykktarinnar þar sem segir samkvæmt breytingunum: Bæjar- stjóm kýs fulltrúa í eftirtalin ráð, stjómir og nefndir auk formanna og varaformanna ráða skv. 1. - 5. tl. á fundi sínum í júnímánuði ár hvert: 1. Bæjarráð. Þrjá aðalfulltrúa í bæjarstjóm sem aðalmenn og jafn- marga til vara. 2. Fjölskyldu- og tómstundaráð. Fimm aðalmenn og fimm til vara. 3. Fræðslu- og menningarráð. Fimm aðalmenn og fímm til vara. 4. Umhverfis- og skipulagsráð. Fimm aðalmenn og fimm til vara. 5. Framkvæmda- og hafnarráð. Fimm aðalmenn og fimm til vara. í B-hluta sömu greinar segir að á fyrsta eða öðrum fundi að af- loknum bæjarstjórnarkosningum skuli bæjarstjóm kjósa í ráð, stjómir og nefndir til fjögurra ára. Þær eru, aðalfundur Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, al- mannavarnanefnd, fulltrúaráð Brunabótafélags íslands, full- trúaráð Sambands ísl. sveitarfélaga, Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæjar um fyrir- komulag heilbrigðis- og mengunar- vamaeftirlits í Suðurkjördæmi, kjörstjómir, skoðunarmenn, skólanefnd framhaldsskóla, stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, stjórn Náttúrustofustofu Suðurlands og þjónustuhóp aldraðra. Samkvæmt lögum frá 1996 um viðskiptabanka og sparisjóði og samþykktum Sparisjóðs Vestmannaeyja frá 3. desember 1942 hefur bæjarstjóm kosið tvo aðalfulltrúa og tvo til vara í stjóm Sparisjóðsins. Á þessum fundi vom kosnir fulltrúar í stjóm Sparisjóðsins en verði breyting- amar samþykktar, sem gera verður ráð fyrir, er það í síðasta skipti sem það er gert. Hver skar út í þessa grein á sjöunda áratugnum? EYJAMAÐURINN, Guðmundur Guðmundsson, sem ólst upp í Vestmannaeyjum, fann útskorna trjágrein í Hólsfjöru undir Eyjafjöllum, sennilega sumarið 1964 eða 1965. „í hana er skorið Vestmannaeyjum og upphafsstafírnir IP. Greinin hefur verið í minni vörslu síðan. Mig hefur lengi langað að vita hvaðan hún er upprunnin og nú vona ég að einhver lumi á upplýsingum um greinina. Vísbendingarnar eru stafírnir IP og Vestmannaeyjar og væri gaman að vita hvort eigandinn man eftir gripnum og hann getur haft samband í síma 861-6683,“ sagði Guðmundur. Flottir starfsmenn hjá Vestmannaeyjabæ: Þakka ber það sem vel er gert Nú í sumar er von á talsverðu magni skemmtiferðaskipa ásamt og hafa aðilar er sjá um að þjónusta þau unnið hörðum að undirbúningi komu þeirra. Aðstaða á hringplaninu í Eldfellinu fyrir hópferðabfla var óviðunandi ásamt leiðum inn í gíg Eldfells. Það var haft sam- band við Ólaf Snorrason og Gunnlaug Grettisson hjá Vestmannaeyjabæ ásamt Guðmundi Þ.B. Ólafssyni. Get ég ekki annað en dáðst að hvað brugðist var skjótt við óskum um lagfæringar. Tommi hjá Áhaldahúsi bæjarins ásamt sínum mönnum fór í málið og er aðstaða til að fíytja fólk á eitt helsta aðdráttarafl Vestmanna- eyja fyrir ferðamenn orðin mun betri en í vor. Það er ánægjulcgt að vita til slíkrar jákvæðni til lagfæringar og uppbyggingar á náttúruundrinu Heimaey. Jákvætt hugarfar ásamt bjart- sýni á framtíð Eyjanna hefur farið vaxandi undanfarið og vonandi berum við Eyjamenn gæfu til að efía og styrkja það hugarfar sem nú ríkir á meðal okkar. Enn og aftur vil ég þakka ykkur strákar fyrir skjót viðbrögð og frábæra vinnu. Það er auðséð að við eigum starfs- menn hjá bænum sem bera hag Eyjanna fyrir brjósti. Fyrír hönd starfsmanna hjá Viking Tours Sigurmundur G. Einarsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.