Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 14
14 Ffgttir / Fimmtudagur 12. júní 2008 Alex Jóhannsson kemur alla leið frá St. Louis á Shellmót: Langar að spila á Há- steinsvelli eins og stóri bróðir Á FULLLU Alex hefur æft og spilað knattspyrnu með liði sínu í St. Louis, Kolping Kicks, sem spilar í efstu deild í U9 í St. Louis. Nú styttist í Shellmótið en fréttir hafa borist af því að enska liðið Elloughton, sem kom á Shellmótið fyrir sjö árum, muni koma aftur á mótið í ár. Krakkarnir í Elloughton koma þó ekki lengst að til að taka þátt í skemmtilegasta íþrótlavið- burði ársins á íslandi, þann heiður fær Alex Jóhannsson, sem kemur alla leið frá St. Louis í Banda- ríkjunum til að taka þátt í mótinu. Alex hefur æft og spilað knatt- spyrnu með liði sínu í St. Louis, Kolping Kicks, sem spilar í efstu deild í U9 í St. Louis. Við heyrð- um í Jóhanni Inga Árnasyni, föður Alex, sem sagði okkur gang mála í knattspymunni úti. „Deildin héma er nokkuð sterk miðað við ísland og ég myndi telja að lið hans sé jafnvel sterkara en ÍBV liðið sem hann lék með heima þó það hafi verið mjög sterkt. Þetta virkar töluvert öðruvísi hérna en heima. Hér þurfa leikmenn að komast í lið, lið geta bara haft 14 leikmenn á skrá og svo eru „try-outs“ einu sinni á ári. Þá detta lélegustu leik- mennirnir út og nýir sterkari koma inn. Það var því frábært fyrir Alex að komast í A-deildarlið því U9 deildin hefur 6 deildir og þúsundir stráka að æfa. Heima virkar kerfið auðvitað þannig að allir eru vel- komnir eins og við þekkjum." Og ekki nóg með að flokkakerfið sé öðruvísi í Bandaríkjunum en á Islandi, þá er völlurinn og liðsskip- anin einnig öðruvísi. „Kaninn þarf alltaf að vera dálítið öðruvísi en aðrir og það er enginn undantekn- ing með fótboltann. Hér leika þeir á um það bil hálfum velli eins og heima en 8 á móti 8 í stað 7 á móti 7. Flest lið hérna leika 3-2-2 en heima er algengt að leika 3-2-1 eða 2-3-1. Hann hefur vanist þessu vel og hér leikur hann frammi, en var oftast á kantinum heima. Hann er markahæstur í liðinu sínu sl. vetur svo vonandi halda þeir honum áfram.“ Af hverju á Shellmót? „Við nánast lofuðum honum síðasta sumar að hann fengi að koma heim á Shellmótið því enginn Eyjapeyi vill missa af því. Aron James, eldri bróðir hans, lék á báðum mótunum og varð Shell- mótsmeistari með sínu liði undir stjórn Heimis Hallgrímssonar fyrir tveimur árum. Alex er því mjög spenntur að koma heim og hitta vini sína og vonandi mun þeim ganga vel á Shellmótinu. Hann sagði við mig að hann vildi leika á Hásteinsvelli eins og stóri bróðir hans. Þetta er auðvitað dýrt og langt ferðalag fyrir fáa daga en ég held að í minningum hans verði þetta eitthvað sem er þess virði,“ sagði Jóhann Ingi að lokum. Sólskinsdagar í Hamarsskóla í lok skólaársins fóru fram Sólskinsdagar í Hamarsskóla. Sólskins- dagar eru tilbreytingardagar þar sem hörnunum er skipt upp í hópa sem fara á mismunandi stöðvar. Á stöðvunum var meðal annars boðið upp á Afró-dans, Hip-Hop dans, listsköpun, íþróttir o.m.fl. Það var mikil gleði og spenna sem ríkti í skólanum og alltaf gaman að sjá þegar börnin leggja sig fram í einhverju sem þeim finnst spennandi. Listin að vera leiðtogi: Flott framtak Viska, fræðslu og símenntunarstöð, bauð öllum konum í Vestmanna- eyjum á leiðtoganámskeið í síðustu viku. Námskeiðið var fjögur kvöld og byggðist upp á fyrirlestrum tvö kvöld, hópastarfi þriðja kvöldið og sameiginlegum kvöldverði fjórða kvöldið. Ásdís Halla Bragadóttir var með fyrsta námskeiðið á þriðjudags- kvöld í Alþýðuhúsinu undir yfir- skriftinni „Listin að vera leiðtogi." Þar fór hún yfir helstu þætti leið- toga og niðurstaðan er sú að allir sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið eru leiðtogar. Leiðtoginn fæst fyrst og fremst við breytingar og það er afar mikilvægt að ein- staklingar hafí sýn og geti þannig náð takmörkum sínum hvort sem er í einkalífi, starfsvettvangi eða á öðrum sviðum. Allir geta orðið leiðtogar og í lok fyrirlestrar vitnaði Ásdís Halla í Lao Tze, kínverskan heimspeking. „Bestu leiðtogarnir eru þannig að fólkið tekur ekki eftir þeim. Næstbestu leiðtogarnir eru þannig að fólkið ber virðingu fyrir þeim. Næstnæstbestu leiðtogarnir eru þannig að fólkið óttast þá og næst- næstnæstbestu leiðtogamir em þannig að fólkið hatar þá. Þegar besti leiðtoginn hefur lokið störfum, segir fólkið: „Við gerðum þetta sjálf.“ Á miðvikudagskvöld fluttu Eva Hrund Einarsdóttir, Sigþrúður Ármann og heimakonur fyrirlestra í Alþýðuhúsinu og síðan var hópa- starf í Hamarskóla á ftmmtudag. Námskeiðinu lauk svo með hátíðarkvöldverði og fjöri í Alþýðuhúsinu á föstudagskvöld. ÞAKKAÐ Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðukona Visku, þakkar konum sem komu að undirbúningi og fluttu ræður á leiðtoganámskeiðinu. Var það gert í hóflnu sem fram fór í Alþýðuhúsinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.